SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 47
13. febrúar 2011 47
R
afvæðing bókanna er hafin og ekkert getur
hindrað framþróun hennar, eða það er að
minnsta kosti mat þeirra sem um bókaútgáfu
fjalla víða um heim. Á síðasta ári gerðist það
að einn helsti bóksali heims, Amazon, seldi ekki bara
fleiri rafbækur en innbundnar (þrjár á móti einni),
heldur líka fleiri rafbækur en kiljur (117 rafbækur fyrir
hverjar 100 kiljur). Aðrar fregnir eru á sömu lund; sam-
kvæmt frétt USA Today seldust 19 af 50 mest seldu bók-
um ársins í fleiri rafeindaeintökum en á pappír.
Hvað á að gera
Bókaútgefendur víða um heim vandræðast því eðlilega
með það hvernig þeir eiga að bregðast við rafvæðing-
unni; hvaða leið sé fær til að koma bókum á rafrænt snið
og á hvaða lesara eða spjaldtölvu eigi að veðja. Fjöl-
margar bækur hafa verið gefnar út á rafrænu sniði hér á
landi, þá ýmist sem vefsíður eða á PDF-sniði.
Fyrir jól var svo gefin út á rafrænu sniði bókin Zen og
listin að viðhalda vélhjólum eftir Robert M. Pirsig og
mun fyrsta íslenska bókin sem hægt er að kaupa á raf-
rænu sniði í bókaverslun Apple-tölvufyrirtækisins. Með
því má segja að nýr kafli sé hafinn í íslenskri bókaútgáfu
og gera má því skóna að framþróunin verði eins ör hér
og ytra þó að hún fari eitthvað seinna af stað.
Um miðjan janúar opnaði Katrín Jakobsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra fyrstu íslensku
rafbókasíðuna, lestu.is, en á henni er að finna úrval af
sígildum íslenskum og þýddum bókmenntaverkum sem
hægt er að hlaða inn á lestölvur eins og iPad eða Kindle,
auk þess sem lesa má bækurnar á tölvuskjá.
Vefsetrið Lestu.is er rekið af Skólavefnum, skolavef-
urinn.is, viðamiklum gagna- og verkefnabanka fyrir
grunnskóla sem opnaður var formlega fyrir áratug. Að-
standendur lestu.is eru og þeir sömu og standa að
Skólavefnum, en vefurinn heldur einnig úti hljóð-
bókasíðunni hlusta.is og fleiri vefjum.
Gamalt og nýtt
Þeir Ingólfur B. Kristjánsson ritstjóri og Jökull Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri Lestu.is, segja að þegar sé nokk-
uð komið inn af bókum inn á vefinn, aðallega verk eftir
rithöfunda frá fyrri tíð: Benedikt Sveinbjarnarson Grön-
dal, Einar Benediktsson, Einar Hjörleifsson Kvaran, Jó-
hann Gunnar Sigurðsson, Jón Trausta, Júlíönu Jóns-
dóttur og Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum. Einnig er
þar að finna bækur núlifandi höfunda, Erlendar Jóns-
sonar og Matthíasar Johannessen og að sögn þeirra Ing-
ólfs og Jökuls hafa ýmsir höfundar óskað eftir því að fá
að vera með þannig að nútímaskáldverkum eigi eftir að
fjölga hratt á næstu mánuðum, aukinheldur sem unnið
sé að því að koma ýmsum fræðiritum og kennslubókum
inn á vefinn.
Þýtt og óþýtt
Af höfundum sem nú er verið að vinna til útgáfu á vefn-
um nefna þeir vesturíslenska rithöfundinn Jóhann
Magnús Bjarnason, en meðal annars er nú unnið að því
að koma á stafrænt form dagbókum hans, sem ekki hafa
áður komið út, og eins önnur verk hans. Væntanleg séu
verk Magnúsar Grímssonar, rit Jónasar frá Hrafnagili,
þar á meðal sakamálasögur hans, sögur og ljóð Þorsteins
Erlingssonar og verk Gests Pálssonar, Lýsing Íslands
eftir Þorvald Thoroddsen og sérstæð sjálfshjálparbók
eftir Ólaf Ólafsson frá Guttormshaga, sem heitir ein-
faldlega Hjálpaðu þér sjálfur og kom út 1892. Ekki má
svo gleyma Íslendingasögunum og Heimskringlu, sem
settar verða inn eftir útgáfu Guðna Jónssonar.
