Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 5
UPPREISN ÆSKUNNAR Upp úr 1960 urðu gagnrýnendur hins vestræna samfélags æ háværari. Vinstri hreyfingin ser. kom fram í lok 6. áratugarins (New Left) blómstraði. Nú reis æskan einnig upp og vildi láta til sin heyra. Hippar, stríðsmótmæli og stúdenta óeirðir settu svip á 7.áratuginn. Vestræn menning er gegnsýrð af gömlum kreddum og siðvenjum, sem eru margar ótrúlega lifsseigar. Allt er fullt af alls kyns hræsni og sýndarmennsku. Pessu buðu hippar og upp- reisnarunglingar byrginn. Peir létu sig litlu skipta hvað fjoldinn hélt um gerðir þeirra. Sumir gerðu jafnvel i þvi að hneyksla fólk og tókst það oft býsna vel. En þegar við fáum að vita nú hvað hneykslaði menn mest á þessum ár- um undrumst við og sjáum hve bröngsýni hefur verið mikil og hvernig öll viðhorf hafa breyst. Friður var eitt helsta boðorð hippanna. Frióarhreyfingin náði langt út fyrir raóir þeirra eins og kunnugt er. Hernaður Bandarikj- amanna i Vietnam hafði mikil áhrif á fólk og striðsmótmæli voru daglegt brauð. Þegar strið- inu lauk var hins vegar allur vinduir úr hreyf- ingunni og nú virðast kaldastriðsæsingar aftur hafa náð fyrri hylli i Bandarikjunum. Þrátt fyrir bættan efnahag, hafði sókn manna eftir auknum lifsgæðum sjaldan verió meiri. Kröfurnar jukust eftir þvi sem hagur manna batnaði. Nú fóru menn að gagnrýna lifs- gæðakapphlaupið. Sums staðar yfirgáfu ungmenni siðmenninguna og lögðust út. (Petta var algeng- ast i Bandarikjunum þar sem fjölmargar hippa- nýlendur voru stofnaðar.) Það er athyglisvert að i þessum hópi voru margir stúdentar og börn efnafólks. - Menn áttu að elska náungann og ástunda frið. Þetta var eins konar afturhvarf til náttúrunnar, - tilraun til að skapa fvrirmyndarriki. Þegar i frumbernsku er okkur innrætt sérstök afstaða til tilverunnar. Við eigum að hafa „heilbrigðan raetnað". Við erum strax hvött til að verða stærri, sterkari og duglegri en hin börnin. Við eigum að komast áfram, græða peninga, eignast „flott" heimili, komast i góða stöðu og verða mikils metnir borgarar. Eigingirni, samkeppni, hlýðni og ótti veröa þvi þau öfl sem stjórna lifi okkar. Undir þetta vildu hipparnir ekki beygja sig. Þeir vildu afnema eignarréttinn, hætta lifsgæða- kapphlaupinu, leijgja af þ jóðernishyggju og umfram allt að allir menn tengdust bræðra- böndum. Hippum gramdist mjög kreddukennd ihalds- semi þjóðfélagsins i kynferðismálum. Hræsnis- full hula feimni og blygðunarsemi hvildi alls staðar yfir þeim. Allt, sem tengdist manns- likanum, var tengt einhverju saurugu og ógeðs- legu. Hina illu meðferð þessara mikilvægu mála töldu þeir eiga drýgstan þátt i kynferðis- legri lausung og óeðli. Hvers vegna er ekki litið á kynlifið eðlileg- um augum? spurðu þeir. Eru kynmök ekki undir- staða mannlegs lifs á jörðinni? Ef ekki, eru þau þá skaðleg eða ógeðsleg? En hvers vegna þá að vera að pukrast? Það vakti almenna hneykslun, hvernig hipparn- ir höguðu sér i kynferðismálum. John Lennon og Yoko hans héldu eitt sinn sýningu á myndum af sér i ýrasum afbriógðum kynlifsins. Menn náðu ekki andanum fyrur hnevkslan. Óguðlegt) Klám! Óþverri) Hlaupið var strax til og sýningin bönnuð.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.