SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 33
23. janúar 2011 33
Hér við nyrstu voga hverfist lífið um handbolta þessa dagana. „Strákarnirokkar“ hafa gert garðinn frægan á síðustu stórmótum og væntingar fyrirvikið miklar þegar flautað var til leiks á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrirrúmri viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tónaði þær vænt-
ingar raunar svolítið niður í aðdraganda mótsins en tveir góðir sigrar á Þjóðverjum rétt
fyrir brottför til Svíþjóðar æstu þjóðina á ný upp úr öllu valdi. Komið hefur á daginn að
væntingarnar voru ekki út í bláinn en óhætt er að fullyrða að liðið hafi farið á kostum til
þessa á mótinu – vann alla fimm leiki sína í undanriðlinum. Fyrsti leikurinn í milliriðli fer
fram í dag, laugardag, og vinnist sigur á Þjóðverjum á Ísland hreint prýðilega möguleika á
að komast í undanúrslit á mótinu. Það hlýtur að vera markmiðið á þessari stundu. Hvort
það afrek, eitt og sér, nægir þjóðinni er svo önnur saga. Hafandi horft á „Strákana okkar“
með bæði silfur og brons um hálsinn hlýtur gullið að kitla. Það þýðir ekki lengur að telja
manni trú um að það sé þessum mannskap um megn. Affarasælast er þó að fara ekki fram
úr sér – fjöldi sterkra liða bíður á næstu dögum – og lifa í takt við gömlu en góðu klisjuna:
Tökum einn leik fyrir í einu.
Athygli hefur vakið á mótinu hversu vel íslenska landsliðið er undirbúið fyrir hvern og
einn leik. Það virðist þekkja andstæðinginn eins og lófann á sér, styrk og veikleika. Vita-
skuld er þetta Guðmundi þjálfara og strákunum sjálfum að þakka en ekki síður „með-
hjálpurunum“ tveimur, eins og Kristján Jónsson, íþróttafréttamaður Morgunblaðsins,
varpar skýru ljósi á í Sunnudagsmogganum í dag. Í samtali Kristjáns við tvímenningana,
Gunnar Magnússon og Óskar Bjarna Óskarsson, kemur fram að þeir leggja nótt við dag til
að klippa saman myndefni með nýjustu leikjum andstæðinga íslenska liðsins á hótelher-
bergjum í Svíþjóð. Augljóst er að til mikils er ætlast af þeim og þeir standa greinilega í
stykkinu. Eða eins og þeir komast sjálfir að orði í viðtalinu: „Guðmundur er kröfuharður
og slakar aldrei á kröfunum gagnvart okkur eða strákunum og það er mikill kostur,“ sagði
Óskar og Gunnar tekur í sama streng. „Við erum með Gumma á bakinu allan sólarhring-
inn. Hann leitar einnig mikið til okkar og nýtir okkur vel. Þess vegna er gaman að vinna
með honum.“
Í blaðinu í dag ræðir Kristján Jónsson einnig við Guðjón Val Sigurðsson, hornamann
landsliðsins, sem leikið hefur við hvurn sinn fingur á mótinu. Það væri svo sem ekki í frá-
sögur færandi nema fyrir þær sakir að hann er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum sem
héldu honum utan vallar í tæpt ár. Einstakur afreksmaður, Guðjón Valur. Einn sá mesti
sem þessi þjóð hefur átt á velli.
Einstök heimild um lífið á Suðurskautslandinu
Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, lýkur í dag að herma af ævintýraferð
sinni á Suðurskautslandið seint á síðasta ári. Fyrsta greinin birtist í aðfangadagsblaði
Morgunblaðsins, sú næsta í áramótablaðinu og tvær greinar hafa svo birst á nýja árinu. Í
þessum greinum hefur Ragnar varpað einstöku ljósi á dýralíf og staðhætti á þessum fram-
andi slóðum sem sárafáir menn fá tækifæri til að upplifa frá fyrstu hendi. Þjóðin veit allt
um næmi Ragnars fyrir aftan linsuna en í þessum greinum og þætti sínum „Sögunni bak
við myndina“ hér í blaðinu á umliðnum mánuðum sýnir hann svo ekki verður um villst
að hann festir augnablikið ekki aðeins á filmu – heldur leggur það jafnframt á minnið.
