SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 14
14 23. janúar 2011 irvara hver andstæðingurinn er,“ út- skýrði Óskar Bjarni. Karl nær öllum stöðvum í Evrópu Spurðir hvort þeir séu með allar klær úti til að ná í leiki af andstæðingum Íslands berst talið fljótt að þjálfara heima á Ís- landi, Karli Erlingssyni. „Hjá Guðmundi er þetta einfaldlega þannig að það á að ná í leikina, sama hvernig það er gert. Við erum það heppnir að þekkja frábæran snilling sem heitir Karl Erlingsson og nær einhvern veginn öllum sjónvarps- stöðvum í Evrópu. Hann kaupir áskrift ef því er að skipta og Gunnar er gjarnan búinn að athuga hvar andstæðingar Ís- lands spila í aðdraganda stórmóta. Gummi og Einar Þorvarðar eru einnig búnir að kanna það á oft á tíðum. Kalli hefur reynst okkur frábær liðsauki í þessum undirbúningi og einnig oft áður. Hann finnur eiginlega alla leiki og þegar við mætum á stórmót erum við með efni af nánast öllum liðum,“ sagði Óskar og Gunnar benti á að það skipti miklu máli að vera komnir með upplýsingar fyrir mót því leikið er þétt meðan á mótinu stendur og tíminn af skornum skammti. „Guðmundur er kröfuharður og slakar aldrei á kröfunum gagnvart okkur eða strákunum og það er mikill kostur,“ sagði Óskar og Gunnar tekur í sama streng. „Við erum með Gumma á bakinu allan sólarhringinn. Hann leitar einnig mikið til okkar og nýtir okkur vel. Þess vegna er gaman að vinna með honum.“ Forfallnir handboltanördar Ljóst er að HSÍ hefur skaffað Guðmundi frábæra aðstoðarmenn í þeim Gunnari og Óskari því þarna eru menn á ferðinni sem geta hugsað um handbolta allan sól- arhringinn og haft gaman af. „Ég held að þú þurfir að hafa gríðarlegan áhuga til að standa í þessu. Við erum jú að klippa þetta til og koma efninu til Guðmundar en mér finnst alveg aðdáunarvert hvað hann getur setið yfir þessu og horft á efnið dag eftir dag þar sem hann kryfur andstæðingana til mergjar. Ég þori að fullyrða að það sé enginn þjálfari í bolt- anum sem eyðir eins miklum tíma í að horfa á efni og greina og Guðmundur gerir. Við sköffum myndefnið, og gerum það vel, en vinnan og ákvarðanatakan liggur hjá honum. Við getum tekið sem dæmi hvernig þessu var háttað fyrir leikinn á móti Japan. Þá var hann með tvo vídeófundi með öllu liðinu en auk þess var hann líka með fundi inni á her- bergjum með varnarmönnum og mark- mönnum. Þess á milli var hann að horfa á myndböndin og það var því varla frí mínúta hjá honum. Ég fullyrði að aðrir þjálfarar leggja ekki jafnmikið á sig og hann. Guðmundur vill líka fá þrjá til fjóra leiki af hverju liði. Hann er góður í því að finna lausnirnar við leik andstæð- ingana og þær er ekki endilega að finna með því að horfa á einn leik,“ sagði Ósk- ar og Gunnar segir það vera hvatningu hversu mikið gagn sé að þeirra vinnu. „Við vitum hversu mikið Gummi notar þessa þjónustu okkar en leikmenn gera það einnig. Þeir koma til okkar og fá upplýsingar og myndefni. Þeir eru mjög einbeittir og samviskusamir í því að pæla í þessu sjálfir. Að því sögðu þá myndi ég halda að við eyddum mestum tíma í slíka undirbúningsvinnu af öllum þjóðum. Auðvitað er þetta nett bilun en einnig mikil reynsla. Við höfum jafnframt lært að skipuleggja okkur. Maður nær í hálf- tíma til viðbótar í svefn ef maður er snöggur að koma sér á hótelið eftir leik- ina. Ef við eigum von á því að fá leik á dvd klukkan 14 þá er ég á hótelinu, tek á móti honum og keyri hann inn í forritið á meðan Óskar er með liðinu á æfingu,“ sagði Gunnar. „Sem betur fer erum við vel giftir“ Þess ber að geta að þeir Gunnar og Óskar eru engir aukvisar í handknattleiks- þjálfun. Báðir hafa þeir nóg fyrir stafni í þjálfun, Gunnar hjá Kristiansund í Nor- egi og Óskar hjá Val. Er ekki erfitt fyrir þá að eyða jafnmiklum tíma í landsliðs- verkefnin og raun ber vitni? „Ég hef ver- ið heppinn með mína vinnuveitendur í gegnum tíðina, bæði þegar ég var hjá Kaupþingi og einnig núna í Noregi. Fé- „Strákarnir okkar“ stíga trylltan dans eftir sigurinn á Norðmönnum. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.