SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 14
14 14. ágúst 2011 Ertu sískrifandi? „Ég vinn í Nettó frá sjö á morgnana til tvö og skrifa ekki á meðan, og á það til að stíflast eða vera upptekinn af öðru. En ég skrifa þegar ég hef tíma og ímyndunaraflið er fyrir hendi. Það tekur reyndar minnstan tíma að skrifa; aðalmálið er að fá góða hugmynd að fléttu og karakterum. Þegar það er klárt kemur textinn tiltölulega fljótt. Það mikilvægasta í þessum bransa er hins vegar að endurskrifa og að vera vilj- ugur til þess; ég var 14 mánuði með fyrstu útgáfu af fyrstu bókinni, sem ég skrifaði reyndar á ensku, en þýddi hana seinna yfir á íslensku og endurskrifaði ótal sinnum. Mér hefur farið mikið fram síðan þá. Maður lærir af reynslunni. Mig minnir að ég hafi verið tíu mánuði að skrifa þriðju bókina.“ Hvers vegna skrifaðirðu fyrstu bókina á ensku? Var það sjálfsagt mál? „Mig langaði að koma henni að úti enda miklu stærri markaður þar. Ég hef alltaf verið góður í ensku – hafði sem sagt eitthvað út úr því að eyða allt of miklum tíma í tölvuleiki og bíómyndir …“ Þér tókst samt aldrei að koma bókinni að úti. „Nei. Ég hafði samband við hvaða útgefanda og umboðsmann sem ég fann á net- inu en fékk engin viðbrögð. Guði sé lof, því ég þurfti að endurskrifa svo mikið. Ég þakka nú fyrir allar tafirnar og það að enginn vildi grípa þetta fyrr. Eflaust mætti bæta enn frekar og eftir nokkur ár finnst mér ég örugglega hafa getað gert eitthvað öðruvísi. En einhvers staðar verður að setja punktinn.“ Hef lært að vera svartsýnn Hvernig leið þér þegar Tómas sagðist vilja gefa söguna út? „Ég varð auðvitað himinlifandi. En ég hef oft orðið fyrir vonbrigðum og lært að vera hæfilega svartsýnn. Ég ákvað þess vegna að bíða með að fagna þangað til ég væri búinn að skrifa undir samninginn. Það var hins vegar súrt að þá var ríkið lokað. Ég reyndi að kaupa vín af vinum mínum en þeir áttu ekkert heldur! Ég bæti fyrir það þegar bókin kemur út; þá er ég ákveðinn í að kaupa mér eitthvað af þessum dýru vínum sem ég hef aldrei tímt að kaupa!“ Á meðan Elí beið svaranna sem aldrei komu frá erlendum útgefendum hófst hann handa við að semja bók númer tvö, síðan þá þriðju og eyddi líka miklum tíma í að endurskrifa. Í fríinu núna í sumar gerði hann uppkast að fjórðu bókinni. Þú reyndir mikið fyrir þér erlendis. Hvað með útgefendur á Íslandi? „Ég var búinn að prófa allar útgáfur á Íslandi nema tvær þegar ég talaði við Tómas. Menn hafa sjálfsagt ekki þorað að gefa út sögu eftir algjörlega óreyndan mann. Einn íhugaði málið reyndar lengi, í nærri því ár, sagði þá nei þannig að ég hélt áfram og náði í Tómas. Hann las handritið og leist vel á. Sagði að það væri góðs viti að honum líkaði sagan því hann væri sjálfur ekki hrifinn af fantasíum.“ Efaðistu aldrei um að þér tækist að finna útgefanda? „Jú ég varð afskaplega vonlítill margoft. En það var biðarinnar virði.“ Heimur í miklum sárum Geturðu sagt mér aðeins frá sögunum þínum; um hvað snúast þær? „Í stuttu máli; þær gerast í miðaldaheimi, eins og oft er í fantasísögum. Fólk fer um á hestum og notar sverð. Þessi tiltekni heimur er í miklum sárum; það mætti segja að hann sé eins og Evrópa eftir fall Rómarveldis. Þarna urðu miklar hörmungar fyrir þúsund árum sem lögðu allt í rúst, þá reis upp ein þjóð sem hélt öllu saman, tókst á við kaosið og barðist við forynjur sem herjuðu á mannkynið. Fyrsta sagan hefst um 300 árum eftir þetta, þegar hlutirnir eru aftur komnir í myrkara form.“ Það er ekki beint geðslegt um að litast þegar fyrsta bókin hefst. „Byrjun á bók verður að ná athygli lesenda. Byrjunin er blóðug af því að hún verður að vera það sögunnar vegna. Ég geri það ekki bara að gamni mínu.“ Segðu mér aðeins frá framvindu mála. „Söguhetjan, Mikael, vaknar minnislaus í þorpi sem búið er að þurrka út, veit ekki hver hann er eða hvar hann er en er staðráðinn í því að elta þá sem unnu þetta ódæði, bæði til að ná fram réttlæti og komast að því hver hann er. Það er gefið í skyn að hann beri einhverja ábyrgð á þessu. Lesandinn veit jafnlítið og Mikael í byrjun en kynnist heiminum í gegnum um þessa persónu.“ Mér sýnist í fljótu bragði sögurnar vera mjög myndrænar. Sérðu þær þannig fyrir þér? Gætu þær jafnvel orðið að kvikmynd? „Ég er ekki góður í að sjá fyrir mér texta sem myndir. Er mest fyrir að lýsa hugs- unum fólks og sýna ástand þess á þann hátt. Ég get lýst atburðum en sé þá ekki fyrir mér, en ef það kemur þannig út er það gott. Bíómyndaútgáfur af bókum heppnast misvel.“ Með hugmynd að annarri seríu Hvað með framhaldið; má eiga von á mörgum bókum frá þér? „Ætlunin er ekki að hafa þetta „hefðbundna“ fantasíuseríu, þrjár bækur með byrjun, miðju og endi. Ég er ekki með heildarplott í gangi; það er bara þessi heimur og þessir karakterar; bók tvö er ekki beint framhald af þeirri fyrstu. Aðalkarakter- inn í annarri bókinni er aukapersóna í þeirri fyrstu og þriðja bókin fjallar um nýjar persónur.“ Er þetta þá hugsanlega óendanlegt verkefni? „Það skemmtilega við að hafa ekki beinan söguþráð er að persónurnar geta lent í öllum fjáranum. Það kemur í ljós hve þessar bækur verða margar og fer auðvitað eftir viðtökum. Ég er nú þegar með hugmynd í kollinum að annarri seríu í öðrum heimi en læt þær bíða.“ Er draumurinn að geta lifað af skriftum? „Já, en ég held ég yrði að hafa aðra vinnu líka. Ég myndi líklega brjálast á því að sitja heima allan daginn og pikka á tölvuna. En draumurinn er að fólki líki þetta það ’ Söguhetjan, Mikael, vaknar minnislaus í þorpi sem búið er að þurrka út, veit ekki hver hann er eða hvar hann er en er staðráðinn í því að elta þá sem unnu þetta ódæði, bæði til að ná fram réttlæti og komast að því hver hann er. Það er gefið í skyn að hann beri einhverja ábyrgð á þessu. Lesand- inn veit jafnlítið og Mikael í byrjun en kynnist heim- inum í gegnum um þessa persónu.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.