SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 30
30 23. janúar 2011 S nemma í janúar var frá því skýrt í Brussel að nefnd þriggja vísra manna hefði komizt að þeirri niðurstöðu að kostnaður við að koma bókasöfnum, öðrum söfnum og þjóðskjalasöfnum í stafrænt form og varðveita með þeim hætti evrópska menningararfleifð mundi nema um 100 milljörðum evra (sem er rúmlega sú upp- hæð, sem það kostar ESB að bjarga efna- hag Írlands eða Portúgal). Markmiðið með slíku verkefni væri annars vegar að auðvelda fólki aðgang að þeirri sam- ansöfnun þekkingar sem þar væri að finna og hins vegar að koma í veg fyrir að þessi menningarverðmæti yrðu eyðilögð vegna hernaðarátaka eða náttúruham- fara. Í því sambandi var minnt á að innrás Bandaríkjamanna í Írak leiddi til þess að ein milljón bóka, 10 milljónir skjala og 14 þúsund fornleifamunir eyðilögðust. Þótt hér sé vísað til umræðna í Brussel um þetta mál má ganga út frá því sem vísu að sams konar umræður fari fram í öðrum löndum. Frásagnir af þessu tagi hljóta að vekja okkur Íslendinga til umhugsunar um með hvaða hætti við varðveitum okkar menningararfleifð og á hvern hátt við gerum hana aðgengilega fyrir nýjar kyn- slóðir. Um þetta var fjallað hér í Morg- unblaðinu fyrir nokkrum árum en að vísu ekki á jafn tæknilegan hátt og nú er gert. Þá var vakin athygli á því í rit- stjórnargreinum blaðsins að ekki væri hægt að búast við því að einkafyrirtæki mundu sjá til þess að bókmenntaverk fyrri ára, áratuga og alda yrðu alltaf að- gengileg almenningi. Ennfremur var bent á að nauðsynlegt væri að gefa út tónverk helztu tónskálda okkar tíma, bæði nót- urnar sjálfar og verkin í flutningi á disk- um. Ekkert af þessu yrði gert af einkafyr- irtækjum á sviði bókaútgáfu eða diskaútgáfu þar sem þau hefðu ekki fjár- hagslegt bolmagn til þess. Bent var á að æskilegt væri að öll ritverk Vilhjálms Stefánssonar, eins þekktasta Íslendings á alþjóðavettvangi sem uppi hefur verið, yrðu þýdd og gefin út á íslenzku. Og svo mætti lengi telja. Í Sögu Íslands, sem þjóðin gaf sjálfri sér þegar haldið var upp á 1100 ára afmæli Ís- lands byggðar árið 1974 og nú er komin út í 10 bindum, er fjallað um bókmennta- verk, myndlist og tónlist fyrri alda sem ekki hafa komið að ráði fyrir almennings sjónir á okkar tímum. Saga Íslands sjálf vekur spurningar um hvernig henni verði bezt komið til skila til nýrra kyn- slóða. Hér á þessum vettvangi hefur áður verið á það bent að æskilegt væri að gefa þá sögu út í stafrænu formi með þeirri gagnvirkni sem nútímatækni býður upp á. Með þeim hætti mundum við koma upplýsingum um sögu þjóðar okk- ar til nýrra kynslóða sem þurfa á því að halda að vita hvaðan þær eru komnar og hverjar þær eru. Vinna við að koma upplýsingum í staf- rænt form er hafin og hefur staðið yfir í nokkur ár. Þannig er nú auðvelt að lesa Morgunblaðið frá því að það fyrst kom út 2. nóvember 1913 á tölvuskjá heima hjá sér og svo er einnig um önnur blöð og jafnvel landsmálablöð fyrri tíðar. Tækni- framfarir eru hins vegar miklar. Ný teg- und lestækja er að ryðja sér til rúms og fleiri og fleiri Íslendingar taka þau í notk- un. Nú þarf ekki lengur að bíða eftir því að pöntuð bók berist frá útlöndum. Það er hægt að panta hana frá Amazon og fá hana inn á Kindle-lestækið örfáum mín- útum eftir pöntun. Innan tiltölulega skamms tíma verða slík tæki orðin mjög almenn. Nú er hægt að lesa dagblöð, hvort sem er innlend eða erlend á tölvu- skjám og þau eru að verða aðgengileg á spjaldtölvum. Spurning er hvort ekki sé tímabært að marka markvissa, heildstæða og metn- aðarfulla stefnu um varðveizlu íslenzkrar menningararfleifðar frá fyrri öldum og síðari tímum á stafrænu formi og leggja drög að því að það verkefni verði unnið á næstu 10-20 árum eftir því hvað umfang þess verði talið mikið. Hér er um umfangsmikið menning- arverk að ræða sem kostar verulega fjár- muni en þjóðin gæti tekið ákvörðun um að gefa sjálfri sér í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins 1. desember 2018 og kannski með hliðsjón af 1100 ára afmæli Alþingis árið 2030. Með því að ætla okkur nokkuð langan tíma en þó ekki of langan í verkið getur það orðið fjárhagslega framkvæm- anlegt fyrir þjóðina. Hluta af því væri hægt að úthýsa til einkafyrirtækja, bæði útgáfufyrirtækja og tæknifyrirtækja, sem yrði vítamínsprauta fyrir rekstur þeirra. En kjarni málsins er sá að þetta er verk sem okkur ber að hefja. Okkur ber skylda til að koma menningararfleifð okkar í það form sem ný tækni gefur kost á og gerir það að verkum að sú arfleifð verður þjóð- inni allri aðgengileg. Fyrir utan það menningarlega gildi sem það hefur er hollt hverri kynslóð að hafa í huga hvernig fólk lifði af í þessu landi. Þegar við höfum í huga hvernig aðstæður fólks voru hér fyrr