SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 13
23. janúar 2011 13 Glöggir íþróttaáhugamenn hafasjálfsagt höggvið eftir því íviðtölum við Guðmund Guð-mundsson og leikmenn ís- lenska handboltalandsliðsins að þar er gjarnan talað um að liðið hafi verið vel undirbúið, unnið heimavinnuna sína og þar fram eftir götunum. Líklega er óhætt að fullyrða að fá handboltalandslið í heiminum, ef nokkur, eyði jafn mikilli orku og tíma í að leikgreina andstæðinga sína og íslenska landsliðið gerir. Þar leika Óskar Bjarni og Gunnar lykilhlutverk og hefur það heldur betur skilað árangri. Auðveldara er hins vegar um að tala en í að komast á stórmóti eins og HM, því þá líður stundum ekki nema tæpur sólar- hringur á milli leikja. „Við höfum bölvað þeim leiktímum þar sem leikið er seint á kvöldin eins og gegn Japan og Austurríki en þá var leikið klukkan 21.30 að staðartíma. Þessir leikir voru tvo daga í röð og strax eftir leikinn á móti Japan fórum við eins fljótt og hægt var upp á hótel og biðum fyrir framan skrifstofuna og reyndum að fá dvd-diskinn sem fyrst með nýjasta leiknum sem Austurríki spilaði. Um leið og við fáum leikina keyrum við þá í gegn og byrjum að klippa þá og greina en það tekur klukkutíma að keyra þá inn í for- ritið sem við notum áður en við getum byrjað að vinna. Gummi þarf að fá efnið um morguninn en við leggjum áherslu á að hann hvílist yfir nóttina. Við getum svo sem verið þreyttir en leggjum áherslu á að hann haldi sönsum. Efnið þarf að vera tilbúið klukkan átta eða níu um morguninn. Við erum auðvitað búnir að forvinna hluta af efninu en nýjustu leikina erum við að klippa til fram á nótt,“ sagði Gunnar og Óskar bætti því við að upplýsingarnar sem Guðmundur fengi væru einnig á pappírsformi. Mappan tilbúin þegar þjálfarinn vaknar „Við reynum að hafa þetta í möppu og hafa þetta aðgengilegt. Við reynum að merkja við þau atriði sem við teljum að skipti máli varnar- og sóknarlega,“ benti Óskar á og Gunnar heldur áfram: „Þegar Gummi vaknar á morgnana fær hann möppu með næstu andstæðingum. Þar er að finna öll leikkerfi sem þeir hafa notað í sókninni og á móti öllum varnaraf- brigðum sem þeir hafa spilað á móti. Sama má segja um varnarleikinn en þar er að finna öll varnarafbrigði sem þeir hafa spilað. Auk þess eru tilbúnar möpp- ur með leikmönnunum sjálfum sem varnarmennirnir geta skoðað og mark- menn geta séð hvernig andstæðingarnir skjóta. Jafnframt geta leikmenn skoðað atriði úr okkar leikjum þar sem búið er að klippa til plúsana og mínusana í okkar leik. Mest af þessu er vídeó en einnig er um að ræða hefðbundna tölfræði.“ Gunnar keypti sér áskrift Þeir félagar voru byrjaðir að hugsa fyrir því hvernig væri hægt að komast yfir upplýsingar um andstæðinga Íslands í milliriðlinum fyrir nokkrum dögum. Úr varð að Gunnar keypti sér áskrift að sjónvarpsútsendingum á netinu og tók þannig upp leiki í riðlakeppninni hjá væntanlegum andstæðingum Íslands í milliriðlinum. „Við getum ekki beðið því hver dagur skiptir okkur miklu máli. Skipulagið er ekki sérlega gott hjá móts- höldurum þannig að við fáum leikina hjá andstæðingum okkar ansi seint. Klukku- tíma eftir að okkar leik lýkur þurfum við að byrja undirbúning fyrir næsta leik,“ sagði Gunnar og blaðamanni leikur for- vitni á að vita hvort sögurnar af svefn- leysi þeirra félaga á stórmótum eigi við rök að styðjast. „Þegar þessi vinna er í gangi erum við oft á tíðum til svona fjög- ur á nóttunni. Við erum hins vegar heppnir með að vera tveir í þessu og það munar svakalega miklu. Við getum skipt með okkur verkum og getum einnig skoðað meira. Ef einn maður væri í þessu þyrfti viðkomandi að velja og hafna upp- lýsingum. Þegar á líður mótin geta kom- ið tímar þar sem vinnan er enn meira krefjandi. Þá getur komið upp sú staða að við mætum andstæðingi t.d. í undan- úrslitum og séum þá ekki búnir að gera ráðstafanir þar sem það liggur fyrir með litlum fyr- „Leggjum áherslu á að Guðmundur haldi sönsum“ Íslenska landsliðið í handknattleik yljar nú Ís- lendingum með frábærri frammistöðu í svartasta skammdeginu eins og stundum áður og hefur unnið alla fimm leiki sína á HM í Svíþjóð. Á bak við landsliðsstrákana stendur góður hópur af traustu fólki sem leggur nótt við dag til þess að þeir megi ná sem mestum árangri. Í þeim hópi eru meðhjálparar Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon. Kristján Jónsson kris@mbl.is Hershöfðinginn Guðmundur Guðmundsson líflegur að vanda á hliðarlínunni. Reuters Gunnar Magnússon og Óskar Bjarni Óskarsson vinna ómælda vinnu bak við tjöldin. Ljósmynd/Hilmar Þór Guðmundsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.