Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1988, Side 38

Skólablaðið - 01.04.1988, Side 38
Frosnar naetur Standandi undir Ijósastaurnum hinum megin við götuna starandi upp í gluggann minn Þú munt standa þar í alla nótt meðan ég sef ekki sígarettureykur og andgufa af og til stapparðu niður fótum og berð þér ti! hita í fyrramálið þegar ég kem út í morgunkuldann ósofin verður þú þar ekki en aflar nætur stendur þú í frostinu þrátt fyrir kuldann, vind og. snfó veturinn tekur aldrei enda andvökudraumur minn ávallt sá sami: fyrirgefðu ég sveik þig. Melkorka Thekla, '88. Konan með tóninn og grannan líkamann sveipaðan silki hallar sér fram á píanóið rauðar varir gleypa tungu undirleikarans. Gestirnir blása hringi sem leysast upp í mekkinum klingja glösum horfa tómeygir hver á annan velta glösum sínum heimspekilega um kliðinn. Hefja þau til guðsins í tilgangsleysi skella þeim á borðið þúsundmolaglerbrot þrýstast djúpt í hendur gestanna. Tónablóð. Andlitin drjúpa hægt niður á góifið. Konan brosir treður þau undir hæl sínum. Svífur út í nóttina. Melkorka Thekla, '88. 38

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.