Einnig er unnið að þýðingum, sem sumar eru unnar á
vegum lestu.is. Þar er nú fyrir Ben Húr eftir Lewis Wal-
lace og næst á dagskrá að setja inn reyfara eftir Edgar
Wallace, sem lestu.is lét þýða, og ýmsar erlendar barna-
sögur og ævintýri, en einnig stendur til að setja inn á
vefinn fjölmargar eldri þýðingar, þar á meðal þýðingar
eftir Steingrím Thorsteinsson, til að mynda á Róbinson
Krúsó eftir Daniel Defoe, en einnig stendur til að koma
1001 nótt á stafrænt snið svo dæmi séu tekin. Af öðrum
þýddum verkum má nefna bækur Fredericks Marryats,
Louise May Alcott, sem teknar verða eftir þýðingum úr
Nýjum kvöldvökum, sögur Walters Scotts, Gullgrafara
Gabriel Ferry, Sæfara Jules Verne, Sögur herlæknisins
eftir Zacharias Topelius í þýðingu Matthíasar Joch-
umssonar. Þess má og geta að til stendur að bæta við
bókum á ensku þegar fram líður.
Hvað varðar nýrri verk nefnir Ingólfur að til standi að
koma öllum verkum Matthíasar Johannessen á vefinn
og einnig öllum verkum Erlends Jónssonar og Ragnars
Inga Aðalsteinssonar, aukinheldur sem fleiri höfundar
hafi sett sig í samband við fyrirtækið. „Bækurnar eru
allar gefnar út á sniði fyrir Kindle-lestölvur og spjald-
tölvur eða aðrar tölvur, en það er líka hægt að kaupa
prentuð eintök af þeim ef vill, við látum prenta eftir
pöntun.“
Ítarefni og tímarit
Ekki er bara að bækur séu settar inn á vefinn, heldur
segir Ingólfur að mikil áhersla sé lögð á að upplýsingar
séu um viðkomandi höfunda, mynd af þeim og ævi-
ágrip, en einnig hugleiðingar um verkin og frekari upp-
lýsingar eftir því sem færi gefst. Einnig hyggjast að-
standendur vefsins halda úti bókmenntatímariti sem
fyrsta eintak af verður gefið út í sumar og reka leshringi.
Tuttugu titlar eru komnir inn á vefinn en samkvæmt
áætlunum verða alls að minnsta kosti hundrað bækur
settar inn á þessu ári auk upplýsinga um höfunda. Sú
tala getur hækkar talsvert eftir því hvernig efni berst
því eðlilega er fljótlegra að setja inn stafrænt efni en það
sem þarf að skanna og vinna í kjölfarið sem getur verið
seinunnið. Þeir Ingólfur og Jökull nefna sem dæmi dag-
bækur Jóhanns M. Bjarnasonar, sem getið er hér að of-
an, en þær eru aðeins til vélritaðar á þunnan pappír frá
Jóhanni sjálfum og að auki hafði hann víða strikað í
textann og leiðrétt með penna. „Við reyndum að skanna
það inn en það var ekki hægt, var ómögulegt að vinna
það þannig, og þurfti því að slá allt inn.“
Hvað stafræna efnið varðar þá þarf vitanlega líka að
brjóta það um, gera úr því bækur, enda gera les- og
spjaldtölvur áþekkar kröfu til uppsetningar og bækur
sem prentaðar eru á pappír.
Vefurinn er opinn sem stendur en til stendur að loka
honum á næstu vikum. Eftir það verður hægt að kaupa
sér áskrift eða stakar bækur eftir því sem fólk helst kýs.
Forsvarsmenn vefsins Lestu.is, Páll Guðbrandsson markaðsstjóri, Ingólfur B. Kristjánsson ritstjóri og Jökull Sigurðsson framkvæmdastjóri.
Morgunblaðið/SigurgeirS
Rafvæðing bókanna hafin
Um miðjan janúar var opnað
vefsetur sem helgað er rafrænni
bókaútgáfu. Á því setri, sem er
með slóðina lestu.is, er að finna
fjölmargar bækur eftir íslenska
höfunda fyrri tíma, en aðstand-
endur stefna einnig að því
að koma inn verkum eftir
núlifandi höfunda.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbókrafbækur