SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 26
26 23. janúar 2011 Geðveikur maður fyrirfer sjer. Síðastliðinn sunnudag vildi það til, að maður fanst hengdur í smáskúr rjett hjá Hjeðinshöfða. Við nánari athugun kom í ljós, að þetta var sjúk- lingur frá Nýa-Kleppi, Hjörtur Jónatansson, að nafni. Hafði hann dvalið þar síðan í marsmán- uði. Var hann að jafnaði stiltur sjúklingur og dagfarsprúður og var ekki að sjá, að líðan hans væri með öðrum hætti þenna dag en venjulega. Hann var að heyskap hinn rólegasti síðari hlut dagsins. – Hjörtur Jónatansson var 45 ára gam- all, ókvæntur. (Geðveikur maður fyrirfer sjer, 1935, 31.júlí) Svona hljóðaði frétt sem birtist í Morgunblaðinu ílok júlímánaðar árið 1935. Alþýðublaðið birtiáþekka frétt sama dag. Er þetta eins og hverönnur frétt um mannslát eða er eitthvað óboð- legt við hana? Hefði verið sagt frá sjálfsvígi framámanns á þessum tíma? Er hún barns síns tíma eða naut Hjörtur Jónatansson minni mannhelgi vegna þess að hann var vistmaður á Kleppi? Siðferðisleg ábyrgð blaðamanna Blaða-og fréttamenn eru fagstétt sem hefur líkt og margar aðrar fagstéttir ákveðna siðferðslega ábyrgð og samfélagsskyldur. Blaðamenn hafa þá skyldu að upplýsa um það sem skiptir máli fyrir almenning og almanna- hag. Það er bæði tæknilegur hluti starfssins og siðferð- islegur sem gerir hana að fagstétt. Samkvæmt þriðju grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands væri ofan- greind frétt ekki boðleg. Hún bryti í bága við ákvæðið um að „Blaðamaður ... sýnir fyllstu tillitssemi í vanda- sömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur sak- lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“ Það er tvennt sem blaðamannastéttin þarf öðrum fremur að berjast við nú á dögum en það er hlutlægnin og eigendavaldið. Spurningin um fréttahlutlægni hefur leitt til mikillar fræðilegrar umræðu. Það er kjarni um- ræðunnar og reynsla blaðamanna að hlutlægnivandinn sé nálægur í fjölmiðlun og ónáði blaða- og fréttamenn frekar en aðrar stéttir sem starfa við boðmiðlun á öðrum sviðum eins og við miðlun menningar. Fjölmiðill á nán- ast allt undir því að almenningur treysti því að hann sér hlutlægur, þó að hugmyndin um það virðist ekki verða þekkt fyrr en á 20. öld. Það getur verið erfitt fyrir blaða- og fréttamenn að starfa í markaðsþjóðfélagi. Erlendar rannsóknir benda til þess að siðfræðin sem áður einkenndi „fjórða valdið“ víki í sumum tilvikum fyrir hagnaðarvon útgáfufyr- irtækja. Hérlendis getur smæð samfélagsins skapað auk- in vanda vegna tengsla sem einkenna oft lítil samfélög. Almenningur hins vegar metur stéttina verðleikum vegna ætlaðrar fagmennsku og almennt er trúverð- ugleiki hennar mikill. En jafnvel þótt blaðamenn standi ekki alltaf undir traustinu þá gerir almenningur sjaldn- ast neitt í því eins og t.d. þegar meiðandi orðanotkun eða fordómafull umfjöllun birtist í fjölmiðlum. Baráttan við eigendavaldið Eignarhald fjölmiðla og sú staðreynd að fjölmiðlar eru markaður fyrir auglýsingar er nátengd hlutlægnisvand- anum. Þróunin hefur verið sú að æ fleiri fjölmiðlar safn- ast á hendur fárra og til verða fjölmiðlasamsteypur, bæði erlendis og hérlendis. Eigendur geta haft beint og óbeint dagskrárvald og geta sett það á oddinn í umfjöllun fjöl- miðla sinna sem þeir kjósa, t.d. með ráðningum fjöl- miðlafólks sem hefur