SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 17

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 17
13. febrúar 2011 17 Berlusconi kveðst aldrei hafa átt mök við Ruby. Samkvæmt skjölunum á Ber- lusconi að hafa hringt í hana og sagt henni að ljúga og láta eins og hún væri galin, hann myndi baða hana í gulli ef hún þegði. Hún á að hafa krafið hann um fimm milljónir evra. „Hann hélt að ég væri 24 ára“ Seinni partinn í janúar birtist Ruby á einni af sjónvarpsstöðvum Berlusconis, Canale 5, og lýsti bernsku sinni í Marokkó, hvernig sér hefði verið nauðgað og hún hefði verið kúguð. „Hann snerti mig ekki,“ sagði hún. „Hann hélt að ég væri 24 ára.“ Berlusconi hefði gefið sér 7.000 evrur „vegna þess að hann vildi hjálpa mér“. Öll þessi mál hafa valdið mikilli ólgu á Ítalíu og þótt menn séu ýmsu vanir þegar Berlusconi er annars vegar eru margir slegnir vegna uppljóstrana undanfarinna vikna um lífsstíl forsætisráðherrans, sem orðinn er 74 ára gamall. Meira að segja í páfagarði þar sem Berlusconi hefur notið velvildar heyrðist hörð gagnrýni. Bene- dikt XVI. páfi talaði um „ákveðna veik- ingu siðferðis“ og hægri hönd hans, Tarc- isio Bertone, krafðist „hegðunar til eftirbreytni og aukinnar tilfinningar fyrir réttvísi og réttlæti“. Fyrir viku mótmælti hópur manna við villuna hans í Arcore. Þar á meðal voru rithöfundarnir Umberto Eco og Roberto Saviano, sem skrifaði bókina Gómorra um mafíuna í Napolí. Í grein í þýska blaðinu Die Zeit vitnar Saviano í rithöfundinn Corrado Alvaro frá Kalabríu: „Það versta sem getur komið fyrir samfélag er að halda að heiðarleiki sé tilgangslaus.“ Síð- an bætir hann við: „Þannig hefur það ver- ið hjá okkur í 20 ár.“ Enginn forsætisráðherra hefur setið jafn lengi í embætti og Berlusconi eftir síðari heimsstyrjöld. Berlusconi fæddist 29. september 1936. Hann byrjaði á að selja ryksugur og gat sér einnig orð fyrir að syngja á næturklúbbum og um borð í skemmtiferðaskipum. 1961 útskrifaðist hann úr lögfræði og stofnaði verktakafyr- irtæki, sem reisti hús í nágrenni Mílanó. Síðar stofnaði hann kapalsjónvarpsfyr- irtæki, Telemilano, sem átti eftir að verða stærsta fjölmiðlasamsteypa Ítalíu, Media- set. Siðprúðir dagskrárstjórar höfðu ráðið lögum og lofum í ítölsku sjónvarpi, en á stöðvum Berlusconis fylltist skjárinn af fáklæddum konum, sem stóðu þöglar og kynþokkafullar við hlið alklæddra karl- stjórnenda. Kvartað hefur verið undan klámvæðingu ítalsks samfélags. Eign- arhaldsfélag hans á nú fjölmiðlafyrirtækið Mediaset, Mondadori, stærsta forlag Ítal- íu, dagblaðið Il Giornale, knattspyrnu- félagið AC Mílanó og mörg önnur fyr- irtæki, sem tengjast öllu frá tryggingum, auglýsingum og matvælaframleiðslu til verktöku. Samkvæmt bandaríska við- skiptatímaritinu Forbes eru auðæfi Ber- lusconis metin á níu milljarða dollara. Til áhrifa í pólitík Árið 1993 stofnaði Berlusconi eigin stjórnmálaflokk og kallaði Forza Italia eða áfram Ítalía, sem eru hvatningarorð stuðningsmanna AC Mílanó. Árið eftir varð hann forsætisráðherra, en stjórnin sprakk eftir sjö mánuði og átti ákæra á hendur Berlusconi fyrir skattsvik þátt í því. Hann tapaði kosningunum 1996, en komst aftur til valda 2001. Berlusconi tap- aði í kosningunum 2006, en hafði þá af- rekað að leiða langlífustu stjórn á Ítalíu frá stríðslokum. Skömmu eftir ósigurinn hné hann niður á flokksfundi og fékk hjarta- gangráð. 2008 komst hann til valda á ný og hóf kjörtímabilið af krafti, en svo fór að halla undan fæti. Í mars 2009 sótti Vero- nica Lario, önnur eiginkona hans, um skilnað og sagði í blaðaviðtali að hún gæti ekki verið með manni, sem legði lag sitt við ólögráða stúlkur. Hafði hann þá verið ljósmyndaður í 18 ára afmæli Noemi Le- tizia, verðandi fyrirsætu. Hún sakaði hann einnig um að „óforskammanlega subbulega“ uppröðun á framboðslista til Evrópuþingsins. Skömmu síðar voru birt- ar myndir af berbrjósta konum og nökt- um karlmanni að skemmta sér í húsi Ber- lusconis á Sardiníu. Undarleg ummæli Berlusconi kemur iðulega á óvart með uppátækjum sínum. Eitt sinn lýsti hann því yfir að hann vildi „frekar horfa á fal- lega stúlku en að vera hommi“. Einnig vöktu furðu ummæli hans um hvað Bar- ack Obama Bandaríkjaforseti væri „hár, myndarlegur og sólbrúnn“. Útskýrði hann að hann hygðist ekki vera við- staddur þegar Obama tæki embætti vegna þess að hann væri stjarna, ekki aukaleik- ari. Eftir að hafa hitt forsetafrúna, Mic- helle Obama, hafði Berlusconi einnig á orði hvað hún væri sólbrún. Ákærður hvað eftir annað Berlusconi hefur á ferli sínum verið bor- inn ýmsum sökum og dæmdur til að sitja í fangelsi í sex ár og fimm mánuði, en dóm- um gegn honum hefur verið hnekkt við áfrýjun eða þeir ógiltir vegna þess að sak- irnar töldust fyrndar. Árið 1994 var Berlusconi sakaður um að hafa mútað rannsóknarlögreglunni. 