Skólablaðið - 01.04.1988, Page 24
nestið okkar inni í stofu í löngufrí-
mínútunum, svo var labbað um og
gáð að strákunum, sem okkur
þóttu spennandi (og strákarnir
hafa vafalaust verið að líta til
okkar), og einnig athugað hver
væri að tala við hvern. Allir höfðu
geysilega merkilegar skoðanir og
það var mikið rætt um þær. Á
þessum árum voru bara tveir
menntaskólar í landinu og miklu
færri við nám en nú. Við fórum oft
í aðra skóla á dansæfingar, en þær
voru alltaf haldnar í skólunum
sjálfum. Það var sett lituð pera í
ioftið, músíkantar, jafnaldrar
okkar, spiluðu undir og ástin
blómstraði eins og vera ber.
VAR AUÐVELT AÐ FÁ
FÓLK TIL AÐ SKRIFA í
SKÓLABLAÐIÐ ÞEGAR ÞÚ
VARST í RITNEFND?
Nei, mikil ósköp, það var hræði-
legt, skelfilegt. Menn skrifuðu
aldrei neitt! Peir höfðu einhverja
komplexa út af því að skrifa, lang-
aði ekkert til þess. Þeir voru fáir
sem nenntu að skrifa í blaðið því
að flestir þóttust hafa nóg með að
skrifa íslenskuritgerðirnar. Það er
eitt, sem var svo erfitt í þá daga, að
okkur var svo lítið kennt að tjá
okkur. Það er ótrúlegt, en menn,
sem tala góða og fallega íslensku,
fara stundum alveg í skrúfu þegar _
þeir eiga að skrifa eitthvað. Það er
ekki nógu gott því að það er afar
mikilvægt fyrir íslenska tungu að
allir geti tjáð sig á sem vandað-
astan hátt, bæði munnlega og skrif-
lega, og það þarf auðvitað að
þjálfa eins og annað. Nú er fólk
t.d. hætt að skrifa sendibréf, -
notar heldur símann.
HVERNIG VAR MEÐ SKIPT-
INGU KYNJANNA MILLI
EMBÆTTA SKÓLANS?
Það var bylting þegar stelpa var í
minni tíð kosin scriba scholaris, en
það var Stefanía Pétursdóttir, og
6. bekkur A 1948-’49. Vigdís Finnbogadóltir önnur frá vinstri í 1. röð.
24