Í höndum „Strákanna okkar“
„Ég fagna því að blóðið renni.“
Jón Þórisson, arkitekt og fyrrum aðstoðarmaður
Evu Joly, um handtökur Landsbankamanna.
„Þetta verður stríð.“
Robert Hedin hinn sænski
þjálfari norska landsliðsins
í handbolta fyrir leikinn
gegn Íslandi.
„Berjið Alexand-
er Petersson.“
Hedin í einu leikhléinu þegar
Ísland mætti Noregi.
„Skandinavar eyði-
leggja íþróttir og hand-
boltinn hefur verið eyði-
lagður.“
Slavko Goluza, landsliðsþjálfari
Króatíu í handbolta, eftir tap
gegn Dönum.
„Þetta setur engan á
hausinn. Svo býr enginn
útrásarvíkingur við
götuna þannig að enginn hefur tapað
neinu að ráði.“
Sigurður Jónsson, íbúi við Ásveg á Dalvík. Íbúar
tóku sig saman og létu moka öllum snjó úr göt-
unni.
„Eruð þið brjálaðir? Ég hef bara
gaman af þessu!“
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, spurð-
ur hvort hann hygðist segja af sér eftir nýjustu
tíðindi af samskiptum hans við unglings-
stúlkur.
„Kvikmyndirnar eru
eins og börnin mín,
nema hvað börnin eru
kostnaðarsamari og
ekki hægt að breyta
þeim í þrívídd til
að auka tekj-
urnar.“
Leikarinn Robert DeNiro
þegar hann hlaut verðlaun
fyrir ævistarf sitt á Golden Globe-
hátíðinni.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
náð nýjum hæðum á Íslandi. Það vekur líka sér-
staka athygli vegna hástemmdra heitstrenginga í
upphafi ferils um að verða fyrirmynd í gagnsæju
og opnu stjórnkerfi.
„Bankaleyndin“
Á síðustu árum hefur leynimakkið verið alvarleg-
ast í bankakerfinu, en nú er orðið ljóst að í skjóli
„bankaleyndar“ var margvíslegt framferði stund-
að sem ekki þoldi dagsins ljós. Það er ekki það
sem „bankaleynd“ á að tryggja: Eðlilega hags-
muni viðskiptavina, jafnt einstaklinga og fyrir-
tækja á samkeppnismarkaði. En þegar „banka-
leyndin“ er notuð til að fela fyrir Fjármálaeftirliti,
ríkisvaldi og almenningi fyrirgreiðslu til tiltek-
inna manna, sem var löngu komin þúsundir kíló-
metra umfram eðlileg mörk, versnar í því. Þá er
markvisst verið að skekkja samkeppnisstöðu,
ekki að vernda hana, og um leið að stefna fjár-
hagslegu öryggi tugþúsunda smárra viðskiptavina
í stórkostlega hættu eins og dæmin hafa nú sann-
að. Og um leið er verið að fá skjól til lögbrota og
eyðileggingar á efnahagslegri stöðu heils ríkis. En
það skrítna er að bankarnir sem stofnaðir voru á
rústum hinna gömlu eru farnir að haga sér ná-
kvæmlega eins. Þeir skýla sér á bak við „banka-
leynd“ þegar þeir eru að komast hjá að óeðlileg
fyrirgreiðsla þeirra, reyndar stundum við þá
sömu sem skemmdu mest út frá sér, komist nú
fyrir almenningssjónir. Þeir eru þá ekki að gæta
þeirra hagsmuna sem eðlileg „bankaleynd“ á að
gæta. Rétt eins og gömlu bankarnir eru þeir að
nota „bankaleyndina“ til að fela gjörninga sem
alls ekki þola dagsins ljós frekar en fyrri daginn.
Og þetta virðist gert í góðri sátt við núverandi
stjórnvöld, mesta leynimakks- og pukurlið sem
nokkru sinni hefur komist í valdastóla á Íslandi.
Af þessum ástæðum mun taka lengri tíma að
skapa á ný skilyrði almenns trausts í landinu, sem
er forsenda heilbrigðs viðskiptalífs.
Morgunblaðið/Ómar