SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 35

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 35
13. febrúar 2011 35 Meðal verkefna sem þær Signý og Helga hjá Tulipop hafa tekið að sér er hönnun á nýjum sparibauk MP banka. Hann er í líki hins góðhjartaða mosalings Mosa og geta öll börn 12 ára og yngri sem eiga sparnaðarreikning í bankanum fengið Mosa til að hjálpa sér við að safna. Þær Signý og Helga segja að í verkefninu hafi þær hugsað með sér hvað best væri að leggja áherslu á í bankaþjónustu við börn. Þannig hafi þær ákveðið að hvetja krakka til að spara með gamla, góða, sparibauknum. Mosi varð líka að vera fallegur og eitthvað sem þær gætu hugs- að sér að hafa inni hjá sér. Mikil natni og alúð var því lögð í hönnun hans og ekki annað hægt að segja en útkoman sé nokkuð krúttleg. Þær stöllur segja verk- efnið hafa verið mjög skemmtilegt og segir Signý það hafa verið sérstaklega skemmtilegt að fá að hafa frjálsar hend- ur varðandi hönnunina. Hingað til hafi hún þurft að fara eftir óskum og leiðbein- ingum viðskiptavina en í þetta sinn var hún beðin um að hanna eitthvað í sínum anda. Með Mosa fylgir saga sem skrifuð er af Úlfi Eldjárn og þar segir frá Mosa og vinum hans í skóginum. Verkefninu fylgdi því mikil hugmyndavinna þar sem heill heimur var skapaður í kringum Mosa. Krúttlegi mosa- lingurinn Mosi Morgunblaðið/Golli Helga Árnadóttir (t.v.) og Signý Kolbeinsdóttir hafa verið vin- konur síðan í menntaskóla og reka nú saman hugmynda- og hönnunarfyrirtækið Tulipop. Tulipop er heimur fullur af litríkum fí- gúrum í asískum anda en innblást- urinn sækir hönnuðurinn, Signý Kol- beinsdóttir, líka í íslenska náttúru.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.