SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 25
14. ágúst 2011 25
Þ
að er hægt að rækta miklu meira,“ eru upphafsorðin í úttekt á starfsemi garð-
yrkjubænda á Flúðum.
Einhvern veginn er það svo, að þessi orð bergmála um samfélagið og eiga við
um miklu fleiri atvinnugreinar. Svo virðist sem stjórnvöldum sé einkar lagið
ýmist að draga lappirnar eða leggja stein í götu alls sem til uppbyggingar horfir.
Sú mynd sem dregin er upp í úttektinni er afar sláandi. Sóknarfærin blasa við hvernig
sem á það er litið, en stjórnvöld og orkufyrirtækin loka augunum fyrir því. Tækifærin fel-
ast ekki aðeins í því að íslenska grænmetið er bæði hollt og ljúffengt og stuðlar að heil-
brigði þjóðarinnar, heldur er einnig af hinu góða að atvinnuvegurinn dafni og að innlend
framleiðsla nái að anna mikilli eftirspurn.
Grænmeti virðist hinsvegar ekki eiga upp á pallborðið í Stjórnarráðinu og sá boðskapur
nær ekki inn á ríkisstjórnarfundi. Þar er það látið viðgangast, að orkufyrirtækin hafi inn-
lenda garðyrkju að féþúfu.
Dæmin sem Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna,
nefnir máli sínu til stuðnings eru sannarlega sláandi. Hvernig má það vera að garð-
yrkjustöð sem notar meiri orku en bæði Stokkseyri og Eyrarbakki til samans greiði 15%
hærri taxta en hvert heimili í þessum bæjum?
Og hvernig má það vera að dreifingarkostnaður sé hærri til garðyrkjustöðvar með
spennistöðina í túninu heima, en fyrir háskóla sem er lengra frá og nýtir sömu spenni-
stöð? Það eru ekki gild rök að réttlæta mismuninn með því að það búi ekki jafnmargir á
túninu á Laugalandi og á heimavistinni á Bifröst.
Það auðgar þjóðlífið að hér sé rekinn öflugur og vistvænn landbúnaður, sem hefur hag
af því að halda að fólki góðum og hollum mat. Það er jafnframt mikilvægt fyrir atvinnu-
lífið að flóran sé fjölbreytt og jarðvegurinn næringarríkur fyrir vaxtarsprota. Þegar allt
kemur til alls, er meginhlutverk stjórnvalda að skapa atvinnulífinu heilbrigða umgjörð,
þar sem krafturinn og frumkvæðið sem býr í rúmlega 300 þúsund einstaklingum um allt
land fær notið sín.
Þjóðin þarf á því að halda að stjórnvöld hætti að taka sér geðþóttafrest, hætti að deila og
drottna, og byrji að greiða götu atvinnulífsins. Það er mannlegur harmleikur að fólk fái
ekki atvinnu, þá getur það ekki bjargað sér. En í stað þess að láta verkin tala, þá virðast
hinir fáu einbeittir og þvermóðskufullir í því að ráðskast með hvernig hinir mörgu finna
kröftum sínum viðnám.
Og innan garðyrkjunnar hugsa menn með sér, að það ættu að vera takmörk fyrir því,
hvað ósanngirnin megi vera mikil. Gunnlaugur Karlsson orðar það ágætlega:
„Á meðan við stýrum málum svona í þessu landi, þá framleiðum við okkur ekki út úr
kreppunni, en það er eina leiðin – að skapa verðmæti hér heima, spara þannig meiri
gjaldeyri og skapa störf.“
Það er hægt að rækta miklu meira.
Framleiðum okkur út úr kreppunni
„Ég hef verið kylfusveinn í meira en
30 ár. Ég hef sigrað á 145 mótum og
þetta er besti sigurinn á mínum
ferli.“
Kylfuberinn Steve Williams fékk útrás fyrir gremju
sína eftir sigur á Bridgestone-golfmótinu með kylf-
ingnum Adam Scott, en áður hafði hann unnið
fjölda stórmóta með Tiger Woods, sem rak hann
fyrir mótið.
„Þá er alveg ljóst að ég styð ekki
fjárlögin.“
Þráinn Bertelsson
skilyrðir stuðning
sinn því að leyst
verði úr fjárhags-
vanda Kvikmynda-
skóla Íslands á sann-
gjarnan hátt.
„…“
Steingrímur J. Sigfússon segist ekki
tjá sig um ummæli Þráins.
„Það er engu líkara en sá
eini sem fær að vera í friði í
þessum heimi sé hvítur stra-
ight karlmaður í jakkafötum,
hægrisinnaður og á peninga. Og
stundum er þessi karlmaður með
Biblíuna í annarri hendi og byssuna í
hinni.“
Páll Óskar Hjálmtýsson var harðorður í viðtali á
RÚV um gleðigönguna Gay Pride.
„Hann klæddi sig sem dragdrottn-
ingu, en á síðasta ári í Gay Pride-
göngunni var hann klæddur sem
gömul kona.“
CNN um Jón Gnarr borgarstjóra, sem færðist
skyndilega í hóp eldri borgara.
„Bandaríkin verða alltaf AAA-
land.“
Barrack Obama var kokhraustur þrátt fyrir lækkun
S&P á lánshæfismati
Bandaríkjanna.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
skortsölumenn eru sakaðir um að eiga þátt í að
skapa. Það er því miður svo, að langt bann við
„skortsölu“ breytir engu um raunverulegan vanda
á evrusvæðinu.
Ein mynt fyrir mörg ríki, þar sem peninga-
málastjórnunin hlaut jafnan að taka mið af hags-
munum tveggja stærstu ríkjanna, en ekki svæðisins
sem heildar, leiddi til þess að fjölmörg ríki misstu
algjörlega tökin á eigin efnahagsþróun og sífellt
fleiri ríki eru að nálgast brúnina sem Grikkland,
Portúgal og Írland fóru fram af. „Skortsala“ hefur
ekkert með þann veika grundvöll að gera, þótt
hann geti vissulega fært þeim sem hana stunda fín
færi.
„Skortsölubannið“ gæti á hinn bóginn sannfært
fjárfesta og alla þá sem eru undir markaðsregn-
hlífinni svokölluðu, um að nú væru stjórnendur á
evrusvæðinu orðnir verulega óttaslegnir. Ef sú
verður niðurstaða „markaðarins“ þá er atburða-
rásin næsta fyrirsjáanleg. Og ástæðan er ekki síst sú
að heimurinn hefur séð hana áður: Haustið 2008.
Bönkum verður þá fljótlega heldur betur órótt. Þeir
hætta að treysta upplýsingum hver frá öðrum. Þeir
hætta því smám saman að lána hver öðrum. Fjár-
munir, sem þó eru fyrir hendi, verða óvirkir, hvíla
óhreyfðir í hvelfingum banka. Peningar, sem
standa lengi óhreyfðir í bönkum, eru í raun ekki til,
svo undarlega sem það hljómar. Þeir gera sama
gagn og matarbirgðir myndu gera hungruðu fólki,
ef þær væru lokaðar niðri í neðanjarðarbyrgi svo
enginn næði til þeirra. Gagnvart hungruðum væri
sá matur ekki til og þeir færust, þótt þeir hefðust
við á næstu hæð fyrir ofan matarhvelfinguna. Það
yrði þá ógurlegur skortur að óþörfu. Og þann skort
myndi enginn maður kaupa. Bann á „skortsölu“
hefur hækkað verð á hlutabréfum síðustu daga.
Ekki er endilega víst að það verði varanlegt. En það
er þó sjálfsagt að vona það besta.
Morgunblaðið/Ernir