SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 22
22 14. ágúst 2011 hann var alltaf mikið úti á sjó. Oft fór ég upp í glugga og horfði með tárin í augum á eftir togar- anum þegar hann sigldi út fjörðinn því ég var svo hrædd um að bróðir minn kæmi ekki aftur heim. Þá sagði mamma við systur mínar: „Við skulum leyfa henni að vera einni, hún er að hugsa.“ Svo gerðist það einn daginn að bróðir minn kom ekki aftur heim. Það var árið 1986, þá var ég tvítug. Hann var við vinnu í togaranum Stálvík SI 1, ver- ið var að taka inn síðasta halið þegar blökkin slóst í hann og hann kastaðist útbyrðis. Skipsfélagarnir reyndu að kveikja ljós til að lýsa upp sjóinn til að finna hann, en þá sló rafmagnið út. Þeir heyrðu í honum en fundu hann ekki. Hann fannst aldrei. Þetta var mikill og erfiður missir fyrir okkur öll.“ Ég verð að fá að stjórna Vinnan þín snýst um fisk. Fórstu snemma að vinna í fiski? „Ég var þrettán ára þegar ég byrjaði að vinna í frystihúsi Þormóðs Ramma á Siglufirði og var fljótlega komin með lykla að frystihúsinu. Ég mætti fyrst allra á morgnana til að sækja fiskinn sem var afgangs frá deginum áður, en hann var geymdur yfir nótt á skreiðarloftinu og notaður í startið um morguninn og síðan smúlaði ég og þreif eftir vinnslu dagsins. Verkstjórinn, Guðný Guðmunds, var hetjan mín og ég vildi verða eins og hún. Ég held reyndar að ég hafi líka verið hetj- an hennar því hún vildi að ég tæki við af sér sem verkstjóri. Daginn sem ég kláraði gagnfræðaskólann rölti ég niður á Hótel Höfn þar sem mamma var kokk- ur ásamt Þuru, vinkonu sinni. Þura spurði mig hvað ég ætlaði að gera í framtíðinni. Ég svaraði: „Ætli ég fari ekki í Fiskvinnsluskólann af því að ég verð að fá að stjórna. Ég ætla að verða verk- stjóri og taka við af Guðnýju Guðmunds.“ Það var hlegið að þessu. Ég fór í Fiskvinnsluskólann og átján ára tók ég við af Guðnýju og var orðin yf- ásamt því gerði hann út litla trillu á sumrin með tveimur samkennurum. Hann fékk heilablóðfall þegar ég var sex ára. Hann hafði verið veikur og mamma setti mig upp í rúm til hans því hún hafði áhyggjur af honum. Ég vaknaði við að hann var búinn að missa málið og hafði misst máttinn. Hann hafði fengið heilablóðfall. Hann var sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og síðan til Kaup- mannahafnar í aðgerð. Hann kom heim eftir sex mánuði og náði sér þokkalega en vann ekki mikið eftir það. Ég man að þegar ég var átta ára móðgaði ég pabba. Mamma sagði að ég yrði að biðja hann fyrirgefningar. Ég fór niður á bryggju og bað vini mína trillukarlana að gefa mér tíu svartfugla í strigapoka. Ég dröslaðist heim með pokann og fór inn í stofu til pabba og sagði: „Hérna“ og bætti við: „Fyrirgefðu.“ Ég átti erfitt með að tjá tilfinn- ingar mínar, ég var svo mikill töffari. Móðurbróðir minn, Sigurður Finnsson útgerð- armaður, bjó á heimili okkar. Ég var alltaf mikil Sigga-frænda-stelpa, hann lét allt eftir mér og við vorum miklir félagar. Ég var mjög veð- urhrædd sem krakki, horfði alltaf á veðurfréttir í sjónvarpinu og spurði Sigga hvernig spáin væri. Ef það var vont veður fann mamma mig á morgn- ana undir fatahenginu fram á gangi þar sem ég hafði hreiðrað um mig með sæng og kodda og sofið með puttana í eyrunum svo ég heyrði ekki í rokinu. Siggi frændi átti meðal annars togarann Sig- urey sem hét í höfuðið á ömmu okkar. Eitt sum- arið unnum við systurnar í frystihúsinu á daginn, lögðum okkur svo í þrjá til fjóra tíma og vorum svo á vakt um borð í Sigurey um nóttina og fórum síðan beint niður í frystihús að vinna. Finnur bróðir minn var átta árum eldri en ég. Mér þótti óendanlega vænt um hann og sótti mikið í hann. Hann var ákaflega duglegur að sinna okkur systrunum þegar hann var í landi en B ylgja Hauksdóttir vinnur sem útibús- stjóri fyrir North Coast Seafoods sem er stærsti kaupandi í Bandaríkjum á fersk- um fiski frá Íslandi. Bylgja hefur unnið í tíu ár hjá fyrirtækinu. Áður vann hún í tíu ár hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, fyrst sem fisk- eftirlitsmaður, síðan sem markaðsstjóri í ferskum fiski og síðustu þrjú árin sem innkaupastjóri hjá Icelandic France sem er dótturfyrirtæki SH í Par- ís. Auk þess að vinna fyrir North Coast Seafoods vinnur Bylgja einnig fyrir Sæmark sem er eitt stæsta ferskfiskútflutningsfyrirtæki landsins og flytur út fisk til Boston og Evrópu. Bylgja ólst upp á Siglufirði og strax á unga aldri snerist lífið um fisk. „Ég hef alltaf unnið mjög mikið,“ segir Bylgja. „Ég var níu ára þegar ég byrjaði að selja fisk. Ég fór einn daginn til Gústa Guðsmanns, en hann fékk þetta viðurnefni vegna þess hversu heitt hann var trúaður og var oft á torginu að lesa upp úr Biblíunni og syngja. Ég bað hann um að gera búkka fyrir mig svo ég gæti gellað. Gústi Guðsmaður gerði það. Síðan fékk ég leyfi hjá Frigga Má, sem var verkstjóri í frystihús- inu, til þess að fara upp á vörubílspall á bryggj- unni og gella. Næst lá leiðin til Jósa í Fiskbúðinni og ég spurði hann hvað hann vildi borga mér fyr- ir kílóið af gellunum. Hann sagði mér það. Ég sagði honum að miðað við alla þá vinnu sem ég hefði innt af hendi fyndust mér sölulaunin ekki nægilega góð. Ég fór heim, fékk vigt hjá mömmu og gekk milli húsa og seldi gellur. Þessi sölu- mennska gekk mjög vel.“ Hann kom ekki aftur heim Ólstu upp á stóru heimili? „Nei, þarna voru foreldrarnir, ég, tvær systur og einn bróðir. Mamma, Erla Finnsdóttir, vann eins og berserkur, var við saltfiskverkun og síðar var hún kokkur á hótelinu. Pabbi, Haukur Magn- ússon, var kennari við Barnaskóla Siglufjarðar og Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lífið er fiskur Bylgja Hauksdóttir vissi snemma hvað hún vildi og níu ára fór hún að selja fisk. Hún hefur haft atvinnu sína af fiski og vinnur nú fyrir bandarískt stórfyrirtæki. Hún segir frá uppvexti sínum, áföllum í fjölskyldunni og því hvernig hún kom út úr skápnum og fann stóru ástina.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.