SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 30
30 13. febrúar 2011
Þ
að er ekki auðvelt verk að standa
í niðurskurði útgjalda. Einu
gildir hvort um er að ræða
einkafyrirtæki, opinbera aðila
eða heimili. Þeir sem bera beina ábyrgð á
peningunum hafa skýr og einföld mark-
mið: að ná kostnaði niður. Það skiptir
meginmáli frá þeirra sjónarhóli séð. Oft
eru einhverjir stuðpúðar á milli þeirra og
hinna, sem fyrir niðurskurðinum verða,
þannig að þeir finna ekki jafn mikið fyrir
sársaukanum.
Þeir sem bera ábyrgð á efni máls sjá
gjarnan aðrar hliðar og hafa kannski víð-
ari sýn á afleiðingarnar. Þeir hugsa líka
meira um það, hvernig að honum er stað-
ið og hvernig komið er fram við þá sem
fyrir aðgerðunum verða enda er það eldur
sem getur brunnið heitt á þeim sjálfum.
Þessar meginlínur þekkja allir sem tek-
ið hafa þátt í niðurskurði útgjalda, hvort
sem um háar fjárhæðir eða lágar er að
ræða. Þeim sem fyrir niðurskurði verða
finnst hann alltaf ósanngjarn. Allt er þetta
sársaukafullt og fyrir báða aðila. Það er
ekki auðvelt fyrir yfirmann að segja sam-
starfsmanni til margra ára upp starfi.
Þeir sem ganga til niðurskurðar með
það eitt í huga að hreinsa út kostnað og
loka augunum fyrir öðrum hliðum máls-
ins eru ekki starfi sínu vaxnir. Og gjarnan
er það svo, að þeir sem gefa fyrirmæli um
niðurskurð sjá yfirleitt meiri möguleika á
niðurskurði hjá öðrum en sjálfum sér.
Allir stjórnmálaflokkar keppast við að
segja að þeir vilji verja grunnþjónustuna í
samfélaginu en oftar en ekki virðist
grunnþjónustan vera nærtækust til nið-
urskurðar.
Sl. miðvikudagsmorgun var haldinn
foreldrafundur í þeim merka skóla, Laug-
arnesskólanum. Honum er lýst með þess-
um orðum í Morgunblaðinu daginn eftir:
„Brúnaþungir foreldrar mættu á fund
með skólastjóra Laugarnesskóla í gær-
morgun, þar sem farið var yfir stöðu mála
í skugga niðurskurðartillagna borgaryf-
irvalda. Mál manna var að sjaldan ef
nokkurn tíma hefði jafn fjölmennur for-
eldrafundur verið haldinn en öll sæti voru
skipuð og fullt út úr dyrum. Áhyggjur
foreldra voru auðsjáanlegar og ályktun
foreldrafélagsins samþykkt með dynjandi
lófaklappi. Afstaðan er skýr: hingað og
ekki lengra.“
Reykjavíkurborg er ekki eina sveitarfé-
lagið, sem stendur í niðurskurði og Laug-
arnesskólinn ekki eini skólinn sem fyrir
þeim niðurskurði verður. Gera má ráð
fyrir, að sama viðhorf ríki í flestum ef ekki
öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurskurður á framlögum til tónlist-
arskóla hefur vakið athygli og umræður
og þarf áreiðanlega mikið til að ein
skærasta stjarna íslenzkrar menn-
ingar um þessar mundir, Víkingur Heiðar
Ólafsson, píanóleikari, blandi sér í um-
ræður um slík málefni en það hefur hann
gert.
Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt,
að starf tónlistarráðunautar Kópavogs-
bæjar hefði verið lagt niður en því hefur
Jónas Ingimundarson, píanóleikari, gegnt
frá árinu 1995. Eitt af verkefnum hans
hefur verið að kynna sígilda tónlist í skól-
um Kópavogs. Starfið er lagt niður í
sparnaðarskyni ásamt öðrum aðgerðum
sem stefna að sama marki.
Er sjálfsagt að líta á tónlist og tónlistar-
kennslu sem einhvers konar viðbót í
menntun barna og unglinga, sem er í lagi
að skera niður þegar harðnar í ári? Sjálf-
sagt líta einhverjir svo á og væntanlega
eru það þau sjónarmið, sem ráða ferðinni
þegar framlög til tónlistarskóla eru skorin
niður í sveitarfélögum eða starf tónlist-
arráðunautar lagt niður hjá Kópavogsbæ.
