SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 20
20 14. ágúst 2011
Heilsutómatar eru ein af nýjungunum á garðyrkjustöð-
inni Melum á Flúðum, sem rekin er af hjónunum Guð-
jóni Birgissyni og Sigríði Helgu Karlsdóttur. Eru þeir
gott dæmi um gróskuna í garðyrkjunni hér á landi.
Þrefalt meira lýkópen
Heilsutómatar eru bragðmeiri en venjulegir tómatar og
hollari, þar sem í þeim er þrefalt
meira af andoxunarefninu lýkópen.
Það er til dæmis talið veita vörn
gegn hjartasjúkdómum og krabba-
meini, auk þess sem rannsóknir sýna
að það hægir á öldrun. „Ef þú mat-
reiðir þá á einhvern hátt, grillar,
steikir eða sýður, þá eykst lýkópen-
magnið enn frekar,“ segir Helga.
Guðjón og Helga eru stærstu tóm-
ataframleiðendur landsins. Þau
byggðu fyrsta gróðurhúsið árið 1980
og í dag rækta þau tómata á 5 þús-
und fermetrum og framleiða í kring-
um 300 tonn á ári. Þá byrjuðu þau árið 1994 að fram-
leiða tómata allt árið og urðu fyrst til þess hér á landi.
„Áður var bara ein tegund af tómötum á Íslandi, en
nú getur fólk valið úr mörgum,“ segir Guðjón og raðar
nokkrum gómsætum afbrigðum á borðið. „Það eru
konfekttómatar, sem eru sætari á bragðið og eins og
egg í laginu. Svo eru það venjulegir tómatar og heilsu-
tómatar, bæði stórir og kirsuberjaheilsutómatar.“
En þau eru ekki bara í tómötum, því þau sá til 500
þúsund kálplantna. „Þetta er allt unnið í höndunum,“
segir Helga. „Tómata handvinnum við frá a til ö, nema
þeim er pakkað í vél í Reykjavík, 250 grömm í pakka.
Við handpökkum hinsvegar heilsutómötunum af því
að við viljum raða þeim eftir lit og stærð, þannig að
þeir líti fallega út. Þeir eru dýrari, svo það skiptir
máli.“
Grænmetissjálfsali
Hvað kálið varðar er sáð í bakka í plasthúsum í byrjun
apríl og farið út með plönturnar um miðjan maí. „Síð-
asta útplöntunin er 15. júlí,“ segir Guðjón. „Við
plöntum slatta og slatta í einu, þannig að allt komi
ekki á sama tíma á markaðinn. Við breiðum akrýl-dúk
yfir þær til þess að það sé hlýrra og öll er þessi vinna í
höndunum, líka að moka yfir kantana á dúkunum,
marga kílómetra á ári.“
Grænmetið er merkt hverjum og einum grænmet-
isbónda. „Það er af hinu góða, því þá stendur hver og
fellur með því sem hann sendir,“ segir Helga.
Melar á Flúðum eru auðþekkj-
anlegir af grænmetissjálfsalanum við
innkeyrsluna, þar sem fólk getur
keypt sér grænmeti og sett peninga
í bauk.
„Þetta er til þægindaauka fyrir
okkur og kúnnana, sem þurfa þá
ekki að trufla okkur að störfum,“
segir Guðjón. „Þetta gefur okkur
líka kost á meiri fjölbreytni. Við
reynum að vera með allar tegundir,
allt er til nema paprika og sveppir.“
Og það er alveg hægt að treysta
fólki „Það hefur gefist mjög vel,“
segir Guðjón. „Einu sinni eða tvisvar hefur eitthvað
komið upp á, en þá höfum við nýtt okkur að sjálfs-
alinn er vaktaður með myndavélum.“
Engin eiturefni
Hann sker bita handa blaðamanni af hnúðkáli, sem er
sætt og safaríkt, einhvers staðar mitt á milli rófu og
næpu. „Það er gott að borða það beint eða grilla með
olíu og salti,“ segir hann.
