SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 23
23. janúar 2011 23 folann og nefndi hann Sörla. Ásgeir Guð- mundsson í Æðey sagði að aldrei myndi Sumarliði hafa eignast folann nema fyrir það hvað hann reyndist vel í vistinni í Æðey. Sörli var stólpagripur en hvarf með eiganda sínum fram af Bjarn- arnúpnum. Á þessum tíma var póst- ferðum þannig háttað að eftir að sunn- anpóstur var kominn landleiðina að Djúpi fór póstur frá Arngerðareyri út að Snæfjöllum. Pétur Pétursson í Hafnardal annaðist þessar póstferðir frá 1905 og fóru synir hans Jón og Guðmundur, síðar kaupmaður á Ísafirði, oft þessar ferðir og eftir að Pétur dó 1915. Árið 1915 tók Guð- jón Jónsson „vaktari“ að sér póstferðir frá Ísafirði að Snæfjöllum, til Grunnavík- ur og Hesteyrar. Gúðjón var fyrri maður Hansínu Magnúsdóttur á Heklunni (hús við Aðalstræti). Guðjón dreymdi illa fyrir framhaldi í póstferðum og sagði upp embættinu, en Sumarliði fékk starfið og mun hafa byrjað póstferðirnar seint á árinu 1919. Hann sótti póstinn til Ísa- fjarðar á lítilli skektu sem hann átti og var að koma yfir Snæfjallaheiði til baka úr Jökulfjörðum í sinni síðustu póstferð þann 17. desember 1920, eins og Jón Kristjánsson lýsir vel. Móðir mín Salbjörg Jóhannsdóttir Engilbertssonar á Lónseyri missti föður sinn þegar hún var á öðru ári. Hún var á Sandeyri í nokkur ár því móðir hennar Sigrún Jónsdóttir bjó með Guðmundi Helga Jósefssyni formanni þar. Þau eign- uðust tvíbura árið 1907 en Sigrún dó rétt eftir barnsburðinn. Dóttir þeirra Sigrún Jóna komst til fullorðinsára. Mamma fór þá frá Sandeyri 11 ára gömul. Guðmundur Helgi Jósefsson f. 1872, sem fórst við Bjarnarnúpinn, var áður giftur Ragnhildi Jakobsdóttur f. á Tirðilmýri 1871 d. 1900, hún var systir Kolbeins í Unaðsdal og Rakelar ljósmóður á Berjadalsá. Þau áttu tvo syni. Sigurður Jósefs Guðmundsson kvæntist Ingimundu Tryggveyju Bjarna- dóttur á Leiti, þeirra afkomendur eru margir. Móðir mín vissi af Sumarliða Brandssyni og að hann var vinsæll á Snæ- fjallaströndinni. Var ég látinn heita eftir honum öðru nafni mínu. Jón Kristjánsson fæddist 22. september 1890 í Neðri-Miðvík. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson og Kristín Sigurð- ardóttir, en Jón var alinn upp hjá móð- ursystur sinni Guðrúnu Sigurðardóttur í Þverdal og Borgari Jónssyni yfirsetu- manni. Jón kvæntist 5. nóvember 1927 Þorbjörgu Valdimarsdóttur Þorvarð- arsonar í Hnífsdal. Þau eignuðust fjögur börn. Jón andaðist 1972. Í minning- argrein í Morgunblaðinu 29. nóvember er sagt um Jón Kristjánsson: Hann var stór- tækur athafnamaður sem ekki kunni að hlífa sér. Rakleiðis út með Núpnum Jón Kristjánsson segir frá leitinni að líki Sumarliða Brandssonar daginn eftir slys- ið og var einn af átján leitarmönnum. Þrettán menn fóru í Súrnadal en Guð- mundur H. Jósefsson taldi sig vita hvar Sumarliði hefði fallið fram af Núpnum eftir lýsingu Jóns á staðháttum uppi á fjallinu. Guðmundur fór því rakleiðis út með Núpnum og með honum eftirtaldir menn: Bjarni Halldór Bjarnason (29 ára) Leiti, Halldór Marías Ólafsson (26 ára) Berjadalsá, Gísli Jón Gíslason (19 ára) Berurjóðri og Pétur Pétursson (28 ára) frá Hafnardal, en hann var bróðir Ólafs Pét- urssonar bónda á Smæfjöllum. Þegar lík Sumarliða fannst var Gísli Jón sendur til að láta mennina í Súrnadal vita. Þegar nokkrir leitarmannanna komu frá Súrnadal hafði snjóflóð sópað mönn- unum fjórum á sjó út, eins og Jón segir frá. Halldór Ólafsson hafði lært að synda í Reykjanesi og gat kraflað sig í land úr krapinu, staulaðist hann af stað og mætti fljótt leitarmönnum. Krapið lónaði fljótt út með landinu og þrír menn voru horfn- ir. Þennan dag var kuldagjóla með þrett- án stiga frosti svo föt Halldórs frusu yst klæða en góð ullarföt munu hafa bjargað lífi hans. Leitarmenn þurftu að leiða Halldór en munu hafa verið með sleða og gátu dregið hann þegar gangurinn var erfiður. Næstu daga var hríðarveður og ekki fært til leitar. Bræðurnir Halldór og Þorgeir Ólafs- synir áttu heima á grasbýli við Berjadals- ána í landi Sandeyrar. Þeir reru saman á árabáti og trillu eftir að þeir fluttu til Ísa- fjarðar 1926, en þeir áttu lengi heima þar með fjölskyldum sínum. Bjarni Guðmundsson, kallaður Lón- seyrar-Bjarni, átti lengi heima á Ísafirði en síðustu árin búsettur í Hveragerði. Þegar Bjarni var tólf ára veiktist hann af berklum í mjaðmarlið og lá í fjögur ár rúmfastur heima á Lónseyri. Sár opnaðist og lærleggshnúta gekk út úr sárinu. Með góðri umönnun Sigríðar Jensdóttur móð- ur Bjarna fór sárið að gróa. Sigvaldi Kaldalóns læknir mældi fótinn átta senti- metrum styttri en þann heilbrigða. Bjarni fór fljótt að heiman, til vinnu, eftir veik- indin. Hann var fyrst við sjóróðra hjá Jóni E. Ólafssyni í Bæjum, en ráðinn vinnu- maður að Sandeyri 1920 og reri um haustið á fimm manna fari. Rósinkar Kolbeinsson var formaður og bjó þá í gamla bænum á Sandeyri, en fór að búa á Snæfjöllum árið eftir. Þann 22. desember kom flutningaskipið Elí til að sækja salt- fisk. Guðmundur Jónsson á Berjadalsá sá um innkaup á fiski fyrir Hinar sameinuðu íslensku verslanir, sem höfðu tekið við eignum Ásgeirsverslunar á Ísafirði. Flest- ir karlmenn á næstu bæjum fóru að vinna við útskipun hjá Guðmundi. Um kvöldið þegar vinnu var að ljúka komu Hafliði Gunnarsson í Berurjóðri og Samúel Jóns- son á Snæfjöllum og sögðust hafa fundið lík Guðmundar Jósefssonar og Péturs Péturssonar. Líkunum varð að ná Bjarni segir svo frá í bók sinni: „Þótt menn væru þreyttir eftir erfiðan dag, voru allir sammála um það, að lík- unum yrði að ná, og það strax því að nú var því nær alveg brimlaust við strönd- ina. Sett var niður fimm manna far, sem þeir áttu Halldór og Þorgeir Ólafssynir, var báturinn mannaður átta ungum mönnum og vildu þeir allir að Halldór kæmi með til leiðsagnar. Ég var einn í þessum hópi. Nú var róið rösklega út- undir Núp. Þegar þangað kom sagði Hall- dór til um það hvernig verkum skyldi haga. Hann sjálfur, Rósinkar og ég urðum eftir í bátnum en fimm fóru í land. Einn þeirra átti að hafa hönd á fangalínu