á öldum verður okkur enn betur ljóst hvers konar afrek fyrri kyn- slóðir Íslendinga hafa unnið með þeim menningarverðmætum, sem þær skildu eftir sig og þjóðarvitund okkar í dag byggist á að verulegu leyti. Þetta er verkefni sem enginn tekur ákvörðun um að ráðast í nema Alþingi. Kannski segir einhver sem svo að nú sé ekki bezti tíminn til að ráðast í slíkt verk. Þá er rétt að minna á að við vorum fátæk þjóð þegar við hófum byggingu Þjóðleik- hússins enda tók langan tíma að ljúka byggingu þess en það tókst. Og fleiri slík dæmi má nefna. Vonandi finna einhverjir þingmenn hjá sér hvöt til þess að taka þetta mál upp á Alþingi. Risavaxið menningarverkefni sem hefja þarf vinnu við Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Ungum erindreka í Greenbrier-sýslu í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum brá heldur betur íbrún á þessum degi fyrir 114 árum þegarhann kom að Elvu Zonu Heaster Shue látinni á gólfinu á heimili hennar. Hafði honum verið þangað stefnt af eiginmanni konunnar, Erasmus Stribbling Trout Shue, sem aldrei var kallaður annað en Edward. Erindrekinn hljóp sem fætur toguðu heim til að gera móður sinni viðvart. Hafði hún þegar í stað samband við sýslulækninn og dánardómstjórann, George W. Knapp. Hann hafði þó öðrum hnöppum að hneppa og komst ekki heim til Shue-hjónanna fyrr en að klukkustund liðinni. Þegar þangað kom hafði Edward borið lík eig- inkonu sinnar upp í svefnherbergi og búið um það fyrir greftrun. Þótti þetta afbrigðilegt enda höfðu þar til bær- ar konur þennan starfa jafnan með höndum. Meðan Knapp gerði tilraun til að skoða líkið var Edward ekki mönnum sinnandi, grét og gnísti tönnum. Knapp kom auga á mar á hálsi Zonu, eins og hún var jafnan kölluð, en þegar hann reyndi að skoða það nánar fauk all- svakalega í Edward, þannig að dánardómstjórinn hrökklaðist eiginlega frá. Var það niðurstaða Knapps að Zona hefði látist af eðlilegum orsökum og var hún lögð til hinstu hvílu daginn eftir. Við athöfnina hegðaði Ed- ward sér áfram undarlega, bjó óvenju vel um háls spúsu sinnar og vildi ekki hleypa nokkrum manni nálægt kistu hennar. Vakti þetta grunsemdir. Móðir Zonu, Mary Jane Heaster, var ekki í minnsta vafa. Hún var sannfærð um að Edward hefði ráðið dóttur sinni bana. En vantaði sannanir. Mary Jane lagðist á bæn og óskaði þess að Zona gengi aftur til að upplýsa málið. Fjórum vikum eftir útförina var hún bænheyrð, vofa Zonu vitjaði hennar. Að sögn vofunnar var Edward hið mesta fól sem lagt hafði á hana hendur. Þennan örlagaríka dag hefði hann misst stjórn á skapi sínu vegna þess að henni láðist að bera kjötmeti á borð með þeim afleiðingum að hann réðst á hana og hálsbraut. Máli sínu til stuðnings sneri vofan höfðinu í hring uns það sneri aftur. Samkvæmt goðsögninni birt- ist vofan fyrst í formi ljóss en tók síðan á sig holdlega mynd með tilheyrandi kuldatrekki. Hún á að hafa vitjað Mary Jane fjórar nætur í röð. Mary Jane Heaster beið ekki boðanna, heldur brunaði á fund saksóknara og krafðist þess í ljósi hinna nýfram- komnu upplýsinga að málið yrði tekið upp aftur. Engum sögum fer af því hvort saksóknarinn trúði sögunni um vofuna en alltént fór hann að spyrja spurninga í kjölfar- ið. Ræddi meðal annars við Knapp lækni. Þegar hann komst að raun um að læknirinn hefði ekki fengið ráð- rúm til að skoða líkið almennilega gaf hann þau fyr- irmæli að lík Zonu skyldi grafið upp og það krufið. Við þeim tilmælum var orðið 22. febrúar 1897. Kom þá í ljós að hálsinn var vissulega brotinn og barkinn í mol- um. Á hálsinum voru fingraför sem bentu til þess að Zona hefði verið kyrkt. Á grundvelli þessara upplýsinga var Edward Shue handtekinn, grunaður um morð. Við meðferð málsins fyrir dómi hélt saksóknari sig við staðreyndir og minntist ekki einu orði á heimsóknina sem Mary Jane Heaster hafði fengið að handan. Verjandi Shues hjólaði hins vegar í lykilvitnið á þeim forsendum. Það vopn snerist í höndunum á honum vegna staðfasts framburðar móðurinnar, auk þess sem fjöldi fólks í salnum trúði henni. Þegar upp var staðið gat dómarinn ekki með neinum rökum meinað kviðdómi að taka tillit til orða vofunnar vegna þess að verjandi hafði vakið máls á innleggi hennar. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Edward Shue væri sekur um morðið á Zonu og var hann dæmdur í ævilangt fangelsi – öðru fremur á framburði vofunnar. Hann bar beinin í steininum þremur árum síðar en ekk- ert hefur aftur spurst til vofu Zonu Heaster Shue. orri@mbl.is Draugur leysir morðgátu Minnismerki um Zonu Heaster Shue í Greenbrier-sýslu. ’ Máli sínu til stuðnings sneri vofan höfðinu í hring uns það sneri aftur. Zona Heaster Shue. Á þessum degi 23. janúar 1897 Mary Jane Heaster.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.