SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 44
44 13. febrúar 2011 John Grisham - The Confession bbnnn Segja má að bækur Johns Grishams séu allar eins, eða svo gott sem, sem er í senn kostur og galli. Kostur að því leyti að maður veit alltaf að hverju maður gengur, svona eins og McDonalds bók- mentanna – bragðast eins út um allan heim. Að þessu sögðu þá er The Confession nokkuð frá- brugðin öðrum bókum því hún segir frá manni sem langar til að koma í veg fyrir að saklaus maður verði tekinn af lífi fyrir morð. Hann hefur nokkuð til síns máls því hann framdi glæpinn, en langar til að gera yfirbót þar sem hann er dauðvona sjálfur. Grisham er sjálfur mjög andvígur dauðarefsingum og mikið niðri fyrir þegar hann skrifar bókina, svo mikið reyndar að hún geldur nokkuð fyrir það, en hann kann að byggja upp spennu og leika sér með þversagn- ir réttarkerfisins. David Safier - Bad Karma bbmnn Kim Karlsen er sjónvarpsstjarna sem ruddi sér leið á toppinn með því að gera út af við keppi- nautana, ljúga og svíkja og hórast eftir þörfum, aukinheldur sem hún vanrækir dóttur sína. Það má því kannski segja að hún hafi fengið makleg málagjöld þegar hún fær klósett úr sovéskri geimstöð í höfuðið á þaki háhýsis í Berlín og deyr. Sagan er þó ekki öll því hún endurholdgast sem maur og þarf að byrja að safna karmastigum til að komast á æðra tilverustig og koma í veg fyrir að lævís besta vinkona hennar táldragi eiginmann hennar, ekkilinn. Þessi bók sló rækilega í gegn í Þýskalandi, heimalandi höf- undar, og að vonum, fjörlega skrifuð og ýkjukennd gamansaga með ádeilubroddi. Fullmikið um endurtekningar þó. Belinda Bauer - Blacklands bbbmn Barnamorðinginn Arnold Avery situr í fangelsi fyrir viðurstyggilega glæpi þegar honum berst bréf frá SL sem segist vera að leita að WP. Þessi póstur, sem skrifaður er með barnalegri rithönd, snýr lífi Avery á hvolf, því WP eru upphafsstafir eins af fórnarlömbum hans, pilts sem hann myrti átján árum fyrr, en lögreglan fann aldrei líkið. Avery svarar því án þess að vita að SL er tólf ára gamall móðurbróðir WP, Stephen Lamb, og þá hefst leikur kattarins að músinni, háskaleikur Avery að Lamb. Þetta er óvenjuleg spennusaga, saga um fólkið sem eftir lifir og hvaða áhrif glæpurinn hefur á það. Avery er siðblind skepna og Lamb tólf ára kjáni og sagan getur aðeins endað á einn veg, eða hvað? Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. The Whisperers - John Con- nolly 2. Savour the Moment - Nora Roberts 3. The Bourne Objective - Eric Van Lustbader & Robert Ludlum 4. Worst Case - James Patter- son 5. This Body of Death - Eliza- beth George 6. The Burning Wire - Jeffery Deaver 7. Ice Cold - Tess Gerritsen 8. Caught - Harlan Coben 9. Bad Boy - Peter Robinson 10. Eating Animals - Jonathan Foer New York Times 1. Tick Tock - James Patter- son & Michael Ledwidge 2. The Girl Who Kicked the Hornet’s Nest - Stieg Lars- son 3. The Inner Circle - Brad Meltzer 4. Strategic Moves - Stuart Woods 5. The Help - Kathryn Stockett 6. Shadowfever - Karen Marie Moning 7. Dead or Alive - Tom Clancy 8. The Sentry - Robert Crais 9. The Confession - John Gris- ham 10. Room - Emma Donoghue Waterstone’s 1. The Classic FM Hall of Fame - Ýmsir 2. MidnightVampire Diaries - L. J. Smith 3. A Dance with Dragons - George R.R. Martin 4. Land of Painted Caves - Jean M. Auel 5. Room - Emma Donoghue 6. Jamie’s 30-minute Meals - Jamie Oliver 7. The Twilight Saga: The Of- ficial Illustrated Guide - Stephenie Meyer 8. The Heroes - Joe Abercrom- bie 9. The Double Comfort Safari Club - Alexander McCall Smith 10. The Devil’s Star - Jo Nesbo, Don Bartlett Bóksölulisti Lesbókbækur L íf í skugga leiðtoga er viðfangsefni tveggja bóka, sem komu út í byrjun árs. Í bókinni My Father at 100 fjallar Ron Reagan um föður sinn, Ronald Reagan, og í endurminningum Walters Kohls, Leben oder gelebt