báts- ins, en hinir fjórir að sækja líkin. Áttu þeir að vera tilbúnir að láta þau í bátinn, þegar formaðurinn kallaði lag. Bjart var af tungli, en dimmur skuggi undir Núpnum, fór um mig hrollkenndur beigur, þegar mönnunum var hleypt í land og þeir hurfu inn í skuggann. Skömmu seinna kölluðu þeir til okkar og kváðust aðeins geta tekið annað líkið í einu, rerum við að landi til að ná því og svo strax fram aftur og biðum eftir næsta lagi. Þá kalla þeir til okkar og segja að lag sé við klappirnar rétt örlítið utar en þar sem við vorum. Ég reri á tvær árar í hálsi, Rósinkar sat á miðþóftu, hamlaði upp en reri fram, og Halldór stýrði. Þegar við erum rétt að koma upp að klöppunum er kallað úr landi – ólag – ólag. Við rerum óðar frá, en eftir fá áratog reis bára og braut yfir bátinn það kraft- mikil, að hún keyrði mig fram í barka, ég hélt þó báðum árunum. Rósinkar kings- aði áfram ofan á mig en Halldór lá fram á öftustu þóftuna. Þegar við gátum risið upp aftur var báturinn hálffullur af sjó. Halldór segir: „Við skulum reyna að lenda í drottins nafni.“ „Nei, fram, fram,“ segir Rósin- kar. Ég hamlaði með honum og þá rís önnur bára, sem brýtur fram á miðskip. „Fram, fram,“ kallar Rósinkar og ennþá brjóta tvær bárur, sú fyrri aðeins yfir skutinn, en hin síðasta, fjórða báran, vætlaði um borðstokkinn og vorum við þá komnir fram úr brotinu. Nú var tekið til við að ausa, Rósinkar tvíhenti stóra trogið en Halldór einhenti annað minna. Mig létu þeir andæfa með- fram landinu, og kalla svo til mannanna í landi, að þeir verði að bera líkið inn í Súrnadal. En þar var ekki hægt um vik, fjaran var bæði stórgrýtt og klökug. Ég damla á tvær árarnar inn með fjörunni, en þeir ausa bátinn. Stóð það á jöfnu, að þegar því er lokið, eru landmennirnir komnir með líkið þangað í fjöruna, sem hægt er að lenda og taka það í bátinn, svo var róið heim að Sandeyri. Þar var lík- unum veittur umbúnaður og þau kistu- lögð. Jarðarförin fór svo fram eftir ára- mótin, jarðsett var í Dal. Það var dapurt yfir ströndinni fyrst eftir þessar skelfilegu slysfarir. Þetta voru vinsælir ágætis menn. Sumarliði, Pétur og Guðmundur Jóefsson roskinn og orðinn einhleypur eins og hinir voru. Bjarni Halldór var einkasonur Bjarna Jónssonar og Þórdísar Arnórsdóttur á Snæfjallaleiti, var hann aðalstyrkur þeirra í lífsins önn. Jóna, systir Bjarna, var kona Alexanders á Dynjanda, en Ingimunda systir þeirra var ennþá í for- eldrahúsum, og reyndist foreldrum sín- um nú frábærlega góð og umhyggjusöm, hún giftist seinna Sigurði syni Guð- mundar Jósefssonar.“ Engilbert S. Ingvarsson frá Tirðilmýri hefur skrifað þessar bækur:  Undir Snjáfjöllum – þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd. Útg. Snjáfjallasetur 2007.  Híbýli og húsbændur á Snæfjallaströnd 1930-1940. Útg. Snjáfjallasetur 2009.  Þegar rauði bærinn féll – minningabrot frá Ísafjarðarárum 1944-1953. Útg. Sögumiðlun ehf. 2010. Ljósmynd/Mats Wibe Lund Sandeyri, hús byggt 1910 sem stendur enn.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.