Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 56
Viðtal
... .. við
Johonnu
Pálmadóttur
Hryssingslegt janúarkvöld
héldum við nöfnurnar upp í Breið-
holt - á sumardekkjunum - til
hennar Jóhönnu Pálmadóttur, en
hún hefur átt heima í löndum sem
fáir íslendingar hafa komið til.
Sem dæmi um það má nefna
Nígeríu og Brasilíu.
Talið berst fyrst að Nígeríu, en
þangað fluttist hún þegar hún var
aðeins níu ára gömul. Faðir
hennar, sem er verkfræðingur,
hafði tekið þar að sér verkefni og
því þurftu þau að flytjast þangað
búferlum. En hvernig skyldi
Nígería hafa komið Jóhönnu fyrst
fyrir sjónir?
„Pað er algjört ævintýrí að koma
þangað. Allt er svo frábrugðið því
sem maður hefur nokkurn tíma
kynnst. Á þeim tíma, sem við
komum þangað, var þar upplausn-
arástand og við kynntumst því
56
strax þegar við lentum á flugvellin-
um. Við þurftum að bíða þar
margar klukkustundir áður en við
fengum að fara inn í landið. Það
var þannig að það þurfti að skrá
það dót sem maður kom með, t.d.
peninga og skartgripi. Voru þeir
með því að reyna að koma í veg
fyrir svartamarkaðsbrask. Ef
maður á dollara og selur þá á
svörtum markaði í Nígeríu fær
maður margfalt hærra verð fyrir þá
en gengisskráning segir til um. Þess
vegna eru þeir í tollinum svona
strangir í þessu. Annars lentum við
í miklum vandræðum nokkru síðar
vegna þess að einn þjónninn stal
frá okkur dollurum sem pabbi
hafði gefið upp að hann hefði
þegar hann kom inn í landið. Við
þurftum að fá vin okkar frá Sviss til
að smygla inn fyrir okkur dollurum
til að komast úr landi.“
Þú minntist á að þið hefðuð haft
þjón?
Já, við vorum með nokkra
þjóna. í rauninni höfðum við
þjóna í hvert einasta verk því að
lítið var um rafmagnstæki, t.d.
engar þvottavélar eða neitt þess
háttar. Einnig höfðum við engan
síma eða sjónvarp. Mamma hefði
aldrei getað gert þetta allt saman
ein. Það þurfti til dæmis að þvo öll
gólf einu sinni á dag og það varð
alltaf að strauja allan þvottinn,
meira að segja sokkana, - allt til að
verjast bakteríunum. Einn þjónn-
inn okkar þvoði t.d. allan þvottinn
í baðkerinu, annar vökvaði garð-
inn a.m.k. tvisvar á dag o.s.frv.
Svo höfðum við líka tvo verði.
Hvers vegna þurftuð þið að hafa
verði?
Við vorum hvítir menn í svert-
ingjalandi og það var mikið hatur á