Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 13

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 13
Madonna, 1893. Edvard Munch Margir Islendingar kannast við norska listamanninn Edvard Munch. Nægir þar oft að nefna myndir s.s. Ópið, Madonnu eða Vampíruna. Snemma á síðastliðnu ári var í Norræna húsinu haldin sýning á verkum hans sem fengin voru að láni úr Munch-safninu í Ósló. Var það á ferð mikill menn- ingarviðburður, en Munch var einn af frumkvöðlum stílsins sem kenndur er við expressionisma. Expressionismi er hugtak sem notað er til þess að lýsa myndlist eða bókmenntum þar sem raun- veruleikinn er afskræmdur til þess að ná fram innsæi. Expressionistar túlka hlutina eins og þeir sjá þá sjálfir fremur en reyna að líkja eftir þeim. Myndir þeirra eru oft ágengar, persónulegar og byggðar á eins konar „sýnum" þar sem smáatriðum er gjarnan sleppt. Gaugin, Ensor, Van Gogh og Munch voru í byrjun 20. aldar and- legir leiðtogar í expressionískum hræringum. 13

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.