SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 23
13. febrúar 2011 23
þeirrar skoðunar að nú sé mál að linni.
Meðlimafjöldi RIRA hleypur á nokkrum
hundruðum manns og er hlutfallslega
mestur í Derry. Gangan fer friðsamlega
fram að þessu sinni og skipuleggjendur
leggja áherslu á að nú sé hún haldin sem
þakklætisvottur við þá sem stutt hafa fjöl-
skyldurnar og baráttu þeirra í gegnum ár-
in. Við Williams Street, þar sem skothríð
bresku herdeildarinnar hófst á Bloody
Sunday, klofnar hópurinn hins vegar í
tvennt. Annars vegar er meirihluti
göngufólks sem heldur áfram upp að Gu-
ildhall fyrir formlega athöfn dagsins en
hins vegar eru stuðningsmenn 32 County
Sovereign Movement sem halda í átt að
Free Derry Corner fyrir sína eigin athöfn
og ræðuhöld.
Skýr um sakleysi, óskýr um sekt
„Saville-skýrslan var mjög skýr um
hverjir voru saklausir en óskýr þegar kom
að því að lýsa yfir hverjir voru sekir,“
sagði Mark Durkan þingmaður í ræðu
sinni við Guildhall. Hann sagði jafnframt
að niðurstaða skýrslunnar hefði ekki sagt
íbúum Derry neitt sem þeir vissu ekki
þegar. „Við vissum alltaf að þeir voru sak-
lausir, allir sem einn. Nú veit heimurinn
það líka.“ „Niðurstaða Saville-skýrsl-
unnar er aðeins dæmi um hvernig áralöng
barátta getur borið ávöxt,“ sagði talskona
samtakanna The Ballymurphy Massacre,
en þau berjast fyrir því að breska rík-
isstjórnin framkvæmi einnig rannsókn á
atburðum sem áttu sér stað í Ballymurphy
árið 1971 þar sem bresk herdeild skaut ell-
efu manns til bana, þar á meðal Joan Con-
nolly, átta barna móður. Vinnsla Saville-
skýrslunnar var hins vegar kostnaðarsöm
fyrir breska ríkið og var endanlegur
kostnaður um 200 milljónir punda. „Dav-
id Cameron hefur ekki efni á því að tala
um kostnað við slíka rannsókn. Að okkar
dómi er um að ræða skuld sem hann þarf
að greiða okkur. Okkar fórnarkostnaður
var mikill og verður ekki mældur í pen-
ingum. Okkar kostnaður var að horfa upp
á auðan stól við borðið á jólunum, að geta
ekki haft fjölskyldumeðlimi okkar við-
stadda þegar við eignuðumst börn og gift-
umst, grétum og hlógum.“ Hún bað að
lokum viðstadda að halda áfram að styðja
málstaðinn með því að taka þátt í minn-
ingargöngu um þá sem létust í Ballym-
urphy sem haldin hefur verið ár hvert frá
atburðinum. „Við höldum áfram þar til
við fáum svör, þar til sannleikurinn hefur
komið í ljós og þar til við höfum verið
beðin afsökunar. Niðurstaða rannsókn-
arinnar á atburðum Bloody Sunday er
byrjunin, ekki endirinn,“ Gerry Adams,
leiðtogi Sinn Féin, tók til máls og sagði að
niðurstaða skýrslunnar hefði einnig leitt í
ljós hversu brýn þörf væri á að skipa al-
þóðlegan dómstól til að gera upp fortíð
Norður-Írlands. Fórnarlömb ofbeldis af
hálfu IRA ættu líka skilið að fá að vita
sannleikann.
Forystumenn úr röðum mótmælenda
hafa bent á að það að draga bresku her-
mennina fyrir dómstóla skili engum
ávinningi en fjölskyldur tveggja fórn-
arlamba Bloody Sunday íhuga málsókn án
hendur tveimur hermönnum. Þeir benda
jafnframt á að margir úr röðum IRA hafi
aldrei verið dregnir fyrir dóm né þurft að
svara til saka fyrir morð og glæpi sem þeir
frömdu. Í því sambandi hefur verið horft
sérstaklega til Martins McGuinness sem
var einn af aðalleiðtogum IRA á þeim tíma
sem The Troubles stóðu sem hæst. Hann
er nú varaforseti norðurírsku heima-
stjórnarinnar. Á móti benda kaþólikkar á
að IRA-menn sem og hverjir þeir sem
grunaðir voru um að tengjast IRA voru
hundeltir af breska hernum, fangelsaðir
og sviptir mannréttindum. Bresku her-
mennirnir voru hins vegar sæmdir orðu í
kjölfar morðanna sem þeir frömdu á
Bloody Sunday.
