SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 12
12 23. janúar 2011 Þriðjudagur Elín Esther Magn- úsdóttir skilur hvorki boltaíþróttir né við- skipti. Áttar sig því ekki á því nákvæm- lega hvaða hlutverki handbolti gegnir í verðmyndun eldsneytis, en vonar auðvitað að landsliðið verði bara sem lengst úti og vinni sem flesta leiki … Miðvikudagur Sigrún Birna Birn- isdóttir gafst loks upp og stakk flæktri jólaseríunni ofan í kassa. Sú verður sko ekki glöð eftir ellefu mánuði. Föstudagur Helga Kristín Ein- arsdóttir datt í lukkupottinn: Vei, vei, vei. Ég var að fá 5.000 bandaríkja- dali í verðlaun í net- fangahappdrætti hjá stofnun Sameinuðu þjóðanna og bíða pen- ingarnir eftir að verða sóttir hjá Western Union í Nígeríu. Hvar er vegabréfið, aftur? Fésbók vikunnar flett Það minnir um margt á aðstæðursem söguhetjur í bókum KurtsVonneguts lenda í, að finna sig íkjölfar efnahags- og í raun kerf- ishruns þurfa að færa rök gegn því að eyða hátt í hálfum milljarði króna af almannafé til framleiðslu snjós og það á Íslandi! Undanfarin ár hafa vissulega verið mögur í mörgum skilningi orðsins. Birtingarmynd þess kemur m.a. fram í síendurteknum uppskerubresti hjá skíðaáhugafólki og öðr- um unnendum vetraríþrótta, sem stóla á skíðasvæði Bláfjalla. Á meðan samúð mín er óskoruð í garð þessa hóps karla og kvenna, má hins vegar setja stórt spurningarmerki við lögmæti þess að fara út í jafndýra fram- kvæmd og lagt er upp með í uppsetningu snjóvélar í Bláfjöll. Þó ekki sé ætlunin hér að gera lítið úr því ágæta áhugamáli sem skíðaiðkun er, þá er þetta fyrst og fremst áhugamál. Ef dæminu er stillt upp út frá hagfræðilegu sjónarhorni er hinn raun- verulegi kostnaður við allar okkar ákvarð- anir í raun fórnarkostnaðurinn. Hér er ekki eingöngu átt við um þær u.þ.b. 400 millj- ónir króna, sem myndi kosta að setja upp slíka maskínu, heldur einnig hvernig sveit- arfélögin á SV-horninu gætu á annan hátt ráðstafað umræddri peningaupphæð enda er niðurskurður og skuldabaggi ofarlega á baugi í rekstri þeirra flestra. Þegar þrengir að í efnahagsmálum og niðurskurðarhnífurinn er á fleygiferð tel ég í besta falli um góðlátlega veruleikafirringu að ræða ef standa á straum af slíkum kostn- aði sem umrædd klakavél (tæknilega er bara um mjög litla klaka að ræða) myndi kosta útsvarsgreiðendur. Eins og fyrr segir verðum við að líta til þess hvert umræddar fjárhæðir myndu annars fara. Stórfelldur niðurskurður hjá ríki og sveitarfélögum hefur haft víðtæk neikvæð áhrif á lífskjör fólks, sér í lagi þeirra sem minnst mega við því. Er frekari niðurskurður og skatta- hækkun réttlætanlegt meðal sem helgar umræddan tilgang? Ég held ekki. Sem gamalgróinn og eldheitur skíða- áhugamaður verð ég því að sýna æðruleysi og auðmýkt gagnvart samfélagslegum þörf- um sem svo sannarlega hljóta að lenda ofar í forgangsröðun samfélagslegra gæða en snjóvél til þess að geta rennt sér niður brekkur oftar. Í fullkomnum heimi væru hins vegar keyptar fjórar ef ekki fimm slík- ar snjóvélar, en í fullkomnum heimi fjölgar ekki fátækum. Í fullkomnum heimi eru ekki langar biðraðir eftir mat hjá hjálparstofn- unum. Í fullkomnum heimi verður enginn gjaldþrota. Eigum við ekki bara að sætta okkur við snjóleysið og hlýjuna og fara frekar sund? Til að mynda á Álftanesi? MÓTI Gestur Páll Reynisson stjórnmála- fræðingur Það er engin spurning aðhefja þarf snjóframleiðslu íBláfjöllum og það sem allrafyrst. Þetta verkefni þolir enga bið. Bæði almenningur og iðk- endur úr skíðafélögunum fóru tíðar ferðir norður í land á síðastliðnum vetri til að stunda sína íþrótt. Áætl- aður kostnaður sem foreldrar æf- ingakrakka á höfuðborgarsvæðinu lögðu út var samtals 42 milljónir, þar sem skíðadeildum hér er ekki boðið upp á nothæfa skíðaaðstöðu. Það eru ekki einungis fjölskyldur æfingabarna sem stunda skíðin, heldur einnig þúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Skíðaíþróttin er skemmtileg og ein vinsælasta fjölskylduíþróttagreinin sem við eigum. Brettaskíðun er vin- sælt unglingasport og skíðagangan hefur einnig stóraukist meðal al- mennings. Það má ekki gerast að frekari fækkun verði í þessari íþrótta- grein vegna aðstöðuleysis en raun ber vitni. Ekki er víst að börnin fóti sig eins vel í annarri íþróttagrein. Mikil heilsuefling er samhliða skíðaiðkun, líkamlegt og andlegt atgervi eykst og útivistin og hreyfingin eykur styrk, úthald og þol. Sálræni þátturinn eflist samhliða og félagslegi þátturinn er gífurlega mikilvægur í starfsemi deildanna og þeirra sem stunda íþróttina almennt. Rannsóknir sýna að forvarnagildi íþrótta er mikilvægt börnum og unglingum og er skíða- íþróttin þar ekki undanskilin. Með tilkomu snjóframleiðslu í Bláfjöllum verður rekstur skíðasvæðanna og öll aðstaða á svæðinu fjölbreyttari, stöð- ugri og betri. Jafnara álag verður á skíðasvæðið allan veturinn og rekstur skíðadeilda mun styrkjast með meiri nýliðun sem fylgir öruggari og fleiri skíðadögum. Til samanburðar má skoða hvenær opið hefur verið í Hlíð- arfjalli við Akureyri, en þeir dagar hafa farið vel yfir 100 á vetri eftir að snjóframleiðsla var hafin. Uppsetning snjóframleiðslu fyrir Kóngsgil, Norð- urleið og byrjendabrekku við Blá- fjallaskála kostar ekki nema 263 milljónir, sem skiptist á 7 sveit- arfélög. Í nóvember sl. var opið í 21 dag og síðan ekki söguna meir. Tíðar ferðir hafa því verið hjá æfingakrökk- unum norður í land í desember og janúar. Hitatölur í allt haust voru mjög hagstæðar fyrir snjóframleiðslu og væru skíðabrekkurnar fullar af snjó ef Bláfjöll væru með snjófram- leiðslutæki. MEÐ Steinunn Sæmundsdóttir sjúkraþjálfari Er rétt að hefja snjó- framleiðslu í Bláfjöllum? ’ Til samanburð- ar má skoða hvenær opið hefur verið í Hlíð- arfjalli við Akureyri, en þeir dagar hafa farið vel yfir 100 … ’ Þegar þrengir að í efnahagsmálum og niðurskurðarhnífurinn er á fleygiferð tel ég í besta falli um góðlátlega veruleika- firringu að ræða ef standa á straum af slíkum kostnaði ...

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.