Við sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi
að njóta tónlistarkennslu Ingólfs Guð-
brandssonar í Laugarnesskólanum fyrir
sex áratugum vitum hins vegar hvers
konar áhrif það hafði á okkur og líf okkar
að sá frumherji, sem hann var, opnaði
okkur sýn í veröld klassískrar tónlistar.
Sú kennsla og upplýsing hafði ekki bara
áhrif á okkur, sem einstaklinga heldur
reynum við að miðla henni áfram til af-
komenda okkar.
Tónlistarkennsla er grundvallaratriði
ekkert síður en sú almenna kennsla sem
fram fer í leikskólum, grunnskólum og
framhaldsskólum.
Mótmæli foreldranna í Laugarnesskól-
anum sl. miðvikudagsmorgun og gagn-
rýni tónlistarmanna á niðurskurð til tón-
listarkennslu eru til marks um að við sem
samfélag erum ekki á réttri leið í nið-
urskurðaraðgerðum.
Áður en ráðist er á grundvallarþætti í
menntun, velferð og heilbrigðisþjónustu
þarf að sýna fram á, að allra annarra leiða
hafi verið leitað. Það hefur ekki verið
gert. Alþingi, ráðherrar, æðstu embætt-
ismenn, sveitarstjórnir og nánustu trún-
aðarmenn þeirra, allir þeir sem hafa vald-
ið í höndunum til niðurskurðar hafa ekki
byrjað á sjálfum sér heldur öðrum.
Jónas Ingimundarson veitti ráðamönn-
um Kópavogsbæjar þann innblástur sem
þurfti til að byggja Salinn, fyrsta sérhann-
aða tónlistarsalinn á Íslandi, sem hefur
fest þetta bæjarfélag í sessi sem menning-
arbæ. Þangað hefur hann leitt marga
mikla tónlistarmenn en þó hefur samstarf
hans og Kristins Sigmundssonar, þess ís-
lenzks óperusöngvara sem nú syngur
mest í fremstu tónleikahúsum veraldar,
sérstöðu. Þeir hafa sett svip á bæinn.
En merkustu arfleifðina sem hann skil-
ur eftir sig sem tónlistarráðunautur
Kópavogsbæjar er þó að finna í tilfinn-
ingalífi þeirra fjölmörgu ungmenna sem
hafa orðið fyrir varanlegum áhrifum af
því að kynnast hinni ótrúlega fögru ver-
öld tónlistarinnar sem gerir þau öll að
betra fólki.
Er Kópavogsbær betur staddur fjár-
hagslega eftir þennan niðurskurð? Eru
upprennandi kynslóðir Kópavogsbæjar
betur staddar?
Ég held ekki.
Arfleifðin í tilfinningalífi ungmenna
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
A
ngist greip um sig á heimili flugkappans
Charles Lindberghs og eiginkonu hans, Anne,
í East Amwell í New Jersey að kvöldi 1. mars
1932 þegar í ljós kom að frumburður þeirra,
hinn tuttugu mánaða gamli Charles Augustus yngri, var
horfinn úr vöggu sinni. Barnfóstran hafði lagt drenginn
til hvílu um áttaleytið en þegar hún leit inn til hans
tveimur klukkustundum síðar var hann horfinn.
Lögregla var þegar í stað kvödd á vettvang. Fann hún
fótspor í blómabeðum við húsið og ósjálegan stiga í
runna í grenndinni. Það benti til mannráns og öll tví-
mæli voru tekin af þegar Lindbergh sjálfur fann bréf í
húsinu. Í bréfinu, sem skrifað var á bjagaðri ensku, var
Lindbergh vinsamlega beðinn um að hafa 50 þúsund
Bandaríkjadali tilbúna eftir tvo til fjóra daga. Barnið væri
í góðum höndum. Hann var jafnframt varaður við að
blanda lögreglu og fjölmiðlum í málið. Það var of seint. Í
bréfinu kom fram að Lindbergh yrði upplýstur frekar
um næstu skref í málinu.
