SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 31
23. janúar 2011 31 Unnur Ösp Stefánsdóttir er fædd 6. apríl á þvíherrans ári 1976. Foreldrar hennar eru StefánBaldursson óperustjóri og Þórunn Sigurðar-dóttir, stjórnarformaður tónlistarhússins Hörpu. Eldri bróðir Unnar er Baldur Stefánsson, verk- efnastjóri hjá Arctica Finance. Unnur Ösp ólst upp í Breiðholtinu og Vesturbænum og gekk í Melaskóla og Hagaskóla sem barn, en á þeim tíma átti hún sér þann draum að verða skáld. Hún endaði þó í leiklistinni, með viðkomu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Leiklistar- skóla Íslands þaðan sem hún útskrif- aðist 2002. Síðan hefur hún starfað við leikhús og kvikmyndir, bæði sem leikstjóri og leikari en nýjasta afrek hennar á því sviði er hlutverk móð- urinnar Donnu McAuliffe í leik- ritinu Elsku barn sem frumsýnt var í Borgarleikhús- inu 14. janúar síð- astliðinn við ein- dregið lof gagnrýnenda. Eiginmaður Unnar er Björn Thors leikari og eiga þau saman drenginn Dag Thors sem er þriggja ára. „Við Bjössi gengum í hjónaband eftir 12 ára sambúð 1. janúar 2009.“ „Með Nínu Dögg Filippusdóttur í London þegar Vesturport setti upp Faust þar í borg í fyrra.“ Við Selma Björns (sem er ein af mínum bestu vinkonum) og fleiri settum upp söngleikinn Hárið 2004 og tróðum upp með atriði úr sýningunni á Menningarnótt sama sumar.“ „Í Young Vic-leikhúsinu í London en Baldur bróðir og Þóra mágkona komu ásamt pabba að sjá mig í Faust.“ „Ég og Ragnar Kjartansson myndlistarmaður, æskuvinur minn. Þetta var eitt af mínum fyrstu hlutverkum, í Iðnó í Land míns föður árið 1985.“ „Fagnað með tengdafjölskyldunni á sextugsafmæli tengdaforeldra minna sumarið 2010.“ Litríkur leikur og fjölskyldulíf Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikari og leikstjóri, opnar myndaal- búmið sitt að þessu sinni. „Dagur tiltölulega nýbakaður haustið 2007 en við fluttum vetrarlangt til Lundúna til að leika í Hamskiptum Vesturports.“ „Líklega á fyrsta árinu að þrjóskast við að hafa slaufu á sköllóttu höfðinu og að kíkja út um bílgluggann, alltaf forvitin frá upphafi.“ „Ég sem fjallkonan með mömmu og ömmu Unni á þjóðhátíðardaginn í fyrra.“ „Á tröppunum hjá afa Baldri og ömmu Margréti á Hjalteyri en ég ólst þar upp með annan fótinn sem krakki.“ Myndaalbúmið Fjögurra ára pabbastelpa.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.