Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 14
Opið bréf til Ólafs Arnarsonar Clausens. I tilefni tveggja greina í síðasta blaði. Sæll kunningil Fyrirgefðu hortugheitin, en ég gat ekki orða bundist yfir pennafjálgleik bínum i siðasta skólablaði og langar til að fjalla um hann i örfáum linum. Um þá hina styttri tveggja greina binna vil ég sem fæstum orðum fara. Nú bekki ég ekki persónulega þá stúlku, sem um ræðir, jafngjör- lega og þú virðist gera, en held þó að lýsing þin á henni sé ekki rétt i öllum smáatriðum. Hinu býst ég við, að greinin hafi verið samin i glensi og gamni, en töluð orð verða eigi aftur tekin og það er trú min að greinin sú arna verði þér til ævarandi skammar. Nóg um það( Sú hin lengri vakti athygli mina óskipta. öðrum helmingi hennar, þ.e. þeim sem fjallar um Alþýðubandalagið, hettukommúnista i grænum úlpum og fleira i þeim dúr, geri ég betri skil örlitlu siðar i bessu bréfkorni. Hinn helm- inginn, þ.e. þann málefnalega, tek ég fram yfir um stund. Tyl.ltu þér nú niður i þægilegan stól og búðu þig undir áfallið. Já, sestu. Finnst þér þetta ekki miklu þægilegra? Jú, ég vissi bað. Ég er nefnilega sammála þér að sumu leyti. Já, þetta kom á óvart! Fólk skrifar nú venjulega ekki opin bréf til að lýsa sig sammála skoðunum viðtakanda, er það? En biddu rólegur. Ég skrifaði: „að sumu leyti". Tókstu eftir þvi? Já, skarpur strákur hann Óli Clausen. Ég er sammála bér um það að hverjum skóla eigi að vera i sjálfsvald sett hvort hann hefur áfanga- eða bekkjakerfi, og um kosti þeirra og galla vil ég ekki dæma. En eitt sló mig i sambandi við það. Pú skrifar orðrétt: „Það vildi svo vel til, að fundirnir i vor fóru fram á laugardagsmorgnum oa var bess ve vegna mjög dræm þátttaka úr fjölbrautaskól- unum. Vegna þessa tókst okkur frá M.R. með aðstoð góðra manna frá M.K., M.S. og Flensborg að fáinn i ályktun L.M.F. um frumvarpið, að vilji L.M.M væri sá, að það vrði hverjum skóla i sjálfsvald sett hvort hann hefði áfanga- eða bekkjakerfi." Er það nú heiðarlegt að notfæra sér neyð fjölbrautaskólamanna (sem virðast, skv. þinum orðum, skemmtanaglaóari en menntskæling- ar.') til að koma inn i ályktunina skoðun sem þú virðist viss um að njóti ekki meiri hluta innan L.M.F.? Þessi álvktun hefur vafalaust verið send mætum mönnum og stofnunum og e.t.v. „snillingunum sextiu" sem þú nefnir svo skemmtilega. Ertu þá ekki beinlinis búinn að stuðla að þvi að logið verði að ráðamönnum um vilja L.M.F. i þessu efni? En tilgangurinn helgar meðalið(( Þú bölsótast mikið út af rikinu i pistli þinum og þar er ég aftur sammála þér þegar þú segir aó rikið megi ekki fá meiri völd i hendur um stjórn skólanna. En vió verðum vist aó sætta okkur við að rikið setur lög og reglugerðir i þessu landi og við getum ekkert gert við þvi. Ekki viljum við „Albingi götunnar" , er þaö? (Ég skal segja þér svona i trúnaði, bara á milli okkar tveggja, að hefðirðu bætt einhvers staðar orðunum „Alþingi götunnar" inn i grein bina, þá hefói ég getað svarið að þetta væri leiðari úr Mogganum eða Visi! ) Svo er það þetta með mötuneytin. Mér finnst nú aö á meðan rikið þarf á annað boró að þola fjárútlát vegna skólanna, bá muni bað ekki um að setja upp og reka eins og fáein mötuneyti, á svipuðum grundvelli og elsku kakósalan okkar er rekin. 1 þvi efni máttu flokka mig sem meðlim i ,, sósialistakliku f jölbrautaEkólanna". Úff.’ , gastu ekki fundið neitt styttra skammaryrói??? Þá fer nú .að verða upp talið bað sem ég vildi sagt hafa. En leyfðu mér að gefa þér nokkur ráð, svona sem vinur. Þetta með „hettu kommana i grænu úlpunum" og „baráttuorð i anda Alþýðubandalagsins" var stórkostlegt.' Haltu áfram á bessari braut (sem i minu ungdæmu var kallaó „gifurvróa- og gaspursstill" eða eitthvaó i þá áttina).

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.