Skólablaðið - 01.04.1988, Side 18
María Callas er eflaust ein merk-
asta óperusöngkona þessarar
aldar. Hinn 16. september síðast-
liðinn voru liðin tíu ár frá dauða
þessarar miklu listakonu.
Uppruni
Foreldrar Maríu voru grísk og
báru eftirnanið Kalogeropoulos,
en eftir að þau fluttust búferlum
frá föðurlandinu til Bandaríkjanna
breyttu þau því í Callas. Pau komu
til New York-borgar í ágústmánuði
1923 eftir erfiða sjóferð og fjórum
mánuðum síðar fæddist María.
Sjálfur fæðingardagurinn er
nokkuð á reiki því að engar
skýrslur eru um hann að finna á
Flower-sjúkrahúsinu þar sem hún
fæddist. Guðfaðir hennar, dr.
Lantzounis, segir hana hafa komið
í heiminn 2. desember og þegar
fram liðu stundir minntist María
alltaf afmælis síns þann dag. En
móðir hennar var á öðru máli. Hún
stóð fast á því að María hefði ekki
fæðst fyrr en hinn fjórða: Ög tií að
flækja málið enn frekar stendur í
skólaskýrslum að hún hafi fyrst
litið dagsins ljós 3. desember.
Fleira furðulegt gerðist kringum
fæðingu Maríu. Þegar móðir
hennar, henni Evangaelíu, var sagt
að hún hefði fætt dóttur varð hún
alveg öskuvond og neitaði að líta
hvítvoðunginn augum í samfellt
fjóra daga. En svo var mál með
vexti að fáeinum árum áður höfðu
þau hjónin eignast son sem dó að-
18
eins 18 mánaða gamall og tóku þau
sér það afar nærri. Því óskuðu þau
þess heitast að barnið, sem
Evangelía bar undir belti, yrði
drengur og voru satt að segja búin
að ákveða það. Evangelía var t.d.
búin að prjóna öll barnafötin í
bláu. Hún gat því með engu móti
leynt vonbrigðum sínum.
Þetta háttalag móður hennar
varð raunar nokkuð einkennandi
fyrir samband þeirra mæðgna alla
tíð. María lýsti því svo að móðir
sín hefði aldrei skilið sig. Eitt af
því, sem þjáði Maríu á æskuárun-
um, var að hún var haldin mikilli
minnimáttarkennd. Ef til vill hefur
það ýtt undir þessa tilfinningu hjá
henni að systir hennar, Jakie, sem
var nokkrum árum eldri en hún,
var mjög falleg og það, sem meira
var, allir töluðu um það. Móðirin
hafði mikinn metnað fyrir hönd
þeirra systra og þrátt fyrir þröngan
fjárhag lét hún þær í söng- og
píanótíma.
Þó að María ynni til margra
verðlauna fyrir söng á unga aldri
var hún ekki staðráðin í því að
verða söngkona. Hún hafði meiri
áhuga á því að verða tannlæknir.
Hún var orðin 13 ára þegar hún fór
að hugsa um það fyrir alvöru að
leggja fyrir sig sönglistina. Um þær
mundir skildu foreldrar hennar og
hún fluttist með móður sinni aftur
til Grikklands. Þegar þangað kom
fór hún í söngtíma og þá byrjuðu
hjólin að snúast fyrir alvöru.
Ferill
Fyrsta óperuhlutverkið söng
María í ópéruhúsinu í Aþenu árið
1938, þá aðeins 15 ára gömul.
Þetta var annað aðalkvenhlut-
verkið í óperunni Cavalleria Rusti-
cana eftir Pietro Mascagni. Var þá
ferillinn formlega hafinn og aðal-
hlutverk í óperum á borð við
Toscu og Un ballo in maschera
fylgdu í kjölfarið.
Það var svo árið 1945 að María
ákvað að fara til Bandaríkjanna til
föður síns. Það var annars merki-
legt við þessa Ameríkuferð að hún
hafnaði hlutverki hjá Metropolit-
anóperunni í New York, einu virt-
asta óperuhúsi veraldar. Mörgum
þætti það eflaust fulldjarft, en hún
var harðákveðin í því að fara til
Ítaiíu sumarið 1947. Hún þurfti
ekki að sjá eftir þessari ákvörðun
sinni því að í þessari Ítalíuferð
vakti hún fyrst heimsathygli fyrir
hlutverk í óperunni La Gioconda
eftir Ponchielli og Tristan og Isolde
eftir Wagner.
María Callas var mesti dugnað-
arforkur og hefði hún sjálfsagt
aldrei náð svo langt ef hún hefði
ekki einnig verið metnaðarfull og
nákvæm. Sem dæmi um atorku
hennar má nefna að hún var aðeins
sex daga að læra aðalkvenhlut-
verkið í óperunni I Puritani eftir
Bellini þegar óperan var flutt í
Feneyjum árið 1949 og söng það
með miklum glæsibrag. En hlut-
verkið er eitt hið erfiðasta sem