Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 29

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 29
Allt frá elstu tímum hafa menn skreytt skildi sina. Riddaratimabilið, u.þ.b. 1200-1500, var blómatími skjaldarmerkjanna og gjarnan þykir mest til beirra merkja koma, sem rekja má aftur til þess tima. Skjaldar- merki höfðu á timabili hagnýta þýðingu auk táknrænnar og fagurfræðilegrar.Hin hagnýta þýðing var samfara notkun lokaðs hjálms,- sem olli þvi að ekki sást i andlit hermannsins, sem að öðru leyti var einnig brvnjaður frá hvirfli til ilja. Skjaldarmerkið var bvi hið eina sem þekkja mátti hermanninn á. T’essi hagnýta þýðing er grundvöllur skjaldarmerkja- fræðinnar og þeirra reglna, sem uróu til inn- an hennar. Litir voru fáir og ákveðnir og raðað niöur eftir ákveónum reglum. Mikilvægi þessara reglna er augljóst. Merkið verður skýrara og þekkist betur úr fjarlægð. Skjaldarmerkjafræðin er ein af hjálpar- greinum sagnfræði og er einkum mikilvæg við rannsóknir á miðaldasögu Evrópu. Saga islenskra skjaldarmerkja hefur litið verið rannsökuð og oft hefur vanþekking, tilfinningasemi og tiska ráðið dómum, skoðunum og ákvörðunum varðandi merkin. Er liða tók á seinni hluta 19. aldar tók að bera á óánægju islendinga á skjaldar- merkinu með krýnda flatta þorskinum. Tillögur fóru að koma fram um annað merki og bar á meðal um fálkann, sem þótti glæsilegur fugl, sem bera myndi sóma landsins út um viða veröld á breiðum vængjum sinum. Sigurður Gúðmundsson málari mun fyrstur manna hafa vakið áhuga islendinga á þvi, að islenski fálkinn væri betur fallinn til að vera merki landsins en þorskurinn. Hugmynd hans var að merkið yrði hvitur (silfraður) fálki með þanda vængi á bláum grunni, og gerði Sigurður frumdrætti að ýmsum fálka- myndum. Þjóðvinafélagið sem var stofnað um þessar mundir (1871), tók fálkann unp i bóka- merki sitt. Stúdentar tóku hann upp sem merki árið 1873, og latinuskólapiltar litlu siðar. Við þetta tækifæri létu latinuskóla- piltar sauma fána með fálkanum ( sennilega eftir einun af frumdráttum Sigurðar að fálka- merki) , sem var notaður fram til ársins 1906. Það ár var nýr fáni saumaður, en sá var „hangandi" og einungis horft frarnan á hann. Efst á fánastönginni var harpa sams konar og er á einum af gömlu stimplunum sem íþökusafnið hafði, og er ekki ósennilegt að þar sé eitthvað samband á milli. Er farið var að nota þetta nýja merki þá týnist upprunalegi fáninn og vissi enginn hvað af honum varð. 1 kring um árið 1940 glatast iherkið sem var útbúið 1906, og hefur ekki fundist . Árið 1946 er nýtt merki saumaó og hefur það verið notað við skólasetningar og aðrar athafnir á vegum skólans. Sá galli er á gjöf Njarðar að þegar þetta merki var útbúið hafði hið eldra verið glatað það lengi að menn mundu ekki alveg hvernig fálkinn afði litið út i upphafi og breyttist þvi töluvert. Nú í vetur uppgötvaðist að hinn upprunanlegi fáni,frá þvi um 1873, var i vörslu Þjóðminjasafns Islands. Hafur hann nú verið myndaður i bak og fyrir, og var hinn kunni listamaður ÞÓrhallur Þráinsson, 6.-BD., fenginn til þess að teikna skjöld fyrir skólafélagið með upprunanlega fálkanum. Þórhallur hefur nú lokið verki sinu og leyst það frábærlega vel af hendi, sem hans er von visa. Fram að vorum dögum hefur innsigli Lærða skólans i Reykjavik verið ranglega notað á auglýsingum Skólafélagsins. Komst sá siður á fyrir einhver mistök , sennilega á valdadögum Kristins heitins Armannssonar rektors.Þar sem hinn upprunanlegi fálki, sem tengist svo mjög sjálfstæðisbaráttu islendinga á 19. öld, hefur komið i leitirnar er vel við hæfi að taka á ný upp þetta upphaflega merki nemenda. í sjálfstæðisbaráttu Islendinga á 19.öld botti þeim eiga vel við að merki beirra yrði fálki að hefja sig til flugs, tilbúinn til átaka, eins og þessi fáni nemenda frá þvi um 1873. Fálki sá sem danski islands-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.