SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 4
4 14. ágúst 2011 Í tíð Saddams Hussein voru vinsælustu stjórn- unartækin í Írak pyntingar, morð, nauðganir, mann- rán, nauðungaflutningar, launmorð, efnavopna- árásir gegn saklausum borgurum og eyðing vot- lendis og uppskeru á svæðum þarsem pólitískir andstæðingar nutu stuðnings. Frægastar eru lík- lega efnavopnaárásir sem stundaðar voru gegn saklausum borgurum á árunum 1986-1989, en á þeim tíma eyddi Saddam um 4500 þorpum og bæj- um með manni og mús. Í það minnsta 100– 200.000 kúrdar og 60–120.000 sjítar voru drepnir í þessum árásum. Aðrar óháðar tölur sýna að á bilinu 1–2 milljónir borgara hafi fallið í þessum árás- um. Á þessum tíma varð Abu Ghraib-fangelsið alræmt í Írak. Í fangelsinu var sérdeild fyrir fangaverði sem sáu um að nauðga föngunum, önnur um annarskon- ar pyntingar og enn önnur sem sá um drepa þá. Sú eðlilega krafa var gerð til Bandaríkjamanna að siðferðisstigið í fangelsunum yrði það sama og menn þekkja á Vesturlöndunum; því var það áfall þegar fólk komst að því að um tíma hafði siðferð- isstigið ekki verið hækkað um margar hæðir frá því ógnarstjórn Saddams var við völd. Illræmda fangelsið Líklegast hefur ekkert jafn slæmt komið fyrir íraka og valdataka Saddams Hussein síðan í innrás Mongóla á 13. öld. B orgin Abu Ghraib, rétt vestan við Bagdad, er líklega frægust fyrir fangelsi sitt. Borg- in er í alfaraleið, en þjóðvegurinn sem liggur til Jórdaníu liggur í gegnum hana auk þess sem flugvöllur Bagdad er mjög nálægt. En fangelsi borgarinnar varð illræmt á valdatíma Saddam Hussein. Á valdatíma Saddam voru póli- tískir andstæðingar hans settir í þetta fangelsi og þeir pyntaðir, þeim nauðgað og þeir teknir af lífi í þúsundatali. Fangelsið hefur samt áreiðanlega fest sig í sessi í sögunni fyrir annað en það. Því árið 2004 urðu bandarískir fangaverðir í Abu Ghraib uppvísir að því að hafa niðurlægt og pyntað íraska fanga þar og jafnvel er talið að í einhverjum tilfellum hafi nauðgun átt sér stað þótt það hafi ekki verið sann- að. Fangelsisstjórinn og sá sem var talinn hafa haft forystu í þessu framferði fangavarðanna, Charles Graner, var í vikunni látinn laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir að hafa setið inni í sex og hálft ár fyrir glæpi sína. Atferli fangavarðanna komst upp á sínum tíma þegar Graner sjálfur afhenti fyrir slysni disk með ljósmyndum af athæfinu til banda- rísks ofursta sem var þar í eftirliti. Það var almenningi á Vesturlöndum mikið áfall að fangaverðir frá Bandaríkjunum gætu hegðað sér með þeim hætti að þeir væru farnir að nálgast hegðun íraskrar yfirstjórnar í tíð Saddam Husseins. Flestar ljósmyndirnar voru gerðar opinberar, þó ekki allar. Þar mátti sjá bandaríska fangaverði af- klæða fanga sína, hlæja að nekt þeirra, stafla þeim saman nöktum og setja hundaól um háls þeirra og draga þá eftir gólfinu. Ómennskan virtist á stund- um hafa verið algjör í fangelsinu. Einna verstar voru myndir af herlögreglumanninum Lynndie England, rétt rúmlegra tvítugri, lágvaxinni, banda- rískri stúlku sem var að hlæja og niðurlægja fang- ana. England, sem var á þeim tíma kærasta Graner, fékk þriggja ára dóm fyrir þátt sinn í glæpnum. Í vörn sinni fullyrti Charles Graner að hann hefði verið að brjóta niður fangana að fyr- irmælum fulltrúa CIA, svo þeir yrðu samvinnuþýðari við yfirheyrslur. Slíkt var aldrei sannað en fullyrðingar hans skildu eftir óþægilegan efa í huga almennings. Þannig að ásakanir um að eitthvað svip- að hafi gerst í öðrum fang- elsum á sama tíma er ekki hægt að útiloka. Þegar upp komst um glæpina árið 2004 var yf- irstjórn fangelsisins öll látin fara og ný stjórn sett yfir það. Sautján manns tóku pokann sinn og sex af þeim voru sóttir til saka fyrir herdómstól. Ellefu hermenn voru dæmdir fyrir brot sín. Af þeim fékk Charles Graner þyngsta dóminn, tíu ár, en honum var sleppt núna í vikunni eftir að hafa setið sex og hálft ár inni en hann verður undir eftirliti til ársins 2014. Miklu fleiri en þessir ellefu fengu stöðulækkun innan hersins og annarskonar refsingar. Þeirra á meðal var herforinginn Janis Karpinski sem var lækkuð í tign ofursta þar sem hún hefði verið yfir öllum sveitum herlögreglunnar sem sá um öll fangelsi í Írak á þessum tíma og bar því ábyrgð þótt hún hefði varla stigið fæti inn í Abu Ghraib fang- elsið. Abu Ghraib hneykslið skók heiminn á sínum tíma og gróf verulega undan trúverðugleika bandaríska hersins. Þegar upp um glæpina komst fór reiðialda um allan múslimaheiminn. Von- brigða- og reiðibylgja fór líka um Vesturlönd þar sem almenningur gerir þá kröfu að í engum til- fellum falli hermenn þeirra niður í siðferðilega lág- kúru sem jafnast á við það sem þykir sjálfsagt í ein- ræðisríkjum manna á borð við Saddam Hussein. Foringja Abu Ghraib fangelsis- ins sleppt lausum Abu Ghraib hneykslið var eitt versta áfallið í Írak Graner er hér stoltur yfir pyntingum sínum, sýnir þumalinn einsog hann sé nýbúinn að afreka eitthvað. Hann níddist á íröskum föngum. Charles Graner Vikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er lofsvert fyrir Banda- ríkjaher að bæði skuli málið hafa komist upp innan hans og ekki verið þaggað niður og hitt að myndirnar skuli hafa verið birtar. En það er trufl- andi að ekki skuli þær allar hafa verið birtar. Nógu ógeðs- legar eru þær sem herinn gaf leyfi til birtingar og það er jafn- vel verra að þurfa að ímynda sér hvað gæti verið ógeðs- legra. Birting myndanna 22%afsláttur Verð áður 898 kr. kg Grísasíður, pörusteik 698kr.kg FRÁBÆ RT VERÐ fyrst og fremst ódýrt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.