Í örvæntingu sinni setti Lindbergh sig í samband við
menn sem þekktu til í undirheimunum og sjálfur Al Ca-
pone, sem var bak við lás og slá, bauðst til að láta finna
barnið og skila því gegn lausn úr prísundinni. Sú aðstoð
var afþökkuð. Þá lofaði Herbert Hoover, forseti Banda-
ríkjanna, að láta snúa við hverjum steini til að finna
barnið en Lindbergh var þjóðhetja í Bandaríkjunum eftir
að hann flaug fyrstur manna yfir Atlantsála.
Fleiri bréf bárust á næstu dögum með nánari leiðbein-
ingum. Lögregla var sannfærð um að bréfin væru frá
mannræningjanum en þau voru póstlögð í New York. Í
kjölfarið skarst bláókunnugur kennari í New York, John
F. Condon, í leikinn og bauð eitt þúsund dali fyrir upp-
lýsingar sem gætu leitt til þess að barnið fyndist. Cond-
on komst í samband við mannræningjann og hitti hann í
kirkjugarði í borginni með samþykki Lindberghs. Mað-
urinn huldi andlit sitt en Condon var sannfærður um að
hann væri af erlendu bergi brotinn. Condon bað mann-
inn að senda Lindbergh-hjónunum staðfestingu á því að
hann hefði barnið í sinni vörslu áður en lausnargjaldið
yrði greitt. Það gerði maðurinn, sendi náttföt barnsins.
Málsaðilar sættust á að hittast í téðum kirkjugarði 2.
apríl 1932, mánuði eftir barnshvarfið, þar sem ræning-
inn fengi greitt. Lindbergh þorði ekki að blanda lögreglu
í það mál. Meintur mannræningi tók við fénu og upp-
lýsti Condon og Lindbergh um að barnið væri á bátnum
Nelly á Martha’s Vineyard. Lindbergh og Condon
brunuðu þangað en gripu í tómt. Engan bát með þessu
nafni var að finna, þeir höfðu verið gabbaðir.
Rúmum mánuði síðar, 12. maí 1932, dundi reiðarslagið
yfir. Illa leikið lík Charles litla fannst í trjálundi skammt
frá heimili Lindbergh-hjónanna. Krufning leiddi í ljós að
banamein drengsins var þungt höfuðhögg.
Hvorki gekk né rak við rannsókn málsins næstu mán-
uði en lögregla sinnti því áfram af nokkrum þunga.
Helst fólst rannsóknin í því að skoða stórar upphæðir af
sjaldgæfum seðlum með gullmerkingu en seðlarnir sem
mannræninginn hafði fengið afhenta voru þeirrar gerð-
ar. Lengi vel skilaði þetta engu eða þangað til lögregla
komst á slóð þýsks innflytjanda í New York, Brunos
Richards Hauptmanns. Það gerðist með þeim hætti að
vaktstjóri á bensínstöð hafði skrifað bílnúmer Haupt-
manns á seðil, sem hann þáði af honum, fyrir þær sakir
að honum þótti viðskiptavinurinn grunsamlegur.
Við húsleit hjá Hauptmann fannst sitthvað sem tengdi
hann við málið, svo sem hluti lausnargjaldsins, síma-
númer Condons og samskonar efni og stiginn sem fannst
í garði Lindberghs var smíðaður úr. Þetta dugði til að
sakfella Hauptmann fyrir mannrán, fjárkúgun og morð,
á þessum degi 1935. Hann hlaut dauðadóm og var tekinn
af lífi 3. apríl 1936, fjórum árum eftir að barnið hvarf.
Hauptmann neitaði staðfastlega sök allt til dauðadags.
orri@mbl.is
Morðingi
Lindbergh-
barnsins
dæmdur
Bruno Richard Hauptmann
var dæmdur til dauða.
’
Sjálfur Al Capone, sem var bak
við lás og slá, bauðst til að láta
finna barnið og skila því gegn
lausn úr prísundinni. Sú aðstoð var
afþökkuð
Charles litli Lindbergh skömmu
áður en honum var rænt.
Á þessum degi
13. febrúar 1935
Faðir drengsins, Charles
Lindbergh eldri.
Auglýst var eftir
barninu í blöðum.