líkar skoðanir og þeir. Eigendur ásamt ritstjórum hafa dagskrárvald og geta komið sínum áhugamálum og skoðunum að. Ekki eru til neinar rann- sóknir sem sýna með óyggjandi hætti að samþjöppun eignarhalds hafi neikvæð áhrif á fjölbreytileika efnis. Hins vegar virðist, þar sem samkeppnin er hörðust, af- leiðingin geta orðið sú að allir fjölmiðlar bjóði upp á líkt efni sem höfði til sem flestra. Það er því líklegt að staðal- ímyndir verði meira áberandi. Stundum er talað um að fjölmiðlar skapi heimsmynd almennings og það er að mörgu leyti rétt. Nú virðist sem fjölmiðlar líkist sífellt meir hver öðrum og eru að verða einsleitari. Heimsmynd okkar, sú sem við upplifum jafnt í fréttum sem afþreyingarefni, er því líklegri í framtíðinni að bjóða upp á einfaldar, staðlaðar ímyndir, efni sem er ódýrt að framleiða og framleiðendur eru vissir um að selja. Fjölmiðlar eru snúið fyrirbæri og það er meira en blæ- brigðamunur framleiðslu þeirra og bakaðra bauna. Þeir miðla ekki aðeins fréttum og afþreyingu heldur einnig auglýsingum, sem stundum er eina uppspretta tekna þeirra. Neytendamarkaður fjölmiðla er því um leið markaður fyrir auglýsingar af ýmsu tagi. Samkeppnin um auglýsendur er gífurleg og til þess að afla þeirra þurfa fjölmiðlar að sýna fram á að þeir hafi neytendur. Val ritstjórna á efni í fjölmiðil byggist oftar en ekki á hversu söluvænlegt það er frekar en að það hafi sam- félagslegt gildi eða sé fræðandi þó að það geti vissulega farið saman. Siðareglur blaðamanna til bjargar? Framundan eru erfiðir tímar í fjölmiðlun á Vest- urlöndum. Flestir fjölmiðlar glíma við fjárhagsþreng- ingar og í slíku árferði reynir á siðferðisþrek frétta- og blaðamanna, þar sem auk ofangreindra áskorana bætast við aukið vinnuálag, tímaþröng og auknar framleiðni- kröfur. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna að umfjöll- un um geðraskanir og fólk með geðraskanir er og hefur verið neikvæð í fjölmiðlum á Vesturlöndum og ýtt undir fordóma og félagslega skömm gagnvart þessum hópi. Siðareglur blaðamanna, sem eru áþekkar um flest Vest- Blaðamennska og geðraskanir í markaðs- þjóðfélagi Í annarri greininni í greinaflokki um birtingamyndir geð- raskana og fólks með geðraskanir í fjölmiðlum, bæði al- mennt og í Morgunblaðinu á tímabilinu 1993-2008, er fjallað um áskoranir sem frétta- og blaðamenn mæta í starfi og hvernig hægt væri að bæta þessa umfjöllun. Unnur H. Jóhannsdóttir Fólk með geð- raskanir finnur mest fyrir fordómum Í skýrslu sem Þjóðmálastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Öryrkjabandalagið, Lífskjör og hagir öryrkja, sem gefin var út árið 2010, kemur í ljós að hæsta hlutfall þeirra sem finna til einangrunar er í hópi geðfatlaðra en um 35% þeirra finna til mikillar einangrunar á móti 21% sem hafa lægsta hlutfallið en það er hjá þeim sem hafa hjarta-, æða- eða öndunarfærasjúkdóma. Marktækt samband var á milli tegundar fötlunar og þess hvort fólk fann fyrir for- dómum vegna örorku sinnar eða fötlunar. Hæst var hlut- fallið hjá þeim sem vor með greiningu um geðröskun en 56% þeirra finna fyrir fordómum. Lægsta hlutfallið var með- al þeirra sem hafa fengið hjarta- eða lungnasjúkdóma eða 29%. Þeir sem eru með geðgreiningu finna einnig hæst hlutfall fordóma hjá fjölskyldu (45%) og meðal kunningja (52%).

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.