Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1988, Qupperneq 39

Skólablaðið - 01.04.1988, Qupperneq 39
Við vissum að það var nauðsyn- legt. I>að henti á tuttugasta afrnæTis- degi okkar. Við lágum á ströndinni og virtum fólkið fyrir okkur, sjóinn og himininn, sælir yfir að vera yfir það hafnir. Pegar við höfðum horft nægilega lengi á einhvern litum við hvor á annan með hæðnisblik í augum. Dauft bros lék um varir okkar. Fífl! Við vorum farnir að þreytast á heimskulegu mannlífinu og steikj- andi sólinni og ræddum um sjávar- föllin til að drepa tímann. „F>að væri óskandi að sjórinn breytti einu sinni sínum eilífa gangi og drekkti þeim öllum,“ sögðum við. „En slíkt gerist aldrei,“ héldum við áfram. „Skilyrðin eru ekki þannig að flóð geti orðið óvenjulega hátt núna,“ sögðum við, vitandi allt um sjávarföllin, eins og allt það sem við kærum okkur um að vita. Þá lagðist það á milli okkar. Heimur okkar sundraðist örfá andartök. „Þetta er okkar pláss,“ sögðum við án þess að líta á það. Það hló. Það hló! Aldrei hafði nokkur þeirra hlegið að orðum okkar, en við létum ekki koma okkur úr jafnvægi aftur. „Ó, ég elska ykkur,“ sagði það. Við litum hvor á annan og brostum hæðnislega en ánægðir. Það stökk upp og hljóp út í sjóinn, skellihlæjandi. Við horfðum hvor á annan með vorkunn og hæðni í augnaráðinu. Að venju vorum við á ströndinni aftur eftir viku. Það hafði kólnað og við settumst við eitt borðanna. Mannlífið var ómerkilegt eins og vanalega. „Bjóðið þið mér í bíó!“ heyrð- ist hrópað og við litum hægt við. Okkur bregður aldrei. .. •* óbærilegar og virtust endalausar. Hrópandi vifleysingarnir á strönd- i«ni :^á púkrabíl. > r r Við Það stóð þar brosandi, í stutt- buxum og bol, svo brjóstin þrýstust út og við hugsuðum: Já, það er kona. Það gæti verið nytsamt að kynnast því. Við sækjumst ekki eftir reynslu, en fróðleikurinn gæti orðið nytsamlegur. Hvernig eru brjóst kvenna í raun og veru? Hvernig eru þau viðkomu? Innst inni vissum við að fróðleikurinn var ómerkilegur, en við töldum sjálfum okkur trú um annað og buðum henni í bíó. Konur eru undarlegar og erfiðar viðfangs. Við snertum það ekki meðan á myndinni stóð. En á leið- inni heim völdum við hentugt augnablik í mannlausri, dimmri götu og færðum það úr fötunum. Brjóst kvenna eru sérkennileg við- komu. Það grét og við gengum heim. Nauðsynlegur fróðleikur, hugsuðum við. Að viku liðinni lágum við niðri á strönd í miklum hita, svo við þreyttumst fljótt á fábreyttu mann- lífinu og lögðumst til svefns. Við vöknuðum við spörk og högg, svo hörð að við gátum ekki borið hönd fyrir höfuð okkar, lík- amar okkar höfðu verið gerðir óstarfhæfir áður en við áttuðum okkur á að snúast til varnar. Þeir hlupu burt, en við gátum okkur hvergi hrært. Kvalirnar voru inni, og hófum leitina. Við komum auga á það eftir nokkurra stunda leit á kaffihúsi. Það var eitt. Við dulbjuggum okkur með leð- urjökkum, líkum þeim er náung- arnir á ströndinni höfðu klæðst, og komum því að óvörum. „Við viljum biðjast afsökunar,“ sögðum við. Það hrökk við og leit á okkur skelfingu lostið. „Ekki vera hrædd,“ sögðum við. „Við viljum aðeins biðjast af- sökunar.“ Við gættum þess að láta engan sjá andlit okkar. „Má bjóða þér brjóstsykur?“ sögðum við og það þáði, enn hrætt. Við stóðum á fætur. „Nú kveðjum við,“ sögðum við og gengum út. Brostum. Það var full- komnað. Það hafði gleypt blásýru- hylkið, sem við höfðum svo hagan- lega komið fyrir í brjóstsykrinum, og myndi því deyja auvirðilegum, réttlátum dauðdaga. Skelfingar- hróp bárust út úr kaffihúsinu. Tveimur dögum seinna kom óeinkennisklæddur löogreglu- maður sem sagði okkur frá láti þess. „Það var leitt,“ sögðum við, „stúlkan var ekki náinn vinur okkar en indæl. Það er synd hvernig fer fyrir þeim sem guðirnir elska.“ Lögreglumaðurinn kinkaði kolli og tjáði okkur að tveir vinir hennar hefðu verið handteknir, ásakaðir um morð. Þeir neituðu og héldu því fram að við ættum sökina. Við brostum vorkunnsamlega og gerðum grein fyriröruggri fjarvist- arsönnun okkar. Lögregluþjónn- inn afsakaði ónæðið, kvaddi og fór. Við næstum hlógum, svo ánægðir vorum við að verki loknu. Þegar við erum sofnaðir hugsa ég um ljósa lokka, fallegt bros og einlæg augu. Græt í hljóði. Melkorka Thekla ’88. 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.