SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 7

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 7
23. janúar 2011 7 Í þann tíð vas Ísland viðivaxit á miðli fjalla okfjöru.“ Þessi víðfrægu orðmá finna í Íslendinga bók Ara fróða. Talsverðar heimildir eru til um skóga hér á Íslandi. Ekki er þó hægt að sjá með neinni vissu hversu stórir og umfangsmiklir þessir skógar hafa verið. Þá eru deildar mein- ingar um eyðingu skóga hér- lendis. Sá sem líklegast fyrstur fjallar um þetta efni er Oddur Einarsson í Íslandslýsingu sinni, sem að öllum líkindum var sam- in 1588-89. Oddur telur að sýna megi, með öruggum heimildum, að mikill hluti Íslands hafi áður fyrr verið þakinn skógum. Þá segir Oddur „landið samt smám sam- an rúið þeim af ýmsum atvik- um“. Helstu ástæður fyrir eyð- ingu skóganna telur Oddur vera hamfarir veðráttunnar og enn önnur skakkaföll, nefnir hann þar til snjófljóð og aurskriður, en nefnir einnig, að öðru hverju hafi „steðjað að önnur slys og ýmis óhöpp, eins og árið 1587, er eldur kom upp í allálitlegum skógi á Suðurlandi, vegna ógætni einhvers mannaumingja, er var að gera til kola, í héraði því, þar sem árlega er haldið þing landsmanna. Brann skógur þessi í nokkrar vikur samfleytt, þar sem eldurinn breiddist út, unz mikill hluti skógarins var uppurinn frá rótum og ekki annað en askan eftir.“ Oddur telur að skógar hafi að- alega eyðst af ýmsum nátt- úruhamförum og slæmri veðr- áttu. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árunum 1702-1712 er nokkuð fjallað um eyðingu skóga. Sem orsök skógareyðingar er þar oft- ast tilfærð brúkun manna: skóg- arhögg til kolagerðar, eldiviðar og bygginga. Ofbeit sauðfjár er ekki nefnd á nafn í þessum heimildum. Helstu orsakir gróðureyðingar og sennilega þær einu eru: Veðráttan, ofbeit og hverskonar rányrkja af manna völdum og svo nátt- úruhamfarir. Veðráttan hefur margs konar áhrif á gróðurinn. Áhrif hennar eru bæði bein og óbein. Sumarhitinn ræður mestu um þroska gróðursins, svo framarlega sem úrkoman er hæfileg. Miklir vindar hefta þroska gróðurs. Frjósemi jarð- vegsins er að mjög miklu leyti undir sumarhita komin, en þurrir vindar valda uppblæstri og gróðureyðingu. Náttúruhamfarir eins og elds- umbrot og afleiðingar þeirra, hraunflóð, öskufall og jök- ulhlaup geta algerlega eytt gróðri á takmörkuðum svæðum. Almennt er talið að einn helsti þáttur gróðureyðingar hér á landi sé ofbeit og þá aðallega sauðfjár. Hákon Bjarnason, fyrr- um skógræktarstjóri, taldi að eyðing birkiskóganna hér á landi væri fyrst og fremst beitinni að kenna. Þá er rétt að benda á að gróður fer talsvert eftir snjóa- lögum. Þar sem snjór liggur lengi er landið jafngrónast og þar er minnstur uppblástur. Þar sem snjólétt er eru skemmdir af völdum uppblásturs langtum meiri en annars staðar. Orsakir eyðingar skóga hér á landi eru margir samliggjandi þættir. Höfundur þessa pistils treystir sér ekki að meta þátt veðurfars eða ofbeitar í þessu samhengi. Hins vegar er vert að hafa í huga að án sauðkindarinnar hefðu menn ekki getað búið hér á ísa- köldu landi. Oddi Einarssyni og þeim Árna Magnússyni og Páli Vídalín verður tíðrætt um skóg- arhögg til kolagerðar. Margar heimildir og minjar eru til um kolagerð. „Að fara í skóg“ þýddi einfaldlega að höggva tré, ná í við og hrís. Í flestum byggðum á Íslandi var skortur á eldivið, mór og tað er ekki gott elds- neyti. Viðarkurl var úrvals upp- kveikja, hríslur og greinar not- aðar með taði til að reykja kjöt. Lengi vel var lítið um ræktuð tún hér á landi, bændur sóttu heyfeng á engjar. Grasengjar voru að mestu leyti mýrar og grösin því frekar gróf og því talsvert mál að haldi biti í lján- um. Helsta áhyggjuefni Ís- lenskra bænda var að afla nægr- ar töðu fyrir veturinn, heyleysi um miðjan vetur var einhver sú mesta ógn sem komið gat fyrir bændur og fjölskyldur þeirra. Frá upphafi byggðar voru ljáirn- ir lélegir, til að halda í þeim biti þurfti að hita þá og dengja, til þess þurfti viðarkol og það mik- ið. Það er því afar líklegt að kolagerð landsmanna hafi átt hvað mestan þátt í að eyða ís- lensku skógunum. Þegar skóg- arnir voru orðnir ofnýttir þurfti ekki mikla beit til að eyðileggja þá alveg. Kolagerð var hætt að mestu hér á landi í lok 19 aldar. Það má þakka Torfa Ólafssyni sem stofnaði og rak, Ólafsdals- skólann, sem starfaði frá 1880 til 1907. Torfi hóf að flytja inn svo kallaða bakkaljái frá Skotlandi sem auðvelt var að brýna og halda bitinu í. Nú er verið að endurbyggja Ólafsdalsskólann og koma þar upp safni í minn- ingu Torfa og fjölskyldu hans það er verðugt verkefni. Ég vil að lokum hvetja skóræktarfólk sem og aðra landsmenn til að heimsækja Ólafsdal og styðja við uppbyggingarstarfið þar. Sauðfé Sigmar B. Hauksson Að fara í skóg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.