„Við erum að fagna“
John Kelly, sem missti bróður sinn Mich-
ael á Bloody Sunday, tók til máls fyrir
hönd aðstandenda og skipuleggjenda
göngunnar. Hann talaði meðal annars um
áframhaldandi baráttu fjölskyldu Gerry
Donaghy sem var 17 ára gamall þegar
hann féll á Bloody Sunday. Í Saville-
skýrslunni kemur fram að á Donaghy hafi
fundist naglasprengja en ekki kemur fram
hvort bresku hermennirnir komu henni
fyrir á honum eins og þeir komu vopnum
fyrir á öðrum sem létust, eða hvort Do-
naghy, sem var meðlimur í IRA-tengdu
samtökunum Fianna Éireann, hafi sjálfur
borið sprengjuna í göngunni. Fjölskylda
Donaghy heldur fram sakleysi hans og
heldur áfram baráttunni til að hreinsa
mannorð hans.
Að lokum voru nöfn allra þeirra sem
létust og særðust lesin upp en í stað þess
að vera fylgt eftir með mínútu þögn eins
og verið hefur, var lestrinum fylgt eftir
með mínútu löngu lófataki. „Við erum að
fagna,“ bætti Kelly við.
Samfélag án haturs
Baráttan milli lýðveldissinna og sam-
bandssinna á Norður-Írlandi hefur verið
til staðar í margar aldir og enn koma upp
blóðug átök á milli hópanna tveggja með
reglulegu millibili. Margir eru þeirrar
skoðunar að í ljósi hátta nútímasamfélags
sé barátta fyrir sameinuðu Írlandi orðin
úreltur og óraunhæfur kostur fyrir íbúa
Norður-Írlands. Paul Devine er á öðru
máli. „Það á að gerast og mun gerast í
framtíðinni, hins vegar er ómögulegt að
segja nákvæmlega til um hvenær það mun
gerast. Það byggist allt á því að ráðamenn
þurfa að fara að tala saman, verkalýðs-
félögin þurfa að tala saman. Námskráin í
skólunum þarf að breytast og kennsla í
írsku þarf að byrja hér eins og hún er
kennd á Írlandi. Fólk má ekki halda að
baráttan hafi verið til einskis. Við erum að
stefna að sama marki og alltaf, það gerist
bara hægar en við héldum.“
Michael Craig telur hins vegar að það
væru mikil mistök að stefna að samein-
ingu Írlands. „Sagan myndi endurtaka
sig. Með sameiningunni væru mótmæl-
endur komnir í mikinn minnihluta og við
færum aftur á byrjunarreit með tilheyr-
andi blóðsúthellingum. Ég tel að í stað
þess að láta okkur dreyma um sameinað
Írland ættum við að einbeita okkur að
sameinuðu Norður-Írlandi og brúa bilið
milli mótmælenda og kaþólikka. Það
krefðist mikillar uppstokkunar en fyrst og
fremst í menntakerfinu. Það þyrfti að
leggja niður kaþólska skóla og mótmæl-
endaskóla og leyfa börnunum að alast upp
saman, menntast í blönduðum skólum og
eignast vini frá báðum hliðum. Temja
þeim umburðarlyndi og virðingu fyrir
einhverju sem er öðruvísi en samt svo
svipað. Með þeim hætti vona ég að hatrið
síist hægt og rólega úr samfélaginu í gegn-
um kynslóðirnar.“
Minnismerki um átök kaþólikka og mótmælenda er víða að finna í Derry.
Reuters
Þúsundir manna tóku þátt göngunni í Derry 30. janúar síðastliðinn til að minnast fórnarlamba blóðuga sunnudagsins.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.