Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 35

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 35
Vorsins vængir settust loks eftir langferð yfir fjallstinda, frumskóga og svartan sæinn, dagur og nótt vógu salt áþekk að lengd. Eins og stjaksettur maður hékk vitinn á klettabrún yfir stórgrýti og brimi við opna strönd. Ljósið í höfði hans löngu slokknað, drit þakti veðurbarða veggina háu, í fjarska ásýndum sem klóför stórs dýrs.' Bifreiðin þumlungaðist upp vegtroðning með stefnu á einmana báknið sem bar við sjóndeildar- hring þræddan skýjum þungbún- um. Vegleiðir höfðu leitt þau aftur til strandar, firnindi lágu í minningunni en enn forðuðust þau mannabyggðir og þær voru fjarri yfirgefnum vitanum. Fuglarnir er hnituðu yfir, vængjaðir hnoðrar á himni eins og flugdrekar í strengjum frá ljóshjálmi vitans, voru einu vottar lífs. Mávaskrækir fylltu loftið og samræður urðu að vitfirrtum öskrum manna á milli, sjávarhamrarnir eins og geðsjúkra- hús flett veggjum sínum og sjúkl- ingarnir kepptu við illfyglin um gjallandi raddstyrk. Eegar Ægir og hann höfðu barið fúna hurðina opna, var hún þeirri stund fegnust þegar kyrrðin umlukti hana á nýjan leik. Þau klifu hringstiga, rykið klæddi þrepin gráum dúk og þung- um ilm elli, gluggaborurnar seltu- stokknu sem götuðu veggina með jöfnu millibili, sendu afhjúpandi geislaflaum í gegnum dansandi rykið og lýstu för þessa aragrúa korna að ókunnugum leiðarlokum. Pau vörpuðu teppum og tak- mörkuðum matarbirgðum sínum á þilskipt gólfin í fyrrum vistarverum vitavarðar. Ægir bretti frakkakrag- ann upp og var horfinn, þau heyrðu fótatak hans í stiganum upp til vitaljóssins er lýsti ei meir. Hún beið þar til bergmálið af fótatökunum, sem þrepin báru niður holt og dimmt eins og glym trékólfs í klukku, þagnaði. Hún sneri sér að honum, horfði á vangasvipinn og hendurnar á iði um teppahrúgurnar, hármakkann sem lék við augun. Hún sagði: „Hann verður að deyja fljótt.“ Svo mjög brá honum að hann settist á hraukinn og sökk til hálfs í mýkt voðanna. Fölvi breiddist um vanga. „Það get ég ekki,“ röddin var lág, eins og hann óttaðist að Ægir næmi samtal þeirra. „Þú veist að hann færir leiða og leiðinn táknar dauða. f»að er hann eða við.“ Orð hennar báru keim örvæntingar. Svar hans var von- leysið: „Ég þekki hann of vel, of langur tími liðinn, að stinga í hann rýtingnum er eins og að rista sjálfan mig.“ Slíku ástfóstri vináttu hafði hann tekið við Ægi, að honum var um megn að vinna þarfaverkið. Hann sat sem stirð- naður, augun grófust inn í vegginn og hnúarnir hvítnuðu um rýtinginn innan klæða. Hún hljóp niður stig- ann er hlykkjaði sig eins og slanga, fæturnir komu varla við. Sjávar- vindurinn tók í föt hennar þegar hún stökk út og feykti tárunum út í frelsið. Skjálfandi gekk hún frá vit- anum drottnandi. Þegar hún var komin svo langt að hún gat séð efsta hluta hans, keyrði hún hnakkann aftur og bar hönd upp að augum, eins og sæfari sem pírir sjónir að sóllauguðu siglutré. Um greipar Ægis bylgaðist ryðskellótt handriðið, sem varna átti mönnum flugs og lendingar í útbreiddum grjótfaðmi strandar. Ryðið dró upp þá snöggu tálsýn að hann styddist við blóði drifinn járnhring. Hún stóð við hlið vitans, eindb- líndi á frakkann sem vindurinn fyllti og hárið sem hann greiddi frá fölum vanga Ægis og lagði strítt aftur, eins og strákoll sem kon- ungur vetrar hefur ekki megnað að færa í kaf undir klóm sínum og rokið ræðst á með offorsi. Aldrei leit hann niður, hafsins ólmu öldur fönguðu hug hans allan, augun drukku í sig hafrótið og gríma löngunar færðist yfir andlit hans, þráin teiknaði kinnbeinin enn hvassar heldur en áður, skuggarnir undir augunum dýpkuðu og þau hurfu í botnlaust myrkur, varirnar teygðust opnar og tennurnar birt- ust samanbitnar, annaðhvort í brosi eða kvöl. Hún settist inn í bílinn, dró fæt- urna upp að andlitinu, hakan hjó í hnén og alvara bjó í augunum sem gægðust upp fyrir þau, glitruðu tár- vot gullin. Hún grét ást sem hún bar til hans og hlaut að verða dauða að bráð. Til einskis vakti hún sendiboða Guðanna af værum svefni, til einskis var baráttan við leiðann djúpstæðan háð, til einskis voru boðberum leiðans bundnir helskór, til einskis var allt þeirra líf. Sakir strengja í brjósti hans er tendruðu vináttu til Ægis, var nú svo komið að óheillaspár Guðanna höfðu ræst: Hann hafði heykst á ætlunarverki sínu, ekki getað verið banamaður hinna mestu leiðinda, þeirra sem Ægir bar inn í líf þeirra. Og án hennar vitundar unnu Guð- irnir verk sitt í hljóði. Þar sem hún sat í bílnum, með ringulreið minn- inga sinna og kvöl brostinna vona og grun sem hún gat ekki fest reiður á vegna fárviðrisins geys- andi um sálina, guldu þeir verkslok hiksins. Þeir höfðu heitið honum leiðanum, bærði einhvern tímann á efa í sinni hans, og nú var sú stund upp runnin. Eins og allir valdhafar þurftu þeir að sýna vald sitt, þeir reistu þá braut að leiðanum sem mestan sársauka hefði í för með sér. Þeir sviptu stúlkuna ást hennar á honum, og umhverfðu ást hennar í hatur. Illa leikin af djúpum sárum, brostnum vonum og án fót- festu á gegnheilli urð, var sál hennar hinn ákjósanlegi akur fyrir sæði lævísi, fyrir sæði sigurvegara. Þegar hún steig út í regnið sem haf- vindar báru að landi, var hatur í sál hennar, hatur á honum og linkind hans er flæmdi ekki leiðann frá lífi

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.