SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 40
40 14. ágúst 2011 Lífsstíll Þ að er dálítið skrýtið og skemmtilegt hvernig lífið fer í hringi. Eftirvænting ríkir eftir vori og sumri en þegar komið er fram í ágúst líst manni ekkert svo illa á tilhugsunina um haustið. Jú, vissulega vill maður hafa sólina dálítið lengur og blessaða birtuna. Samt er eitthvað dálítið notalegt við síðsumars- eða haust- rökkrið sem læðist að hægt og rólega. Þá laumast maður til að kveikja á einu og einu kerti þegar líða tekur á kvöld en nýtur þess um leið hvað er nú enn hlýtt úti og ekki orðið alveg dimmt. Það er notaleg kyrrð sem fylgir þessum árstíma og fínt t.d. að fara út að ganga þegar aðeins er farið að rökkva. Hverri árstíð fylgir nýtt upphaf að vissu leyti. Rútínan tekur aftur við hjá flestum og hún getur bara verið nokkuð kósí. Margir setjast á skólabekk og litlir sumarfuglar trítla í fyrsta sinn í skólann með skólatösku sem virðist nærri því jafn stór og þeir sjálfir. En við skulum nú heldur ekki gleyma því að sumarið er ekki alveg búið. Ein- hverjar raddir hef ég heyrt þess efnis að í raun sé sum- arið búið eftir verslunarmannahelgina. Því er ég nú ekki sammála. Hásumarið er kannski búið en þá tekur við síðsumarið sem getur verið alveg jafn notalegt, sérstaklega ef veðrið er áfram gott. Nú er farið að draga úr traffík svo það er um að gera að skella sér í stutta dagsferð eða helgarferð út úr bænum. Það er líka fínt að tjalda í ágúst og maður klæðir sig þá bara aðeins betur ef farið er að kólna. Talandi um að klæða sig er um að gera að vera enn sumarlegur í fatavali og fara þá bara í peysu eða jakka yfir verði manni kalt. Ég nýti sumarið af- ar vel til að vera berfætt og ganga í bleiku og öðrum skærum litum. Eitt- hvað sem maður gerir minna af í sköflum og pollum hinna árstíðanna. Þess vegna er best að njóta þess sem lengst. En ef það fer að rigna er líka fínt að nota tækifærið og dunda sér t.d. við að setja myndir sumarsins inn á tölvuna. Sortera og taka til. Eða taka góðan safnadag í miðborginni og skoða það sem maður hefur ætlað að kíkja á í allt sumar. Það fylgir því kannski örlítill tregi þegar júlí kveðjur en, hey, ágúst er líka skemmtilegur. Við eig- um enn eftir Menningarnótt hér í borginni og bæj- arhátíðir úti á landi. Höldum áfram að hafa það gott og njóta lífsins jafnvel þó að dálítill tregi fylgi því að sum- arið sé við að kveðja. Framundan er haustið með öllum sínum gleðistundum og í raun er næsta sumar aðeins rétt handan við hornið. Enn er sumar Sumarið er alls ekki búið þó farið sé að rökkva á kvöldin. Njótum síðsumarins og höfum það áfram notalegt. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Nauthólsvíkin er vinsæl þegar gott veður er í Reykjavík og þangað sækir fólk á öllum aldri. Morgunblaðið/Eggert ’ Hverri árstíð fylgir nýtt upp- haf að vissu leyti. Rútínan tekur aftur við hjá flestum og hún getur bara verið nokkuð notaleg. Til að fagna góðu sumri er um að gera að slá í stóra grillveislu. Nú er rétti tíminn til að sitja úti í rökkrinu, borða góðan mat og hafa það notalegt saman. Ef þú hefur aðstæður til þess er upplagt að kveikja upp í úti- arni eða hlaða litla brennu þegar líða tekur á kvöld. Það er ekta síðsumarstemning í því að grilla sykurpúða og drekka gott te eða kaffi með svona til að fá smá hlýju í kroppinn. Svo er bara hægt að vefja utan um sig teppi þegar líða tekur á kvöld eða hneppa lopapeys- unni upp í háls. Þannig ætti engum að verða kalt. Grillaðir sykurpúðar Í ágúst ríkir yfirleitt nokkur til- hlökkun eftir Menningarnótt í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hátíðin verið vel sótt og mikið um alls konar fjölbreytta við- burði og uppákomur. Nú er Menningarnótt haldin í 16. sinn og að þessu sinni er þema hátíðarinnar Gakktu í bæinn! Vísar það til þeirrar gömlu íslensku venju að bjóða fólk velkomið með því að segja því að ganga í bæinn og gera vel við gesti sína. Mið- borgin býður gestum að ganga í bæinn og eru þeir sem geta hvattir til að skilja bílinn eftir heima og rölta frekar eða taka strætó. Það er um að gera að nýta næstu viku í að skoða dagskrána á menningarnott.is og skipuleggja daginn eftir þeim við- burðum sem mann langar helst að sjá. Þannig nær maður helst að sjá sem flest. Gangið í bæinn! Heimilisleg stemning á Menningarnótt Morgunblaðið/Kristinn Víða um heim er nóg við að vera í ágústmánuði og algengt að ýmiskonar matar- og vínhátíðir séu haldnar í ágúst og september. Fyrir þá sem ætla að kíkja út fyrir landsteinana og hafa áhuga á mat og víni gæti verið sniðugt að skoða slíka dagskrá. Hvítlaukur og ostar Ein slík hátíð er hvítlaukshátíðin sem haldin er á bresku eyjunni Isle of Wight dagana 20. og 21. ágúst. Bretar voru lengi vel þekktir fyrir að vera ekki sérlega hrifnir af hvítlauk en þetta hef- ur greinilega breyst í gegnum tíðina. Í það minnsta ef marka má vinsældir hátíðarinnar sem nú er haldin í 27. sinn. Hafa að meðaltali um 25.000 manns sótt hátíðina ár hvert og smakkað þar ýmsar nýjungar eins og hvítlaukspylsur, hvítlaukspikkles og hvítlauksbjór. Það er því kannski eins gott að vera fremur hrifin/n af hvítlauk ætli maður að fara á þessa hátíð. Þeir sem líst ekki á allan þennan hvítlauk geta frekar kíkt á ostahátíðina Great British Cheese Festival. Hún er haldin árlega í september og er hægt að smakka á og fræðast þar um mörg hundruð tegunda af osti. Til að gera þetta enn betra fá gestir líka að smakka bjór og eplasíder með ost- unum. Ótal fleiri hátíðir er að finna í öðrum löndum og um að gera að skoða hvað er á dagskrá og finna þær hátíðir sem manni líst best á að heim- sækja. Áhugaverðar hátíðir Ostur er góður með alls konar gúmmulaði og ekki vera að hafa vínglas með. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.