SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Page 43
13. febrúar 2011 43
Skáldið og þýðandinn Hallberg Hallmundsson lést 28.
janúar síðastliðinn áttræður að aldri. Hann lauk BA-
prófi í sögu og landafræði frá Háskóla Íslands 1954 og
las spænsku við Háskólann í Barcelona. Hann starfaði
síðan sem blaðamaður við Frjálsa þjóð á árunum 1954-
1960 og við bókaútgáfuna Iðunni. Árið 1960 kvæntist
hann bandarískri konu, May Newman, og fluttist
sama ár vestur um haf. Þar starfaði hann í rúma tvo
áratugi við ritstjórn alfræðibóka og var lokaritstjóri í
hálfu starfi við vikuritið Business Week. Árið 2002
flutti Hallberg aftur til Íslands. Meðfram öðrum rit-
störfum þýddi Hallberg talsvert af og á íslensku, skrif-
aði greinar um íslensk og norræn málefni, bókmenntir
og sagnfræði og orti ljóð. Ljóðabók hans Á barmi næt-
urinnar, sem hefur að geyma úrval ljóða hans, kom út sl. haust og einnig kverið
Þögnin og fleiri ljóð með þýðingum hans á ljóðum Federicos García Lorca.
Federico García Lorca
Malagueña
Dauðinn
fer inn og út
úr kránni.
Svartir hestar
og skuggalegt fólk
fer um djúpa stigu
gítarsins.
Og það er saltþefur
og kvenblóðs
af sjúkheitum nardusinum
á ströndinni.
Dauðinn
fer inn og út;
út og inn
fer dauðinn
úr kránni.
(Úr Þögnin og fleiri ljóð.)
Hallberg Hallmundsson
Um kjarna lífs og dauða
Ekki fer hjá því þegar umhendur eru ortar
að ýmislegt slæðist með
sem kannski á ekkert erindi við lesendur
En þetta kvæði er ekki af því tagi.
Hér er talið aðeins það sem segja þarf.
Eins og þið hafið kannski tekið eftir
er innihaldið fram að þessu ekkert
nema orð sem hafa enga sögu að segja
né heldur nokkurn boðskap að flytja.
Í stuttu máli: þetta er innantómt rugl
um það sem engu varðar, engu skilar,
og ekki skyldi vænta neins af.
Og þar er kominn kjarni lífs og dauða!
(Úr Á barmi næturinnar)
Þýðandi og skáld
viljum líka teygja okkur í aðra miðla og
annað samhengi, vinna með fólki.“
Margar leiðir í myndlistinni
Þau segjast hafa verið að velta fyrir sér
sjálfsmynd vestrænna samfélaga og hug-
myndum um lýðræði og það hafi leitt
þau að stjórnarskránni sem viðfangsefni.
„Við lærum um viðfangsefnið í ferlinu
og fáum hugmyndir að verkum. Fyrst
unnum við með þjóðsönginn, sem er eitt
af þjóðartáknunum, og það leiddi okkur
að grundvallartextanum, stjórnar-
skránni.
Við erum ekki sérfræðingar í viðfangs-
efninu en höfum samt ákveðna sýn á
það.“
Libia segir að listamenn hafi á öllum
tímum rannsakað veröldina í kringum
sig með því að nýta sér möguleika þeirra
tíma og varpað hugmyndum sínum aftur
til samfélagsins í gegnum listaverkin.
„Við notum tækifærið til að finna að-
ferðir til að skapa verk og móta okkar
eigin list í ferlinu,“ bætir Ólafur við. „Í
þessu tilviki vekur stjórnarskráin áhuga
okkar og við kynnum okkur hana, finn-
um okkar sjónarhorn og nálgun, skil-
greinum það, finnum fólk að vinna með,
og vinnum síðan úr efniviðnum.“
Nú er umrædd stjórnarskrá skilgreind
sem grundvallartexti lýðveldisins og er
að sumu leyti umdeild, en hefur sem
lagatexti ekki verið skilgreind sam-
kvæmt neinum listrænum formerkjum.
„Þegar tekið er á viðfangsefni sem ekki
hefur verið álitið listrænt og því breytt í
listrænt verk, þá mun fólk alltaf upplifa
það á nýjan hátt,“ segir Libia. „Okkur
finnst það áhugaverð umbreyting. Við
teljum að allt geti verið viðfangsefni fyrir
listina, hugsunin hefur aðgang að hverju
sem er. Það á að vera hægt að vinna með
öll viðfangsefni á þennan hátt.
Í flutningnum á verki Karólínu mun
fólk upplifa stjórnarskrána á allt annan
hátt en þegar það les hana – og kannski
hefur það aldrei lesið hana og mun því
upplifa hana svona í fyrsta skipti.“
Ólafur segir að í hinu ófyrirsjáanlega
augnabliki, þegar viðtekin gildi eru færð
í annað samhengi, eins og þau gera iðu-
lega í verkum þeirra, hreyfi það við fólki
á óvæntan hátt.
„Í myndlist okkar eru leiðirnar marg-
ar,“ segir hann. „Við erum opin í verkum
okkar og vinnum ekki fyrir óskilgreinda
elítu heldur má segja að við vinnum að
list okkar þrátt fyrir hana. Við kunnum
að meta óvissuna sem skapast þegar
listaverk ávarpar hóp sem hefðin segir að
það eigi ekki endilega að ávarpa. Ef mót-
tökuhópurinn er óvenjulegur þá getur
hið venjulegasta listaverk skapað
óvenjulega orku.“
Listin er til að opinbera hluti
Einn þáttur verksins er bolir sem flytj-
endur tónverksins klæðast og eru síðan
sýndir í salnum. Libia og Ólafur hafa
unnið með þessa boli, sem þau sauma
mislita misstóra hringi á, frá árinu 2003
er þau notuðu þá fyrst í verk sem þau
sýndu í myndlistarmiðstöðinni Platform
Garanti í Istanbul. Bolirnir hafa ýmsar
vísanir, þau segjast meðal annars líta á þá
sem einskonar abstrakt málverk og sem
„óeinkennisbúninga“, auk þess sem þeir
vísa í hirðfíflið sem eitt mátti spyrja ein-
valdinn óþægilegra spurninga.
„Listin er til að opinbera hluti, gera þá
sýnilega, til að tala um þá,“ segja þau
Libia og Ólafur. „Listin getur verið eins
og þynnir eða límleysir, en hún getur
líka límt hluti saman á óvæntan hátt.
Hún losar um ýmislegt sem á að vera gef-
ið og fastnjörvað, en þá opnast ný sýn á
það.“
’
Við erum opin í verk-
um okkar og vinnum
ekki fyrir óskil-
greinda elítu heldur má
segja að við vinnum að list
okkar þrátt fyrir hana.
Aðstandendur sýningarinnar; sýningarstjórinn Hanna Styrmisdóttir, Libia Castro, Karólína Eiríksdóttir tónskáld og Ólafur Ólafsson.
Morgunblaðið/SigurgeirS