SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 43
23. janúar 2011 43 Önnur hús eru í betra standi. „Mörg af þessum húsum, þó þau líti barin út, þá er í grunninn ekkert að þeim. Það væri ekk- ert mál að endurnýja þau,“ segir hann þó ekki sé víst að slík örlög liggi fyrir þeim. Eyðibýli í tísku? Eyðibýli koma einmitt við sögu í tveimur nýjum íslenskum spennusögum, Harð- skafa Arnaldar Indriðasonar og Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Líklegt er að ein bók til viðbótar, þó af öðrum toga, bætist í hópinn en Orri er alveg ákveðinn í því að koma myndunum út í bók. „Ég vissi það fljótlega að mig langaði að gera bók,“ segir ljósmyndarinn, sem er að vinna í því með útgefanda einum. Orri undirbjó sýninguna að hluta til í New York. Hvorki er hægt að kaupa film- urnar hérlendis né framkalla þær en hon- um finnst þetta aukna umstang sann- arlega þess virði. Orri er ekki við eina list kenndur því hann tekur upp og útsetur tónlist og er í tvíeykinu Slowblow ásamt Degi Kára Péturssyni kvikmyndaleikstjóra. Slow- blow hefur jafnframt samið og útsett tónlist við allar myndir Dags Kára. Líkt og í ljósmynduninni kýs Orri að vinna ekki stafrænt í tónlistinni. „Ég hef prófað að taka upp á tölvu en fæ enga ánægju út úr því,“ segir hann og útskýrir að það sé allt önnur tilfinning að hafa eitthvað í höndunum. „Fyrir mig skiptir það miklu máli að hafa filmuna og vökvana, setja filmuna í stækkarann, vera með pappír og lýsa þetta í höndunum. Þessi handa- vinna heillar mig mjög mikið og er stór hluti af ánægjunni af því að sjá loka- útkomuna, að vita hvernig ég komst þangað. Ég fæ enga ánægju út úr því að sitja fyrir framan tölvuskjá og klikka á einhverja pixla og vita að ég gæti gert það endalaust til að búa til eitthvað sem verð- ur „fullkomið“.“ ’ Stundum labbar maður inn, finnst allt rosa notalegt og mann langar að taka af sér og leggjast í sófann. Á öðr- um stöðum stend ég mig að því af einhverjum sökum að vera alltaf að líta um öxl og athuga hvort einhver sé þarna.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.