SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 25

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 25
13. febrúar 2011 25 Ý msum óþrifnaði hefur ráð- herrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni – og það á hótelherbergi – með viðhald- inu – sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar.“ Þannig hefst lýsing á söguþræði gam- anleiksins Nei, ráðherra sem Borgarleik- húsið frumsýnir undir lok mánaðarins. Þótt sumir hefðu kannski haldið að menn flæktu líf sitt nægilega með því að gefa sig pólitíkinni á hönd þá bætir um- ræddur ráðherra margfalt um betur. Flækjustigið á senunni er sumsé allt að því yfirþyrmandi, sem gerir vinnu þeirra sem hafa þræði sýningarinnar í hendi sér ekki einfaldari. Þegar við bæt- ist sú kunna staðreynd, að tímasetn- ingar skipta öllu máli í gleðileikjum sem þessum, er nauðsynlegt að hafa samstillt handtök fólksins á bak við tjöldin til að allt í sýningunni gangi upp. Og þeir fara létt með það, smiðir, tæknimenn, sviðs- stjóri, hljóðmenn, búningagerðarmenn og annað galdrafólk í leikhúsinu. Höfundur farsans er Ray Cooney en Gísli Rúnar Jónsson hefur þýtt verkið og heimfært það svo það gerist í turnher- berginu á Hótel Borg. Þar eiga ráðherr- ann og ritari stjórnarandstöðunnar eld- heit stefnumót sem enda með hinum mestu ósköpum og það kemur svo í hlut aðstoðarmanns ráðherrans að hreinsa til og bjarga málunum. Snorri Freyr Hilmarsson hannaði leik- myndina og fór í tíðar heimsóknir í umrætt herbergi til að allt yrði sem raunverulegast. Jafnvel útsýnið úr hótelglugganum er hið sama og blasir við úr fyrirmyndinni svo smíðaverk- stæðið þurfti að ráðast í að reisa ekki ómerkari byggingu en sjálfa Dómkirkj- una. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri leikstýrir verkinu og Björn Bergsteinn Guðmundsson er töframaðurinn á ljósa- tökkunum. Baggalútur sér hins vegar um tónlistina og er lagið Ónáðið ekki, með vísun í hin velþekktu hóteldyra- spjöld, þegar farið að hljóma í hlustum landsmanna. Með aðalhlutverk í verkinu fara Guð- jón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jóns- dóttir, Hilmar Guðjónsson og Sigurður Sigurjónsson. Magnús Geir Þórðarson leikstjóri gefur Hilmari Guðjónssyni leikara góð ráð. Lára Jóhanna og Ólafur Örn Thoroddsen, hljóðmaður í sýningunni, bera saman bækur sínar. Ögmundur Jónsson sviðsmaður rýnir í það sem fram fer á sviðinu við tækniborðið í sýningunni. Heimferðarsnið komið á Berg Þór Ingólfsson að lokinni vinnutörn á Hótel Borg. Hliðarspor í ráðuneytinu Bak við tjöldin Marga enda þarf að hnýta áður en kemur að frumsýningu farsans Nei, ráðherra, sem æfður er af kappi í Borgarleikhúsinu þessa dagana. Ljósmyndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.