Skólablaðið - 01.04.1988, Page 43
Skipshöfnin á Frekjunni, Gísli, Björgvin, Konráð, Theodór, Lárus, Úlfar.
Gunnar, hver var aðdragandi
ferðarinnar?
Við vorum að láta smíða
fiskiskip úti í Danmörku á vegum
Skipafélagsins ísafoldar, en þar var
ég framkvæmdastjóri. Ég var sem
sé í Kaupmannahöfn, þegar f>jóð-
verjar réðust inn í landið. f*ar var
einnig Gísli Jónsson, sem var vél-
stjóri og skipaeftirlitsmaður, og
þingmaður Barðstrendinga. Hann
var hluthafi og stjórnarmaður í
áðurnefndu skipafélagi. Við þessar
aðstæður varð vitaskuld að hætta
við smíði skipsins, og þá var að
snúa sér að því að komast heim.
Þegar við vorum búnir að dunda
okkur þarna í eina fjóra mánuði,
reyndum við að ná okkur í gamlan
fiskibát. Rakst Gísli Jónsson þá 30
tonna bát í Frederikshavn, 60 ára
gamlan, sem var búið að taka úr
umferð. Eigandinn seldi okkur
hann á 6000 kr., sem var nú ekki
mikið fyrir skip í þá daga. Báturinn
þarfnaðist viðgerðar, og komum
við honum í siglingarfært ástand. í
Kaupmannahöfn var staddur Lárus
Blöndal, skipstjóri hjá Eimskip.
Fengum við hann með okkur í reis-
una. Parna voru einnig ungir
læknar í framhaldsnámi, en vildu
ólmir komast heim. Petta voru
Theodór Skúlason og Úlfar Pórð-
arson. Peir slógust síðan í hópinn
og einnig Björgvin Frederiksen og
- Konráð Jónsson.
Við lásum í bókinni, að þú hefðir
verið stýrimaður.
Já, ég var ráðinn stýrimaður,
þótt siglingareynslan væri ekki
mikil. Við þessar aðstæður nægði
bílpróf og reynsla í akstri um vegi
Islands, eins og þeir voru í þá tíð.
Þá var nú Atlantshafið ekki mikið
vandamál, beinn og breiður vegur
beint heim til íslands, fannst
manni. Petta var nú bara heiðurs-
titill. Jæja, þetta gekk sem sé allt
saman upp hjá okkur. Við náðum
okkur í peninga og annað, sem
þurfti til að komast af stað. Þegar
þetta var allt klárt, var að fá leyfi
Þjóðverja, og það kostaði heil-
mikla þvælu. Fengum við leyfi hjá
þýsku hernaðaryfirvöldunum í
Kaupmannahöfn til að sigla fyrst til
Noregs. Áttum við þar að hafa
samband við þýsk hernaðaryfir-
völd í Ósló. Fyrsta daginn í
þungum gerðist spaugilegt atvik.
Úlfar Pórðarson sem tekið hafði að
sér hlutverk yfirkokks, fór niður í
lúkar til framleiðslu á fyrstu heitu
máltíðinni. í lúkarnum var daunn
sem fyllilega bar vott um aldur
skipsins og daglega sögu þess. Eftir
nokkra stund, er ekkert heyrðist
frá Úlfari fór Gísli Jónsson niður
til þess að athuga málið og blasti þá
við alldapurleg sjón. Yfirkokkur-
inn stóð yfir pottunum grænn í
framan og var að gubba í fötu,
mjög illa haldinn. Pótti Gísla vél-
stjóra þetta ekki mjög karlmann-
legt og hafði orð á. Varla hafði
hann sleppt orðinu, fyrr en and-
rúmsloftið náði til hans einnig svo
hann greip fötuna af Úlfari og fór
að hans dæmi, en Gísli var þaul-
reyndur sjómaður. Bjargaði þetta
mjög áliti manna á sjó-
mennskuhæfileikum Úlfars. Ann-
ars fóru máltíðir fram með ýmsum
hætti. Lárus Blöndal vildi hafa aga
á hlutunum. Sem kapteinn ætlaðist
hann til, að menn biðu, þar til
hann hefði fyrstur fengið sér mat.
En, nei, við fyrstu máltíð, er kjötið
var sett á borðið, stakk einhver í
glæsilegasta bitann, og kom þá
heldur svipur á skipstjóra.
Við komumst klakklaust til
Kristjánssands, en þaðan var ég
gerður út til Óslóar, því að þar
þurfti leyfi þýskra yfirvalda. Þau
sendu okkur áfram til Björgvinjar
eftir fullnaðarleyfi til íslands. Þetta
tók nokkurrá daga þras, en tókst
að lokum. Hef ég grun um, að
þessir síðustu Pjóðverjar, sem við
áttum við, hafi talið, að við værum
að fara til íslands á vegum Þjóð-
verja og að þeim bæri ekki að
blanda sér í málið.
Hvernig fékk báturinn þetta
skemmtilega nafn?
Ég stakk upp á þessu af bríaríi
einhvern daginn. Við vorum búnir
að vaða í alla og sagt hálfar sögur
til þess að fá þessu framgengt. í
raun hafðist þetta með töluverðri
„frekju“. Loks fengum við sem sé
„grænt ljós“ í Björgvin og sigldum
áleiðis til Færeyja. Var það mikill
léttir. Pegar við samkvæmt leiðar-
kortinu áttum að vera komnir á
áfangastað, sem var Pórshöfn,
lentum við í slæmri þoku, skutum á
fundi og ákváðum að sigla í þrjá
tíma. Ef ekki sæi í Færeyjar þá,
mundum við sleppa þeim og taka
kúrsinn beint á ísland. En við
vildum gjarnan koma þar við, hafa
kontakt við Bretana, athuga tund-
urduflabelti og annað. Síðan
siglum við þarna og sjáum allt í
einu tvo menn á róðrarbáti og
segjum: „Heyriði, hvar er
Þórshöfn?“ - „Þórshöfn? Hún er
hérna.“ Þá vorum við í ytri höfn-
inni í Pórshöfn!
43