SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 45
23. janúar 2011 45
Þegar hákarlarnir þrír – heimurinn, holdið
og hugurinn – eru að gera mann endanlega
brjálaðan er sálinni nauðsynlegt að eiga sér
vísa undankomuleið á vit friðarins, frelsisins
og fagnaðarins. Þá dugar vel, segja hinir
reyklausu, að ganga á fjöll eða rölta niður í
fjöru þar sem himinninn og hafið hvíslast á
um eilífðina. Fyrir letingja á borð við mig,
sem nenna ekki að hreyfa sig þótt líf liggi
við, felst trixið í því að komast í góða bók.
Þær bestu sýna að það er grundvallarmunur
á lífinu og heiminum; að hvernig svosem
veröldin snýst og umturnast þá lætur lífið
engan bilbug á sér finna, það veit hvert það
er að fara – og vill ekkert frekar en að maður
komi með.
Nú er allt að gerast, og þrátt fyrir sístríðari
framleiðslu á reyfurum, sem miða að því
einu að drepa tímann, eru enn samdar bæk-
ur sem skyggnast út í svellandi eilífðina. Í
slíkum er að finna hinn sama frið og frelsi –
svigrúm fyrir sálina – og býðst mönnum úti
í náttúrunni. En því þá ekki að fara bara
beina leið í eldgömlu trúarritin sem tala svo
vífilengjalaust um veg mannssálarinnar
gegnum umrót heims, holds og hugar, á vit
friðar, frelsis og eilífs lífs? Þá skiptir ekki
alltaf máli hvort leitað er í speki Konfúsíus-
ar, Laó Tse, Búdda, sjálfa Biblíuna, eða rit
höfunda sem eru nær okkur í tíma, á borð
við Dante sem er nú loks kominn út á ís-
lensku í þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Í
þessu sambandi er einnig vert að minna á
ævistarf Sörens Sörensonar sem þýddi
nokkur af trúarritum Indverja, bæði hindú-
ísk og búddísk, þar á meðal Bhagavad Gita.
Fyrir skömmu rakst ég á þýðingu Sörens á
Dhammapada, einu af þeim ritum sem talið
er innihalda orð Búdda. Rétt eins og Biblían
sjálf eru orð þess ætluð okkur og boða ekki
síst nægjusemi og sátt við þá forsjón sem
hefur, þegar allt kemur til alls, gert okkur að
því sem við erum. Holl lesning nútímales-
endum sem leita sál sinni friðar og finna
hann ekki almennilega í baráttulyktum Er-
lendar Arnaldar eða Kurts Mankells við hið
illa og órólega – þótt um sé að ræða hina
sömu baráttu góðs og ills sem varað hefur og
vara mun uns yfir lýkur.
Svigrúm fyrir sálina
Ísak hefur verið að lesa Dhammapada, eitt rit-
anna sem talin eru innihalda orð Búdda.
Lesarinn Ísak Harðarson skáld
Íslendingar monta sig af þvíað vera bókaþjóð en of oftvirðist þeim standa nokkuðá sama um kjör rithöfunda.
Ár hvert rís til dæmis upp vælu-
kór sem gólar ógurlega af því að
stór hópur rithöfunda landsins
fær starfslaun. Þessi hópur vill
taka þetta smotterí af þeim og
ætlast til að listamenn lúti mark-
aðslögmálum og láti sig hverfa af
vettvangi geti þeir ekki framfleytt
sér á list sinni. Staðreyndin er sú
að íslenskir rithöfundar lifa engu
sérstöku sældarlífi af ritlaunum
og starfslaunum. Sumir þurfa
nánast að stunda meinlætalifnað
eða eiga forsjálan maka sem er í
fastri vinnu. Ef þeir skrifa met-
sölubók fá þeir vissulega aukabó-
nus, en samt sem áður er
mánaðarkaupið ekki hátt miðað
við þann tíma sem hefur farið í
samningu verksins.
