Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 21
orðaður á eftirfarandi hátt: „Framsóknarflokk- urinn er frjálslyndur umbótaflokkur félagshyggju- manna, sem vill byggja stjórn landsins á lýðræði og þingræói og stand vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóð- arinnar." Framsóknarflokkurinn aðhyllist blandað hagkerfi, þ.e. vill byggja jöfnum hönd- um á samvinnu- og einstaklinsrekstri auk félags- reksturs, eftir þvi hvað vió á hverju sinni, að til ríkisreksturs skuli helst grípa, þegar um stór verkefni er að ræóa, þannig vaxin, að ein- ungis geti oröið um eitt fyrirtæki aó ræóa í landinu og þvi um einokun einkaaóila að ræða að öörum kosti. Einnig telur flokkurinn ríkis- rekstur réttlætanlegan, þegar um brautryójenda- starf er að ræða eða mikilvæg þjónustufyrir- tæki. Hlutverk ríkisvaldsins er fyrst og fremst að annast stefnumörkun og áætlanageró, til aó þjóðfélagsþróunin veröi í samræmi við sett mark- mió. I kynningarriti framsóknarmanna um stefnu flokksins í félagsmálum segir: „Framsóknarmenn stefna að fullkominni félagsmálalöggjöf, og markmióið er öryggi fyrir alla: tryggingar gegn slysum, sjúkdómum, örorku og öðrum áföll- um, ellilaun, sem byggist á lífeyrissjóði fyr- ir alla landsmenn. Flokkurinn tekur fullkomn- ar tryggingar eiga aó vera eitt höfuðeinkenni nútímaþjóöfélags." Meginstefna flokksins í húsnæóismálum er, aó menn geti eignast eigin íbúðir og þar meó nokkuó efnalegt sjálfstæði. Framsóknarfiokkurinn hefur lengi lagt mikla áherslu á hagsmunamál landbyggóarinnar meó „byggóastefnu" sinni, sem hefur þaó að megin- markmiói að vióhalda og efla blómlega byggð um allt land. Framsóknarflokkurinn telur núverandi kjör- dæmaskipan vera ófullnægjandi, og helsti gall- inn sé sá, að kjósandi eigi aóeins völ milli flokka, en ekki einstakra manna. Því vill flokkurinn skipta landinu upp í einmennings- kjördæmi, hafa kjör manna á þing persónubundn- ara, þótt fleiri leiðir, er miói að saiiia marki, geti komið til greina. Flokkurinn hefur til þess-i stutt lækkun kosningaaldurs; má t.a.m. minnast á samþykkt, sem gerð var á ráðstefnu Sambands ungra framsóknarmanna 7.-8.mars sl. um lækkun Xágmarksaldurs til kosninga i 18 ár. Framsóknarflokkurinn styður veru Islands i NATO, en vill vinna að þvi, að varnarliðið i Keflavík fari úr landi í áföngum, eftir bví sem horfur i alþjóðamálum leyfa. Núverandi formaður Framsóknarflokksins er Steingrímur Hermannsson. Veitingahúsið Torfan, Amtmannsstíg 1, Sími 13303 Hnetuostur Þeir kunna að gera ost frakkarnir. Við stóðumst ekki freistinguna að stæla einn ostinn þeirra og köllum hann Hnetuost. Hnetuostur er ábætisostur úr Maribó-, Gouda-, Óðalsosti og rjóma. Að ofan er hann þakinn valhnetukjörnum, að utan söxuðum hnetum^.^ ostur er veizlukostur (D Hannes Heimisson, 6.-AC.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.