Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 40

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 40
Christian Lacroix Christian Lacroix fæddist í Arles í Suður-Frakklandi fyrir 37 árum. Fjögurra ára gamall var hann spurður hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Svarið var öllu frumlegra en spurningin: „Christian Dior.“ Þótt draumur Lacroix hafi ekki ræst í bókstaf- legri merkingu hefur honum tekist að verða einn eftirsóttasti tísku- hönnuður Parísar og það á ótrú- lega skömmum tíma. Hann lagði stund á listasögu með sérstakri áherslu á búninga við háskólann í Montpellier, gerð- ist síðan hönnunarlærlingur hjá Hermés og síðar hjá Guy Paulin. Árið 1981 var hann ráðinn að tískuhúsi Jean Patou sem hafði verið í lægð í nokkur ár. Lacroix gekk þar undir nafninu l’enfant terrible“ (vandræðabarnið), en 40 frumlegar hugmyndir hans urðu til þess að Patou óx til vegs og virð- ingar að nýju. í janúar 1986 til- kynnti fjármögnunarfyrirtækið Financiére Agache, sem m.a. stendur að baki Dior-hringnum, að það legði fram sem svaraði 3 millj- örðum íslenskra króna til starfsemi Lacroix. Hann setti á fót eigið tískuhús og hélt fyrstu sýningu sína síðastliðið sumar, dagana fyrir „les grandes vacances", þegar öH þekktustu nöfn hátískunnar sýna vetrarfatnað sinn. Lacroix sló í gegn og var þá sagt að í saman- burði við hann væri engu líkara en hinir hönnuðirnir þjáðust af hægðatregðu! Sýningar Lacroix eru ólíkar sýn- ingum hinna tískuhúsanna. Pær minna einna helst á leiksýningar. Föt hans eru skrautleg í meira lagi

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.