SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 38

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 38
38 13. febrúar 2011 Í sraelsk-bandaríska leikkonan Natalie Portman hefur hlotið nær einróma lof fyrir túlkun sína á metnaðarfullu en viðkvæmu ballerínunni Ninu í kvikmynd Darrens Aronofskys, Svarta svaninum, sem sýnd er í kvikmyndahúsum um þessar mundir. Á dögunum hlaut hún Gullhnöttinn fyrir frammistöðu sína og margir veðja á að hún bæti Óskari frænda í safnið í lok þessa mánaðar. En túlkunin kom ekki af sjálfri sér. Portman þurfti að leggja gríðarlega hart að sér til að setja sig inn í hlut- verkið. Grenna sig verulega og koma sér í dúndurform til að dansa ballett. Til allrar hamingju bjó hún að grunni, lagði stund á ballett í bernsku. Annars hefði þetta varla gengið. „Sem stelpa æfði ég í tvo tíma á dag og fimm tíma á laugardögum en þegar ég byrjaði að leika þurfti ég að skera æfingatímann niður. Þá dróst ég fljótt aftur úr hinum ballerínunum og ákvað að leggja dansskóna á hilluna,“ sagði hún nýver- ið í samtali við tímaritið Vogue. Dansæfingarnar fyrir Svarta svaninn hófust ári fyrir tökur. Í fyrstu æfði Portman í tvo tíma á dag, sex mán- uðum síðar var tímunum fjölgað í fimm og tvo síðustu mánuðina æfði hún átta tíma á dag. „Þá komu sporin og styrktaræf- ingar inn í þetta líka, ég synti líka eina mílu á dag. Aginn kom sér vel fyrir hlutverkið – en þetta tók sinn toll; ég var með stöðuga verki,“ segir Portman sem lifði síðustu vikurnar á kaffi og verkjalyfjum og svaf í fimm tíma á sólarhring. Bíddu, erum við að tala um Holly- wood? Undirbúningurinn reyndist Portman ekki auðveldur. „Ég er glaðlynd að upplagi og alla jafna finnst mér gott að gera vel við mig. Ég myndi aldrei svelta mig eða skaða eins og Nina. Ég er hin týpan – þegar ég er svöng, borða Natalie Portman þurfti að færa miklar fórnir fyrir hlut- verk Ninu í kvikmyndinni Svarta svaninum en upp- skeran ætlar að verða ríkuleg. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hamfarir og samfarir U m áratugi setti Albert Guðmundsson sterkan svip á ís- lenskt samfélag. Var atkvæðamaður í tvöfaldri merkingu þeirra orða. Fæddur í Reykjavík 1923 og þrátt fyrir lítil efni braust hann til mennta. Fór í Samvinnuskólann og var þar einskonar fósturbarn skólastjórans, Jónasar frá Hriflu. Strax á unga aldri sýndi Albert hæfileika í knattspyrnu og því þurfti ekki að koma á óvart að fótboltinn tæki annað yfir þegar hann fór utan til náms í Skotlandi árið 1944. Hann lék fyrst nokkra leiki með Glasgow-liðinu Rangers. Síðar lá leiðin til Ítalíu þar sem hann lék með AC Milan en frægðarsól hans sem knattspyrnumanns reis þó hæst í Frakklandi. Eftir sigursælan feril sneri Albert heim til Íslands og hóf rekstur heildverslunar. Fótboltinn var þó alltaf nærri; þjálfun og trúnaðarstörf á vegum KSÍ. Þau félagsstörf áttu sinn þátt í því að Albert hóf afskipti af stjórnmálum á vegum Sjálfstæðisflokksins. Var kjörinn í borg- arstjórn 1970 og á þing fjórum árum síðar. Þá var Albert í forseta- framboði 1980.Knattspyrnan var alltaf nálæg hvar sem Albert fór, jafnvel þó hann væri uppábúinn sem stjórnmálamaður. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon. Myndasafnið 23.07.1980 Einleikarinn hét Albert Frægð og furður Natalie Portman þræðir verðlauna- hátíðirnar þessa dagana. Portman í hlutverki sínu í Svarta svaninum. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.