werden, er fjallað um líf í skugga fjarlægs föður, Helmuts Kohls. Blaðamenn og ævisöguritarar hafa átt erfitt með að átta sig á hvaða mann Ronald Reagan hafði að geyma. Í umsögn Michiko Kakutani í bókablaði The New York Times kemur fram að hans eigin börn hafi oft furðað sig á föður sínum. Sonur hans lýsir honum sem „mótsagnakenndum persónu- leika“, „hlýjum en fjarlægum“, með vingjarnlegri mönnum, en „nánast án náinna vina fyrir utan konu sína“, manni sem „þreifst á því að vera al- menningi til sýnis, en var þó mjög gjarn á að vera út af fyrir sig“. „Börn hans, ef þau væru hreinskilin, myndu vera sammála um það að hann hafi verið einn skrítnasti maður, sem við höfum nokkurn tíma kynnst,“ skrifar Ron Reagan. „Ekki með myrkum hætti, sjáið þið til. Reyndar var hann svo nátt- úrulega glaðvær, svo fullkomlega laus við und- irferli, svo gersneyddur kaldhæðni eða smámuna- semi að hann bjó til fyrir sjálfan sig alveg nýja skilgreiningu þess að vera skrítinn.“ Hann bætir því við að Reagan hafi að ákveðnu leyti verið of góður, líkt og hann væri gestur frá landi töfra og ævintýra. Ron Reagan segist aldrei hafa haft á tilfinn- ingunni að faðir hans elskaði hann ekki eða stæði á sama um hann, en oft hafi hann virst annars hugar og þurft að minna hann á afmælisdaga, hvað vin- irnir hétu eða hvernig honum gengi í skólanum. „Við pabbi gátum átt hlýja stund saman, en þegar ég fór út um dyrnar fékk ég óþægilega á tilfinn- inguna að ég hefði horfið út á væng á sviði lífs hans eins og persóna, sem væri ekki lengur nauðsynleg fyrir framvindu söguþráðarins.“ Kakutani segir að grunurinn um að vera ekki miðpunkturinn í tilveru föðurins gefi bókinni tregafullan blæ. Hins vegar fari ást Rons Reagans á föður sínum ekkert á milli mála. Kohl í æsku „Mestu fórnirnar í tíð hvers kanslara færir fjöl- skyldan,“ segir í undirfyrirsögn greinar Jans Fleishhauers um bók Walters Kohls í Der Spiegel. Rétt eins og Ron Reagan notar Walter Kohl orðið gestur um föður sinn. Lýsingar þess síðarnefnda eru hins vegar mun sárari ef marka má umsögn- ina. „Mér tókst ekki að ná til föður míns,“ skrifar hann. „Hans raunverulega fjölskylda heitir CDU, ekki Kohl.“ Faðirinn sést í sjónvarpinu, en þegar hann kem- ur heim fer hann beint inn í vinnuherbergið til að fara í símann eða lesa skýrslur og skjöl. Einu sam- verustundirnar eru þegar farið er í kirkju á sunnu- dögum og þar er faðirinn aftur kominn í hlutverk stjórnmálamannsins. Þegar sonurinn kvartar segir Helmut Kohl að uppruni hans veiti honum ýmis forréttindi. Son- urinn upplifir það á annan veg. Hann verður fyrir einelti í skóla. Í hernum er hann látinn gera auka- æfingar. Heimilið er eins og virki vegna ógn- arinnar af hryðjuverkum – Baader Meinhof- samtökin hafa lamað þýskt samfélag – og arki- tektinn, sem sá um að verja það, líkti garðinum við „fangelsisport“. Í umsögn Fleischhauers kemur fram að Helmut Kohl lætur ritara sinn tilkynna syni sínum andlát móður hans og hann sendir fjölskyldunni sím- skeyti til að segja henni að hann hafi kvænst á ný. Í lokin kemur lítil saga af því þegar Helmut Kohl heimsækir Walter í New York þar sem hann vinn- ur hjá fjárfestingarbanka. Sonurinn sýnir föðurn- um stoltur skrifborðið sitt í viðskiptasalnum. „Þetta getur ekki verið allt og sumt,“ svarar fað- irinn, snýr sér við og segir ekki fleira. Ron Reagan segir að faðir sinn, Ronald Reagan, hafi verið of góður, líkt og væri hann gestur úr öðrum heimi. Walter Kohl segir fjölskyldu föður síns, Helmuts Kohls, hafa verið kristilegir demókratar, CDU, ekki Kohl. AP Fjarlægir feður Stjórnmálaleiðtogar eru í vinnunni allan sólarhringinn og lítill tími aflögu fyrir fjölskylduna. Tveir leiðtoga- synir hafa nú gefið út endur- minningar. Báðir nota orðið gestur um feður sína, en frásagnir þeirra eru ólíkar. Karl Blöndal kbl@mbl.is Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.