SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 13
13. febrúar 2011 13
É
g kom í fyrsta sinn til Íslands nokkuð seint, eða
1987 þegar ég var viðstaddur brúðkaup vina
minna,“ sagði danski blaðamaðurinn Steen
Ulrik Johannessen, einn ákafasti fylgismaður
lands og þjóðar, þar sem hann var staddur á ferða-
ráðstefnu í Laugardalshöll um síðastliðna helgi. Ekki
þeirri fyrstu því síðasta aldarfjórðunginn hefur hann
sótt fjölmargar slíkar samkundur enda höfundur einnar
helstu dönsku ferðabókarinnar um Ísland.
Áhugi Steens á Íslandi vaknaði þó löngu áður en hann
kom hingað fyrst. „Þá hafði ég búið á stúdentagörðum í
Árósum með Íslendingum síðan 1977 og heyrt mikið um
landið þar sem við sátum iðulega og drukkum saman.
Kannski var það þess vegna sem ég fékk svona mikinn
áhuga á tungumálinu – eftir nokkra bjóra gáfu þeir skít í
að þarna sat Dani með þeim og töluðu bara íslensku.
Þannig lærði ég mörg orð þótt ég gæti nú ekki talað mik-
ið þá.“
Raunar segir Steen áhuga sinn hafa vaknað mun fyrr.
„Við pabbi söfnuðum íslenskum frímerkjum þegar ég
var barn og þá þegar gerði ég mér einhverjar hugmyndir
um landið og hversu fallegt landslag það hefði upp á að
bjóða. Íslensk frímerki hafa verið frábær auglýsing fyrir
landið í gegnum tíðina.“
Við undirbúning ferðarinnar í brúðkaupið árið 1987
áttaði Steen sig á því að engin dönsk ferðahandbók var í
boði um Ísland. Þegar hann sneri heim fór hann því til
fundar við Politikens forlag, útgefanda dönsku ferða-
bókaraðarinnar „Turen går til…“ og óskaði eftir því að
rita slíka bók um Ísland. „Ritstjórinn var til í það en með
því skilyrði að ég myndi líka skrifa „Turen går til Sri
Lanka og Maldaví“, enda væru það eyjasamfélög eins og
Ísland.“ Sú varð niðurstaðan en bækur Steens í þessum
bókaflokki eru nú orðnar fimm talsins, og er bók um
Færeyjar meðal þeirra. Þá er hann aðalhöfundur sýnis-
bókar um Vestnorræna samstarfið milli Íslands, Græn-
lands og Færeyja, auk þess að hafa verið fararstjóri á
námskeiðum Norrænum blaðamannamiðstöðvarinnar
til Færeyja, Íslands, Grænlands og pólsvæðis Kanada.
Á fullu „blasti“ fram af brúninni
Síðan hefur hann ferðast töluvert, ekki síst til Íslands,
m.a. til að safna saman upplýsingum og uppfæra ferða-
bækurnar reglulega. Fyrir nokkrum misserum tóku þó
nýir höfundar við bókunum svo Steen hefur einbeitt sér
að fullu að aðalstarfi sínu, sem er að skrifa erlendar
fréttir fyrir Ritzau-fréttastofuna. Sem slíkur hefur hann
skrifað töluvert um málefni Íslands og norðurslóða og
eins og gefur að skilja hafa mörg verkefna hans und-
anfarin misseri fjallað um íslensku efnahagskreppuna.
„Ég er auðmjúkur og glaður yfir því hversu góðar mótt-
tökur maður fær hérna frá háum sem lágum,“ segir
Steen. „Þegar ég kem niður á Alþingi eða bið um samtal
við ráðherrana gefa þeir sér nánast undantekningarlaust
tíma í það. Það er einstakt. Hér er tungumálið eflaust
mikilvægt því fólk trúir því að áhugi þessa „heimska
Dana“ á landinu sé einlægur þegar hann reynir að
spreyta sig á málinu.“
Tungumálið hefur hann einfaldlega lært af því að um-
gangast Íslendinga. „Ég hef lært málið svipað og barn,
með því að hlusta mikið. Svo kemur að því að maður
brýtur kóðann og getur talað svolítið og smám saman
eykst kunnáttan. Einhvern tímann áður en ég dey hugsa
ég að ég verði í standi til að vera í svona viðtali á ís-
lensku,“ segir hann en þrátt fyrir spjall á almennu nót-
unum á íslensku fyrir viðtalið fer það fram á norsku,
sem Steen talar lýtalaust.
