SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 41
23. janúar 2011 41
Lífsstíll
Þó að mörgum finnist gaman að ferðastgetur verið jafn leiðinlegt að þurfa aðpakka niður. Þetta finnst mér sérstaklegaeiga við þegar kemur að því að pakka
niður eins litlu og maður mögulega kemst af með.
Á meðan ég bjó erlendis var þetta nokkuð sem
mér ætlaði bara ekki að takast að
læra. Í hvert skipti sem ég stóð
sveitt á brautarpallinum eða
flugvellinum bölvaði ég sjálfri
mér fyrir að hafa pakkað niður
svona mörgum bókum. Eða
minnti sjálfa mig á að ég myndi
aldrei þurfa öll þessi föt. Svo fékk
ég harðsperrur í hendur og axlir
daginn eftir og ef lyftan var biluð
á brautarstöðinni var mér oft
skapi næst að leggjast niður og
fara að grenja. Í gegnum árin lærði ég samt smám
saman mikilvæga lexíu. Í fyrsta lagi þarf maður
ekki að pakka niður allri búslóðinni sinni þó að
maður skreppi í vikuferð. Það er nefnilega flest til
úti í hinum stóra heimi sem má kaupa ef maður
hefur gleymt einhverju heima. Í öðru lagi notar
maður yfirleitt í mesta lagi helminginn af fötunum
sem maður pakkar niður. Maður þarf oftast ekki
nema segjum tvennar buxur, góða peysu og yf-
irhöfn en svo nokkra boli í nokkra daga ferð. Svo
er minnsta málið að kaupa sér eina flík eða tvær ef
til þess kemur. Í þriðja lagi er síðan ekki sniðugt
að burðast með bækur landa á milli. Þær eru
nefnilega þungar og telja fljótt í kílóum. Kiljur eru
miklu betri og taktu bara eina eða tvær og ekki
fimm. Ef þig vantar meira að lesa
eru bókabúðir um allan heim og
yfirleitt til eitthvað á ensku. Þegar
þetta er allt komið heim og saman
er líka ágætt að huga að ferða-
töskunni sjálfri. Hún þarf ekki að
kosta þig aleiguna en það er betra
ef hún er með sæmilegum hjólum
því það getur létt lífið til muna.
Svo er gott að merkja töskuna
með litríku bandi eða einhverju
þannig að þú þekkir hana um leið
og hún birtist á töskubandinu. Nú, þá er alveg
eftir að tala um næsta stig og það er að geta farið í
bakpokaferðalag. Mig dreymir um fjarlægar slóðir
og slíkt ferðalag. Þá er nú betra að geta pakkað
litlu og léttu og spurning um að æfa sig fram að
brottför. Byrja á hrúgu og vinna sig smátt og
smátt í gegnum hana. Sjá þannig hvað manni
finnist mikilvægast að taka með og hvað megi
bara alveg verða eftir heima.
Gaman er að fara í ferðalag.
En hverju pakkar maður
og hverju pakkar maður
ekki áður en lagt er í’ann
á framandi slóðir?
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Gott getur verið að kæla sig niður í sjónum á sjóðheitum baðströndum á suðlægum slóðum.
Reuters
’
Í fyrsta lagi
þarf maður
ekki að pakka
niður allri búslóðinni
sinni þó að maður
skreppi í vikuferð.
Hvað fer
í ferða-
töskuna?
Nú er einnig farið að tala um svokallaða flashpacker sem
segja má að sé næsta stig fyrir ofan bakpokaferðalanga.
Þessir ferðalangar eru skilgreindir þannig að þeir eru oftast
aðeins eldri, frá ca 25 ára og upp úr. Þeir vilja að vissu leyti
ferðast eins og bakpokaferðalangar en hafa meira handanna
á milli og vilja aukin þægindi á ferðum sínum.
Þá mætti kalla sýndarferðalanga á íslensku. Því bæði vilja
þeir sýna að þeir eigi nóg af tæknidóti en eins að geta sýnt
fólki myndir og brot af ferðum sínum strax. Nú er pakkað niður
alvöru myndavél sem þú getur tekið myndir á næstum eins og
atvinnuljósmyndari. Upptökugræjan fær líka að fljóta með og
munar engu um hvað hún telur mörg kg svo lengi sem þú getir
sett vídeó af þessu brjálaða strandpartíi beint á Facebook
daginn eftir. Það gerir þú auðvitað í gegnum eigin tölvu því tölv-
urnar á kaffinu eru svo hægar og þú verður að koma þessum
myndum í loftið hið snarasta. Auka tölvudrif tekur þú líka með
til að taka afrit af myndunum og myndböndum til öryggis. Síð-
an er Itouch nauðsynlegt í allar þessar löngu lestar- og rútu-
ferðir. Loks fær líka að fljóta með ýmiss konar vellyktandi dót.
Þú bara getur ekki verið þekktur fyrir að lykta illa á ferðalaginu!
Skemmtilegar pælingar sem kannski sýna í raun hvernig bak-
pokaferðalangurinn hefur breyst og/eða verður í framtíðinni.
Tæknin fær að fjóta með
Nútímaferðalangurinn skilur tæknina ekki við sig á ferðalagi.
Því getur líka fylgt óþarfa kostn-
aður að pakka of miklu niður.
Mörg flugfélög eru ströng á því
hversu mikið hver ferðalangur má
hafa með sér um borð. Eins rukka
mörg lággjaldaflugfélögin fyrir
hverja tösku og jafnvel handfar-
angur. Áður en lagt er af stað í
ferðalag er því best að kynna sér
alla slíka skilmála og reyna síðan
að pakka niður samkvæmt því. Þú
vilt jú örugglega líklegast gera eitt-
hvað annað við peninginn í útlönd-
um en eyða honum í yfirvigt!
Dýr aukakíló
Vigtaðu farangurinn fyrir
ferðina.
Skemmtilega lýsingu fann greinarhöf-
undur á netinu þar sem bakpoka-
ferðalöngum er lýst líkt og einhvers
konar þjóðflokki. Segir í textanum að
bakpokaferðalög séu eins konar jað-
armenning lífsglaðra ungmenna sem
vilji skoða heiminn á sem ódýrastan
máta. Þau séu kölluð bakpokaferða-
langar þar sem stóran bakpoka sé að
finna á bakinu á þeim, frekar en þau
dragi á eftir sér ferðatösku. Þeir leiti
gjarnan í að tjalda og klífa fjöll á ferð-
um sínum og sækist eftir ódýrum leið-
um til að ferðast eins og að leigja nokk-
ur saman bíl. Loks segir að gjarnan
megi finna bakpokaferðlanga á fal-
legum stöðum þar sem ódýrt sé að lifa,
t.d. í Taílandi og á Indlandi. Hljómar jú
dálítið eins og gamaldags lýsing á þjóð-
flokki þó að nokkuð sé til í þessari lýs-
ingu innan um alhæfingar.
Jaðarmenning
ungmenna
Bakpokaferðalangar njóta lífsins.