Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 27
4. Karl B. Blöndal er á 8 mvndum en ekki 7. Auk þess má benda á að Skúli Gunnarsson for- maður Herranætur er á 19 myndum. Aths.no 5: Þeim stöllum hefur algerlega láðst að telja myndir af fólki sem ekki er i skólanum. Að slepptri forsiðunni, birtast myndir af 64 mönnum sem ekki eru bar. Það gerir 10,59% af myndum í blaóinu . Samtals myndir af beim sem koma skolanum ekki við ( þ.e. beir sem eru ekki þar, eóa eru i Herranótt) eru 349 eóa 57,12%. Aths.no 6: Hvað frágang snerti, vildu píurnar drepa á einu atriði og nefndu siðan tvö. Óskýrar myndir eru afleiðing sparnaðarráðstafana, ef off- setljósmyndunin hefði átt að vera pottbétt, hefði bað kostað milljónir (gkr.). Slika óráðsiu er ekki hægt að leyfa sér á kostnað nemenda. A.thuga- semdin um plássnýtingu er út i hött. A 17. bls. er dæmi um „góða plássnýtingu" og er það jafn- framt ljótasta siða blaðsins. Að lokum óskum vér tilvonandi Veturliðum allra heilla og bendum á að á skrifstofu skólans er til spjaldskrá yfir nemendur. Tilvalið er að gefa hana út næsta ár. Lifið heil, en ekki i fatahengi. Indriði Benediktsson, Vetur konungur. P.S. Gunnþóra og Maria, þið getið sótt mvndirnar sem þið senduð af ykkur til min i E-stofu, árd. HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Hú/freyjur deilo Hér mun ég revna að varpa ljósi á atburði þá sem um getur á nokkrum fyrstu siðum Njálu en eru að öðru leyti huldir sjónum nútimamanna. Mun ég taka til nokkur atriði er verða mættu til skilningsauka en halda mig þó viö sögu- þráðinn, eins og vera ber. En þá er okkur ekki til setunnar boðið, lesandi góður, við skulum ekki gleyma okkur i dægurþrasi, heldur glenna augun, sperra eyrun og leita hnarreistir á fund forfeðra vorra sem húka i niðamyrkri miðalda, að nokkru leyti bó lýstir upp meö veikum týrum eldmóðs sagnaritaranna. Þar er til máls að taka er Gunnar Hámundar- son, stórbóndi á Hliðarenda, fór ásamt konu sinni, Hallgerði, til heimboðs hjá vini sinum, Njáli á Bergþórshvoli. Lék allt i lyndi þangað til sonur Njáls og tengdadóttir komu i heimsókn Vildi þá Bergþóra, kona Njáls, láta Hallgerði vikja úr sæti fyrir tengdadótturinni og setjast i óæðra sæti. Hallgerði fannst þetta vanvirð- ing við sig og sinn mann og tók að finna að útliti þeirra hjóna. Sagði hún Bergbóru hafa kartnögl á hverjum fingri en Njál skegglausan og hélt svo heim með kalli sinum. Sumarið eftir, þegar menn voru riónir til þings, þeir sem þangað ætluðu, tók Hallgeróur sig til og hugðist hefna sin á Bergþóru, enda metnaðargjörn i meira lagi. Hún sendi vinnu- mann sinn, Kol, til að drepa saklausan alþýðu- mann, Svart, sem vann hjá Njáli. Þar með var isinn brotinn og vök mynduó sem margir áttu eftir aó falla ofan i og jafnvel aðalsögupers- ónurnar komust i hann krappan. Gunnar frétti vigið á þingi og hélt strax á fund Njáls að leita sætta. Njáll tók honum vel og rukkaði hann um smávægilega upphæó fyrir vinnumanninn. Þegar heim kom af þingi, ávitaði Gunnar konu sina en Bergþóra skammaði Njál. Bergþóra vildi ekki vera minni skörungur en Hallgerður og næsta sumar, þegar bændur voru á þingi, sendi hún húskarl, sem hún hafði ráðið, til að drepa Kol og hefna þar með Svarts eða öllu heldur móðgunarinnar sem Hallgerður hafði sýnt meó því aó drepa hann. Gunnar frétti vigið á þingi fyrstur manna. FÓr hann til Njáls og Þá af honum peninga i skaðabætur, þá sömu og Gunnar hafði goldið Njáli forðum. Voru þeir áfram vinir.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.