Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 6
Arið 1960 hóf einn af sálfræíingum Harvard- háskóla, Timothy Leary, tilraunir með fiknilyf, en lyfjaneysla hafði lengi verið almenn. víðai Austurlöndum. Hópur stúdenta tók bátt i bessu meó honum. Þeir hröktust brátt úr skólanum og settust að i tveimur nýlendum utan við Boston. Þetta voru fyrstu hippanýlendurnar, en beim átti eftir að fjölga mikið á næstu árum. Arið 1962 stofnaði Leary samtök, International Federation for Internal Freedom. Óx honum fljótt fylgi meðal listamanna og stúdenta úr öðrum bandariskum háskólum. Austurlensk áhrif voru áberandi í þessari menningu. Liklega hefur verið gert of mikið úr fíkni- efnaneyslu hippatímabilsins. Fyrst eftir að hún breiddist út á Vesturlöndum var algengt að menn rugluðu saman hassi og mariúana, sem eru fremur meinlaus efni, og sterkum fikniefnum, s.s. L.S.D. og heróini. Annars er lyfjaneysla ekkert nýmæli á Vesturlöndum. Til dæmis er talið að á dögum borgarastriðsins i Bandarikj- unum hafi morfinsjúklingar verið um tvöfalt fleiri en árin 1960 - 1970. Menn halda að striðið hafi átt mikinn þátt i eiturlvfjaneysl- unni. Milli 5 og 10 prósent bandariskra her- manna i Vietnam notuðu heróin eða önnur sterk eiturlyf. ÞÓ svo að' Bandarikin hafi verið aðalvett- vangur þessarra hræringa , náðu angar af henni til Evrópu. Meðal þeirra eru stúdentaóeirðir sem náðu hámarki i Frakklandi árið 1968, en bá lá við upplausn i landinu. Um tónlist hippanna. Frá áhangendum Timothy Learys i San Fransisco barst ný tónlistarbylgja i upphafi 7. áratugarins. Frumkvöðlar hennar voru einkum tvær hljómsveitir, Jefferson Star- ship og Grateful Dead. Smám saman fóru fleiri að dæmi þeirra, t.d. Love i Los Angeles og Spirit. Þarna var kominn visir að tónlistar- menningu þeirri sem kölluð hefur verið Vestur- strandarrokk (West Coast Rock) eða svrurokk Acid Rock). Tónlist þessi er róleg og full af flóknum hljómasamsetningum. Þessi tónlistar- stefna átti eftir að þróast og breiðast út um allan heim og átti hún mikinn þátt i framgangi Tónlistahátiðir voru algengar seinni hluta 7. áratugsins. Myndin er frá Isle of Víight, sumarið 1969, þar voru saman komin hundruó þúsunda. Meðal þeirra sem fram komu á hátið- inni var mótmælasöngvarinn Bob Dvlan, en hann hafði mikil áhrif á ungt fólk á þessum árum. -■ • ■ ----------------------------- hippamenningarinnar. Sem dæmi um evrópskar hljómsveitir undir áhrifum þessarar stefnu má nefna bresku hljómsveitina Pink Floyd og islensku hljómsveitina Náttúru. Hápunkti náði stefnan i tónsmiðum og flutningi skosku hljómsveitarinnar The Incredible String Band. Upp úr 1969 varð þessi tónlist söluvara og leiddi það til hnignunar hennar. 1 kringum 1970 náði úrkynjunin hámarki; hippatiskan var oróin staöreynd sem verslunar- hringir högnuóust á. Um þetta leyti kom söng- leikurinn Hárið fram og er hann af mörgum talinn daani um endanlega uppgjöf hinnar eiginlegu hippatónlistar. Samt sem áður héldu Grateful Dead o. fl. ferskleik sinum og frumleik langt fram eftir 8. áratugnum, en þá tóku þær hljómsveitir sem enn spiluðu hippamúsik að einangrast frá hug- sjóninni eða staðna.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.