1997 var hann dæmdur í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Hann áfrýjaði og var sýknaður í maí 2000 að hluta til vegna þess að málið þótti fyrnt. Hæstiréttur staðfesti dóminn 2001. 1995 var Berlusconi sakaður um að hafa keypt knattspyrnumann til AC Mílanó með peningum úr ólöglegum sjóði, en 2002 knúði hann fram breytingar á lögum um bókhaldsbrot þar sem refsingar voru að hluta til afnumdar. 1995 var Berlusconi ákærður fyrir að hafa svikið undan skatti þegar hann keypti villu í Macherio skammt frá Míl- anó, en aftur reyndist málið fyrnt. Berlusconi var ákærður árið 1995 fyrir að hafa falsað bókhald sitt þegar hann keypti kvikmyndafyrirtækið Medusa og dæmdur í 16 mánaða fangelsi árið 1997. Hann áfrýjaði og var sýknaður árið 2000 og það var staðfest í hæstarétti árið eftir. 1995 var Berlusconi ákærður fyrir að hafa veitt fé til ítalska sósíalistaflokksins með ólöglegum hætti í gegnum afla- ndsfyrirtæki. Hann var dæmdur í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi árið 1998, en málinu var áfrýjað og látið niður falla árið 1999 vegna fyrningar. Árið 1996 var Berlusconi sakaður um bókhaldssvik vegna sama aflandsfyr- irtækis, en sýknaður árið 2005. 1998 var Berlusconi ákærður fyrir að hafa mútað dómara þegar Fininvest yf- irtók Mondadori. Hann var dæmdur, en málið taldist síðar fyrnt. Sama ár var Berlusconi einnig ákærður fyrir að hafa mútað dómurum til að koma í veg fyrir yfirtöku iðnjöfursins Carlo De Benedetti á matvælarisanum SME árið 1985. Hann var sýknaður í hæstarétti 2007. Enn eru yfirstandandi tvö mál á hendur Berlusconi sem voru fryst snemma árs 2010 þegar sett voru lög sem veittu hon- um friðhelgi í 18 mánuði. Hæstiréttur úr- skurðaði lögin síðar að hluta til ógild og er gert ráð fyrir að málaferli vegna meintra skattsvika í tengslum við Mediaset-veldið hefjist á ný í þessum mánuði. Öðrum rétt- arhöldum, sem snúast um meintar mútur til David Mills, fyrrverandi skattalög- manns Berlusconis, verður væntanlega framhaldið í mars. Mills hefir þegar verið dæmdur fyrir að taka við 600 þúsund dollurum í mútur fyrir að halda nafni Ber- lusconis fyrir utan rannsókn annarra spillingarmála. Á þeim langa tíma, sem liðinn er frá því að Berlusconi lét fyrst að sér kveða í póli- tík, hefur hann sett mark sitt á ítalskt samfélag. Hann hefur ekki bara verið ráð- andi afl í stjórnmálum, heldur einnig haft gríðarleg áhrif í gegnum fjölmiðlana sína og ítökin, sem staða hans hefur veitt hon- um í ríkismiðlunum. Þegar kalda stríðinu lauk og járntjaldið hrundi riðluðust ítölsk stjórnmál og spillt veldi kristilegra demó- krata, sem stjórnað höfðu í 45 ár, hrundi. Berlusconi fyllti upp í tómarúmið sem myndaðist og nýtti til þess fjölmiðlaveldi sitt. Kjósendur höfðu ekki lengur hug- myndafræði til að halda í og við tóku per- sónustjórnmál. Nú er sagt að félagslegur og efnahagslegur bakgrunnur kjósenda sé ekki lengur til marks um hvað fólk kjósi, heldur á hvaða sjónvarpsstöð það horfi og hve mikið. En þótt hart sé deilt um Berlusconi virðast kjósendur ætla að standa með honum. Í skoðanakönnun í lok janúar mældist flokkur hans með meira fylgi en í desember. Reyndar vildu fleiri að hann segði af sér, en þeir sem vildu að hann sæti áfram. Hinir fyrrnefndu náðu þó ekki meirihluta, mældust 49%. Heimildir: AFP, BBC, Der Spiegel, Die Zeit og The New York Review of Books. Nicole Minetti bros- ir við ljósmyndara í höfuðstöðvum flokks Berlusconis í Langbarðalandi. Hún er grunuð um að hafa útvegað Berlusconi vændis- konur. Reuters Páfagarður hefur verið vilhollur Berlusconi, en í janúar var mælirinn fullur og Benedikt XVI. páfi kvartaði undan „ákveðinni veikingu siðferðis“. Karima El Mahroug frá Marokkó, einnig þekkt sem Ruby, situr fyrir í janúarlok í diskóteki í Rimini. Hún er átján ára og sviðsnafn hennar er „Hjartaþjófurinn Ruby“. Rannsókn stendur yfir á því hvort Silvio Berlus- coni, forsætisráðherra Ítalíu, hafði kynmök við hana áður en hún náði lögaldri. Þau vísa því bæði á bug.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.