Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.04.1988, Side 54

Skólablaðið - 01.04.1988, Side 54
Fimm mínútna sagan Úpps. Sem betur fer datt síga- rettan ekki ofan í glasið mitt, heldur á borðið. Spýtuborðið, hvað sagði gestgjafinn að það væri? Mahoní? byrjar að dökkna og verða svart. Af einskærum efna- fræðiáhuga get ég ekki fengið það af mér að stöðva atburðinn. Þetta hlýtur að vera einhvers konar hvarf. Af hverju lætur fólkið svona? Það er að vísu megn bruna- fýla hér, en það er ekkert að brenna. Hysterí er þetta. Algjör óþarfi að tapa glórunni út af smá- brunabletti. Af hverju horfa allir svona reiðilega á mig? Ég heyri hurð skellast og ég er öfugum megin við hana. Blackout. Mikið ægilega er kalt úti. Hvar er ég í bænum? Einhverju völ- undarhússíbúðarhverfi? í hvaða átt ætli að bærinn sé? Ég þyrfti helst að ná mér í leigara og koma mér heim. Ég fæ örugglega lungna- bólgu ef ég verð miklu lengur úti í þessum kulda. Nei, kemur ekki leigari og stoppar fyrir mér. Far- þeginn, forljót, ung karlvera, býður mér að fljóta með. Ef velja á milli hlýs bíls með krípi og kuldans, er krípið skárra. Blackout. Hva? Það er bara fjör í bænum. Kannski maður ætti að skella sér á ball? Nei. Ðe kríp er við hliðina á mér. „Heyrðu, krípí beibí. Förum á ball.“ Af hverju er maðurinn svona móðgaður? Sagði ég eitt- hvað? Blackout. Af hverju er djöfuls dyravörður- inn svona leiðinlegur? Ég varð sko tvítug fyrir mörgum árum, manni minn, raunar svo mörgum að ég er að verða sjötug. Á ég að sýna þér myndir af barnabörnunum? Þú ætlar ekki að hleypa mér inn. Þá skal ég sko... Blackout. Laugavegurinn, já, það er skemmtileg gata. Þetta er bara ass- goti fallegir hringar fyrir innan þessa rúðu. Nei... þessi rúða er skítug. Hvað á þetta að þýða? Að vera með fullt af fallegum hlutum til sýnis, svo er rúðan svona skítug. Ég sé ekkert fyrir öllum þessum skít. Þessi rúða er skítug, ljót og gömul. Ef rúðan væri ekki sæjust fallegu hlutirnir betur. Það verður að gera eitthvað í þessu máli. Þarna er góður steinn... Blackout. Nei, hér er hlýtt og notalegt. Og þarna er myndarlegur maður í svörtum einkennisbúningi að spyrja mig. Nei, ég man ekki eftir að hafa kveikt í neinu húsi. Bara smá-brunablettur. Nei, ég man ekki eftir að hafa nefbrotið dyra- vörð. þekkti hann mig og gaf góða lýsingu á mér? Nei, hann lýgur því. Er ég með blóð á hnúanum? Já... skrýtið. Nei, ég var ekki að fremja innbrot í skartgripaverslun. Rúðan var bara svo skítug. Ég var að gera verslunareigandanum greiða. Af hverju á að bóka mig...? Á ég að sitja inni í nótt...? Ha... Blackout. Ásta Svavars

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.