Hann játar að vera kolfallinn fyrir landinu. „Góður
vinur minn sem býr hérna segir að meðan sumir séu
frelsaðir í Jesú Kristi þá sé ég frelsaður í Íslandi. Það er
ekki fjarri lagi. Fólkið hérna og náttúran er einstök, þú
finnur ekkert sem líkist þessu á neinum öðrum stað í
heiminum. Ég er mjög hrifinn af Íslendingunum og
hvatvísinni sem einkennir þá og mér finnst dásamlegt
hvernig þeir líta á heiminn. Þeir keyra á fullu „blasti“
alveg á brúninni og vissulega falla sumir fram af og sum-
ir rétt klóra í bakkann. Ef menn hér verða svo óvinsælir
eða hafa gert eitthvað virkilega óþægilegt þá þurfa þeir
að flýja land og ef þeir ætla að koma til baka þurfa þeir
að hafa fullt af peningum með sér. Peningar vega mjög
þungt í virðingu fólks á Íslandi og það er kannski sú hlið
sem mér líkar síst, en það er auðvelt að horfa fram hjá
henni.“
Eldroðnaði
Það eru þó fleiri áfangastaðir en Ísland sem lokka enda
hefur Steen mikið yndi af ferðalögum. „H.C. Andersen
sagði: „Að ferðast er að lifa.“ Maður fær svo mikið af
hugmyndum með því að ferðast og fyrir blaðamenn er
lífshættulegt að halda að staðurinn sem þeir sitja á sé
miðja alheimsins. Þvert á móti sitja þeir við útjaðar
heimsins, ekki síst í okkar heimshluta svo maður verður
að fara út til að upplifa, hitta aðrar manneskjur, skiptast
á skoðunum og ræða málin.“
Þá spillir tungumálakunnáttan ekki fyrir enda kemur
í ljós að Steen þolir illa að vera lengi á nýjum stöðum án
þess að prófa sig í tungumálinu sem þar er talað. Stund-
um skapast þekkingin af neyð, eins og þegar ferðafélagi
hans sem er rússneskur túlkur yfirgaf hann í Moskvu.
„Ég stóð þarna og kunni ekki eitt einasta orð í rússnesku
svo ég rölti að götubóksala og keypti hjá honum rúss-
nesk-danska, dansk-rússneska orðabók. Á þessum tíma
reykti ég og gat ekki orðið mér úti um eldspýtur því ég
vissi ekki hvað þær kölluðust á rússnesku. Svo ég lærði
nokkur orð og þó ég geti ekki talað fullburða rússnesku í
dag þá kann ég á rússneska stafrófið og get lesið af skilt-
um o.þ.h.“
Hann verður alvarlegur á svip þegar talið berst að
norrænu tungumálunum og skiptir skyndilega yfir í ís-
lenskuna. „Norrænt fólk má ekki tala ensku,“ segir
hann með áherslu og heldur svo áfram á norskunni.
„Það gengur bara ekki. Við fjarlægjumst og misskiljum
hvert annað. T.d. fór ég með tveimur strákum, Dana og
Júgóslava, út að borða á Þremur frökkum hér á Íslandi
en þeir höfðu talað ensku við Íslendingana meðan við
dvöldum hérna. Svo byrjar Daninn að „hrósa“ kon-
unum á staðnum, ef við reynum að orða það pent, á
dönsku og ég sá bara hvernig þær urðu skrýtnar á svip-
inn. Þá sagði ég honum að slappa af, þær skildu allt sem
hann segði þótt hann skildi ekki stakt orð af því sem þær
segðu og hann eldroðnaði. Með því að nota ensku ýtum
við menningu okkar í ólíkar áttir í staðinn fyrir að njóta
þess sem við eigum sameiginlegt, þar á meðal okkar eig-
in „blandinavísku“.“
„Heimski“
Daninn
með hjart-
að á Íslandi
Sumir frelsast í Jesú en hann
frelsaðist í Íslandi, segir hann
og rekur áhuga sinn allt til þess
er hann safnaði íslenskum frí-
merkjum sem barn. Í nærri ald-
arfjórðung hefur danski blaða-
maðurinn Steen Ulrik
Johannessen komið til Íslands
oft á ári og lært íslensku af
samtölum sínum við landann.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Ég er mjög hrifinn af Íslendingunum og hvatvísinni sem einkennir þá, segir Steen Ulrik Johannessen um landann.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steen kemur reglulega til landsins
eða tvisvar til þrisvar á ári, bæði til að
heimsækja íslenska vini sem hann
kynntist í Árósum á sínum tíma og eru
hans „eigin fjölskylda“ í Reykjavík, en
líka til að sækja ráðstefnur um ferða-
mennsku á Íslandi. Hann telur enda
mikla möguleika liggja í henni í kjölfari
efnahagshrunsins, og þar sé sókn-
arfærið helst í vetrarferðum. „Háanna-
tíminn er frá júní til byrjun september
en þá loka ansi margir staðir. Í mínum
huga er Ísland snjór og kuldi sem Ís-
lendingar eiga að geta nýtt sér, ekki
síður en gert er í Finnlandi.“ Það eru
þó ekki vetraríþróttir sem hann hefur í
huga. „Nudd er t.d. einn möguleiki,
spa og vellíðan er mjög stór iðnaður
úti í heimi og hér eru einstakir mögu-
leikar á að gera út á það. Er t.d. hægt
að ímynda sér eitthvað betra en að
sitja úti í heitum potti á meðan snjón-
um kyngir niður?“ segir hann með
áherslu og klykkir út með að bjór og
góður vindill spillti ekki fyrir slíkri upp-
lifun. „Venjulega tengir fólk Spa við
rafmagnshitaða potta sem eru upp-
fullir af klór og allskyns sulli. Hér situr
maður í heitu vatni sem kemur nátt-
úrulega upp úr jörðinni og það kostar
nánast ekkert! Svo má selja upplifanir
eins og jeppaferðir þar sem menn
hleypa úr dekkjum og keyra um fjöll og
firnindi. Það er hvergi hægt að gera
nema hér.“
Hamingjan í heitum potti og snjó
„Er t.d. hægt að ímynda sér eitthvað betra en að sitja úti í heitum potti á meðan
snjónum kyngir niður?“ spyr Steen sem vill að fleiri fái að njóta heita vatnsins.
Morgunblaðið/Kristinn