Skólablaðið - 01.04.1988, Page 57
milli. Svo er líka gífurleg fátækt
þarna og mikið um rán allt í
kringum okkur. F>að var því alveg
lífsnauðsynlegt að hafa verði til að
verja okkur. Okkur þótti afskap-
lega vænt um verðina okkar. Þeir
voru frá Niger og litu öðruvísi út
en innlendir. Þeir voru nokkurs
konar blanda Svertingja og Araba.
Þeir voru í Arababúningum,
kyrtlum, með vafinn dúk um höfuð
og sváfu alltaf fyrir utan húsið
okkar á strámottum. Þeir voru
vopnaðir spjótum og sverðum og
þeir höfðu eitur til að setja á
spjótsoddana ef við yrðum fyrir
árás. En sem betur fór sluppum við
við allar árásir.
Kynntist þú eitthvað fólkinu eða
umgekkstu það mikið?
Það var nú lítið, einna helst voru
það þjónarnir og varðmennirnir.
Annars var ég í amerískum einka-
skóla og kynntist auðvitað
krökkunum þar, en í þessum skóla
voru mjög fáir landsbúar. Á
þessum stað, sem við bjuggum á,
voru mest útlendingar og við
héldum mjög hópinn. Hvíta fólkið
stofnaði klúbba sem það hittist
reglulega í. Það var mikið félagslíf.
Hvað fannst þér helst einkenna
mannlífið þarna?
Það er alveg gífurleg fátækt, eins
og ég sagði áðan, og mikið af betl-
urum. Það gat verið hættulegt að
gefa þeim því að það laðaði að
fleira fólk. Það var t.d. ráðist á
mömmu einu sinni þegar hún var
að gefa betlurum. Það
bjargaði henni að hún
fleygði peningunum
stórar
ávaxtakörfur
og annan varning.
Þeir röðuðu öllu snyrti-
lega upp fyrir framan dyrnar
okkar, ef við höfðum áhuga á varn-
ingi þeirra.
Snúum okkur nú að Brasilíu. í
hvers konar skóla varstu?
frá sér og hlupu þá allir betlararnir
á eftir þeim. Á meðan gat hún
forðað sér. Það var líka mikið af
holdsveiku fólki, fólki sem vantaði
líkamshluta á, t.d. fætur, hendur
o.s.frv. Verst var þegar ég sá einu
sinni mann sem var bara með hálft
andlit. Hinn helmingurinn var upp-
étinn og sást í hold og bein. Þetta
var alveg hryllilegt.
En er ekki allt vaðandi í ein-
hverjum pöddum og óþverra?
Nei, maður varð ekki svo mikið
var við það. Það er sjálfsagt miklu
meira úti í skógunum. En við
þurftum að sofa með flugnanet yfir
rúmum okkar til þess að verjast
moskítóflugunum sem bera malar-
íu. Og eðlur voru úti um allt.
Veggirnir á húsinu, sem voru
hraunaðir, voru iðulega þaktir
eðlum. Ég var alveg dauðhrædd
við þetta fyrst, en síðan vandist
þetta smám saman. Já, og ekki má
gleyma kakkalökkunum, alveg
risastórar hlussur. Þeir komu alltaf
á nóttunni. Þeir voru líka hrifnir af
hraunveggjunum eins og eðlurnar
og röðuðu sér óspart á þá.
Hvað borðuðuð þið?
Það var nú aðallega kjöt. Við
drukkum náttúrlega mikið í hit-
anum og borðuðum mikið af
ferskum ávöxtum. Það komu
alltaf til okkar Svert
ingjar á hjólum
með
Ég var í einkaskóla, kaþólskum
nunnuskóla, og það voru bara
nunnur sem kenndu. Þetta var eins
og versti herskóli. Við urðum að
ganga í beinum röðum og ef ein-
hver steig út úr þeim, urðu nunn-
urnar alveg brjálaðar. I tímum
sátum við ein og sér, bein í baki og
með krosslagðar hendur. Systir
Agatha var langverst. Hún og
reyndar flestar nunnurnar hafði átt
heima í Póllandi í stríðinu og var
mjög á móti einum strák í
bekknum og tók hann alltaf fyrir
því að hann var Gyðingur. Það var
ferlegt. Einu sinni tók hún í
hnakkadrambið á honum í mat-
salnum og skipaði honum að
skríða undir borðin og tína upp
kartöflur og aðrar matarleifar sem
höfðu dottið niður á gólf. Annars
vorum við svo hrædd í tímum að
börn í yngri bekkjunum pissuðu á
sig. Við höfðum aldrei kynnst
slíkum aga. Þegar við komum á
morgnana áttum við að setja hægri
hönd á vinstra brjóst og syngja:
„America, America...“ og fara
með bænir. Þetta var allt svo
öfgakennt. Allir krakkarnir í
bekknum hötuðu systur Agöthu og
eitt sinn, þegar hún veiktist, var
okkur öllum skipað að skrifa á kort
til hennar: „Please, get well soon“.
Alla langaði náttúrlega til þess að
skrifa: „Please, die, die, die, we
hate you“. Það var bara ein nunna
sem var góð við okkur, hinar voru
allar helvítis kvikindi. Þetta er svo
skrýtið því að nunnurnar hér í
Garðabæ eru yndislegar. Þetta var
algjört víti að vera í þessum skóla,
enda hætti ég eftir hálft annað ár
og fór í annan skóla sem var miklu
mannúðlegri. En þannig er að
brottfararpróf úr nunnuskólanum
veitir réttindi til inngöngu í hvaða
skóla sem er í Bandaríkjunum án
þess að þurfa að taka inntökupróf.
Svo mikils metinn er skólinn. Til
dæmis var sumt af námsefninu hér
í fyrra eitthvað sem ég lærði í
nunnuskólanum þegar ég var tólf
ára, enda var heimalærdómurinn
mikill og þungur. Þótt ég byrjaði
að læra kl. 4, eftir að ég kom heim
úr skólanum, var ég oftast ekki
57