SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 12

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 12
12 13. febrúar 2011 Mánudagur Arnar Gauti Sverr- isson Er heima með litla veika prinsessu & á morgun, en glaða enga síður ;-) hitar te og fleiri töfradrykki handa parísi við mismunandi undirtektir.... Þriðjudagur Þórarinn Leifsson Sérpantaði búrku á átján ára dóttur mína. Mikið er ég lánsamur maður að eiga barn sem elskar og virðir trúarbrögð föður síns! Miðvikudagur Davíð Þór Jónsson Er öðlingur dagsins Fimmtudagur Rakel Garðarsdóttir Laugardagurinn 12.feb; Geðveikur fatamarkaður FC Ógnar í Tjarnarbíói og svo Aftur heim í júró... gæti ekki verið skemmtilegri laugardagur.... hlakka svo til !! Föstudagur Solla Eiriks elskar að búa til RAW Lasagna Fésbók vikun nar flett A ð sjálfsögðu vil ég að Ísland haldi áfram að taka þátt í Jú- róvisjón. Að hætta því væri eins og að hætta að taka þátt í lífinu. Við yrðum eins og þjóð sem vill draga sig inn í skel og einangra sig í her- bergi með sínum sviðakjamma og slátri. Það er hræðilegt að einangra sig og hræðilegt að vilja ekki taka þátt. Mér finnst ég alltaf heyra sömu gagn- rýnisraddirnar þegar okkur Íslendingum gengur ekkert voðalega vel. Af hverju hættum við ekki bara að spila handbolta á alþjóðagrundvelli? „Strákarnir okkar“ rúlluðu upp fimm leikjum í röð um dag- inn, svo kláraðist orkan og þá fóru menn að dissa þá um leið, jafnvel gefa þeim fingurinn með yfirlýsingum um að þetta væri lélegt lið. Þetta er raunverulega stærra vandamál, sem heitir íslenskur hroki og hann er ge- netískt vandamál. Hrokinn er eitthvað sem við ættum að beina sjónum okkar að frekar en stöðugum umræðum um hvort við ættum að hætta í Júróvisjón eða ekki. Svo bendi ég á að þessar gagnrýnisradddir þögnuðu um leið og Stjórnin lenti í 4. sæti, Selma í 2. sæti og Jóhanna Guðrún í 2. sæti. Þar með var Júróvisjón allt í einu frábær og við sem þjóð manna best! Má ég minna á þá staðreynd að eftir að Þjóðverjar unnu keppnina árið 1982 með Ein bischen Frieden þurfti þetta stórveldi að bíða í nærri þrjátíu ár eftir næsta sigri, þegar Lena vann í fyrra. En aldrei – aldrei – hefur Þjóðverjum dottið í huga að draga sig út úr keppninni af því að Júróv- isjón væri algjört svindl! Við ættum frek- ar að taka Þjóðverja okkur til fyr- irmyndar í stað þess að sýna þennan eilífa hroka sem skýtur upp kollinum þegar íþróttafólkið okkar eða listafólkið upp- sker ekki eins og við heimtum. Júróvisjón er vorboði fyrir Íslendinga; við þurfum á nýjum lögum og lagasmíð- um að halda og tónlistarfólkið okkar, söngvarar, flytjendur og lagahöfundar, þurfa þennan stökkpall. Þetta er gaman, litríkt, fyndið, gefandi og spennandi eins og sést núna; nú hefur öll þjóðin skoðun á keppninni [í kvöld]. Ég vil ekki heyra eitt slæmt orð í viðbót um Júróvisjón. Tökum bara þátt í keppninni eins og menn, með reisn og tökum bæði sigrum og ósigrum með jafnaðargeði og æðru- leysi. MÓTI Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Evr- óvisjón unnandi A ðalástæðan fyrir því að við eigum að hætta því að taka þátt er auðvitað sú að við vinnum aldrei. Við höldum alltaf að við munum vinna en við vinnum barasta aldr- ei! Tölfræðilega ættum við að vera löngu búin að vinna en það hefur samt sem áður ekki gerst ennþá! Það er náttúrlega bara ein skýr- ing á þessu sem er sú að þetta er allt saman riggað, fyrirfram ákveðið og stórspillt. Dálítið einsog amerísk fjölbragðaglíma. Eitt stórt samsæri. Þess vegna legg ég nú til að við stofnum bara okkar eigin keppni þar sem við getum séð til þess að við vinnum í a.m.k. annað hvert skipti. Við gætum kallað hana Eurovision Supersong Contest, sem segir sig sjálft að yrði miklu betri keppni en Eurovision Song Contest. Þetta myndi snarbæta þjóðarmóralinn og setja okkur á stall með frændþjóðum okkar sem við viljum svo mikið líkjast eins og Svíum og Dönum. MEÐ Gaukur Úlfarsson kvikmynda- gerðarmaður Ættu Íslendingar að hætta í Evróvisjón? ’ Þetta er allt fyr- irfram ákveðið og stórspillt. Eitt stórt samsæri. ’ Tökum þátt í keppn- inni eins og menn, með reisn og tökum bæði sigrum og ósigrum með jafnaðargeði og æðru- leysi. Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins eru í kvöld. Þá ræðst hver keppir fyrir Ísland í vor. Gaukur var einn höfunda ævintýrisins um Syl- víu Nótt sem söng í Grikklandi árið 2006. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.