Það ætti að vera mögulegt að
gera vel við bestu rithöfunda
þjóðarinnar
þegar kemur
að Íslensku
bókmennta-
verðlaun-
unum. Þessi
verðlaun,
sem eiga að
teljast virt-
ustu bók-
mennta-
verðlaun hér á landi, eru heldur
nánasarleg þegar horft er á þá
peningaupphæð sem sigurveg-
urunum er veitt en hún mun vera
hálf milljón eða svo. Það er ekki
há verðlaunaupphæð þegar virt-
ustu bókmenntaverðlaun lands-
ins eiga í hlut, ekki einu sinni í
kreppu. Einhver leið hlýtur að
finnast til að tvöfalda, en helst
ferfalda þessa upphæð. Af hverju
á gott skáld ekki að fá að njóta
þess fjárhagslega að hafa skrifað
verðlaunabók? Auk þess skipta
verðlaun því meira máli því veg-
legri sem þau eru. Og dómnefndir
munu leitast við að vanda sig sér-
lega vel við valið, en ekki láta sér-
kennilega duttlunga ráða ef verð-
launaupphæðin er vegleg og
skiptir vinningshafann máli.
Alltof oft þykir ekki við hæfi að
listamenn telji sig þurfa peninga.
Það er ætlast til að þeir séu hug-
sjónafólk sem hugsi ekki um ver-
aldleg gæði, vilji ekki eiga fallegt
sófasett, hvað þá stóran flatskjá.
Ef listamaður sýnir sig í því að
vera peningamaður er viðbúið að
talað sé um það af vandlætingu að
hann hafi selt sig.
Listamenn þurfa að lifa eins og
annað fólk. Hæfileikaríkir lista-
menn eiga að njóta sín og fá að
njóta lífsins. Þegar þeir eru verð-
launaðir á að gera það með stíl,
þannig að eftir því sé tekið.
Rithöf-
undar án
peninga
Orðanna
hljóðan
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
’
Hæfi-
leika-
ríkir
listamenn
eiga að njóta
sín og fá að
njóta lífsins.
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
KARL KVARAN 17.11. 2010 - 13.2. 2011
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
ÞAÐ BLÆÐIR Á MORGUNSÁRINU 22.1. - 13.2. 2011
Jónas E. Svafár
UPPLESTUR úr verkum Jónasar á laugardag kl. 14:
Hjálmar Sveinsson, Þórarinn Eldjárn, Kristín Svava Tómasdóttir,
Ófeigur Sigurðsson
RAFMÖGNÐ TÓNLIST Á TÓNSTOFU LHÍ á sunnudag kl. 14
Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason og Úlfur Eldjárn
LAGERSALA í Safnbúð til 31. janúar
Listaverkabækur og veggspjöld á allt að 70% afslætti.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
„Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og
lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd
Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs
fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna.
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009.
Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
AUGASTAÐIR-BEHIND MY EYES
Ný verk eftir Óla G.
Byggðasafn Reykjanesbæjar:
Völlurinn
Bátasafn Gríms Karlssonar:
100 bátalíkön
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
„SIGGA HEIMIS“
11.9.2010 - 30.1. 2011
Samkeppnistillögur um húsgögn í
Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi
(14.1. - 6.3. 2011)
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri
og kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Listasafn Kópavogs
Gerðarsafn
Ásýnd landsins: Vatnið,
jörðin, hafið og himinninn
Daði Guðbjörnsson, Gunnlaugur Ó.
Scheving, Jóhannes S. Kjarval,
Rúrí, Vilhjálmur Þ. Bergsson
Sýningarstjóri: Guðbergur Bergsson
Sýningin stendur til 20.02.2011
Aðgangur 500 kr.
Ókeypis á miðvikudögum
Safnið er opið kl. 11-17
alla daga nema mánudaga
www.gerdasafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
15. janúar til 6. febrúar 2011
Listamannaspjall sunnudaginn
23. jan. kl. 15.00
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Erkitýpur
og
HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR
Það verður þeim að list
sem hann leikur
Opið 13-17 nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis.
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
Sögustaðir
– í fótspor W.G. Collingwoods
Síðasta sýningarhelgi
Einar Falur Ingólfsson veitir leiðsögn um sýninguna
sunnudaginn 23. janúar kl. 14
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga 11-17
Þjóðleg fagurfræði
12 listamenn – tvennra tíma
Kaffistofa
leskró - leikkró
OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði 8. janúar – 6. febrúar 2011
Brot úr náttúrunni
– Eiríkur Smith 1957-1963
Kjarvalar
– Stefán Jónsson
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis