SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 35
14. ágúst 2011 35
Í bókinni er meðal annars sagt
frá Magnúsi Pálssyni sem fædd-
ist árið 1842 í Pálshúsum við
Bakkastíg í Reykjavík. Hann
vann sem steinsmiður og múrari
í Reykjavík. Þegar hann komst á
efri ár varð hann blindur og
gerðist þá vatnsberi. Eins og sjá
má á ljósmyndinni sem er frá
Bókhlöðustíg, þá dregur hann
vagninn með þungum vatns-
byrðum en konan við hlið hans
er augu hans og leiðsögumaður.
Fátækt
Vatnsberar
Á myndinni sem tekin er
skömmu eftir 1880 sjást
bæði ferðamenn og bænd-
ur á leið í bæinn niður
Bakarabrekkuna sem síð-
ar var nefnd Bankastræti.
heiðra minningu sinnar fjölskyldu sem
best þeir gátu. Upplýsingar um eldri
kynslóðirnar í verkinu voru oft tor-
fundnar, en með samstarfi við einn
vandaðasta ættfræðing okkar, Eggert
Thorberg Kjartansson, hefur okkur tek-
ist að hafa uppi á flestum þeim upplýs-
ingum sem við höfum leitað að. Í verk-
inu er reynt að gera öllum jöfn skil, en að
sjálfsögðu er auðveldara að skrifa um
lífshlaup ráðherrans en vatnsburð-
arkarlsins,“ segir Þorsteinn.
Fleiri myndir takk!
„Myndasöfnunin hefur kannski verið
hvað tímafrekasti þátturinn í undirbún-
ingi verksins. Þá söfnun hóf ég fyrir ára-
tugum og hef í gegnum tíðina keypt
mörg glerplötu- og filmusöfn til að birta
í þessu verki. Fæstar þeirra mynda hafa
áður komið fyrir sjónir almennings. Af-
komendur íbúanna í Reykjavík 1910 eiga
síðan drjúgan þátt í að leiða fram í dags-
ljósið marga ljósmyndaperluna sem
hvergi er til nema í þeirra fórum. Vonast
ég til að njóta áfram liðstyrks þeirra í að
safna ljósmyndum af gengnum kyn-
slóðum í Reykjavík, húsunum í bænum
og ýmsum þjóðlífsmyndum sem varpa
skemmtilegu ljósi á lífið í Reykjavík um
aldamótin 1900.
Þegar komið var að útgáfuundirbún-
ingi munaði mest um aðstoð Ingu Láru
Ljósmynd/Sigfús Eymundsson. Þjóðminjasafn Íslands.