Eins og almennt gildir um íslenskt grænmeti er
ræktunin vistvæn og segir Helga að þar liggi sérstaða
þess íslenska gagnvart því erlenda. „Við notum engin
eiturefni og í ofanálag er allt hitað með heitu vatni úr
jörðu, einnig kemur kolsýran úr jörðu og rafmagn úr
fallvötnunum, en erlendis þarf að brenna olíu til að
hita upp gróðurhúsin og framleiða kolsýru.“
Guðjón rifjar upp er hópur þýskra ferðamanna kom
í heimsókn á Flúðir og hann bauð þeim að smakka
spergilkál. „Ekkert þeirra þorði að bíta fyrr en ég hafði
tekið bita,“ segir hann og hlær. „Þau héldu að dreift
hefði verið yfir það eitri og enginn vildi verða fyrst-
ur.“
Guðjón Birgisson og Sigríður Helga Karlsdóttir við grænmetissjálfsalann vinsæla.
Vörn gegn krabbameini og
hjartasjúkdómum
’
[Grænmetissjálf-
salinn] er til þæg-
indaauka fyrir
okkur og kúnnana, sem
þurfa þá ekki að trufla
okkur að störfum. Þetta
gefur okkur líka kost á
meiri fjölbreytni.
Í
veislu einni tóku tal saman, Pétur Pan og
Vanda. Pétur Pan mætti í stuttbuxum, glað-
ur í fasi og með glas í hönd. Hún var í spari-
kjól og ánægð með að hafa næturpössun
fyrir Týndu drengina sína. Þau hafa þekkst svo
lengi sem Vanda hefur verið lofuð sínum heitt-
elskaða. Hann óskar henni til hamingju með nýja
starfið sem sá heittelskaði hefur nýlega fengið.
Starf sem felur í sér mikil ferðalög til fjarlægra
staða og jafnvel stöku stopp í Hvergilandi.
Pétur Pan hefur nefnilega ferðast mikið, búið og
unnið á framandi stöðum. Hann hefur sterka
frelsisþörf og er áhugasamur um ólíka menning-
arform. Hann er því ánægður fyrir hönd þess
heittelskaða að hann fái að upplifa eitthvað svipað
því sem hann hefur gert. Pétur Pan er Vöndu kær,
sem skilur svo vel þessa frelsisþörf og forvitni en
hugur hennar og skylda hvílir hjá Týndu drengj-
unum. Hún þakkar fyrir hönd þess heittelskaða.
Hann sé vissulega spenntur og ánægður með
þessa breytingu.
Hún tekur líka und-
ir með Pétri Pan
sem segir að þessu
fylgi svo miklir
möguleikar, sko
líka fyrir Vöndu og
Týndu drengina.
Þau muni líka getað
heimsótt Hvergil-
and reglulega –
kannski búið þar
um tíma og, og,
og … Pétur Pan er komin á flug, svo áhugasamur
um heill og hamingju Vöndu & co.
Vanda bendir þó Pétri Pan á að þessar breyt-
ingar hafi þó óneitanlega vissar takmarkanir í för
með sér. Týndu drengirnir munu sakna þess
heittelskaða þegar hann verður á ferðalögum. Að
fjarveran geri það að verkum að þær skyldur sem
fylgja Týndu drengjunum muni lenda nær ein-
ungis á hennar herðum. Það leiddi til þess að
möguleikar Vöndu til að sinna fullorðinsvinnu
minnkuðu. Pétur Pan virtist ónæmur fyrir þessu
sjónarhorni. Börn hafa svo mikla aðlögunarhæfni.
Hann bendir á að börn geta búið hvar sem er í
heiminum, líka í Hvergilandi og að Vanda sé
smituð af fullorðinsveirunni sem gerir allt svo
erfitt.
Vanda er hjartanlega sammála honum, en
samt … Pétur Pan er reyndari og margfalt víðförl-
ari en heimakæra Vanda. Hann hefur séð og reynt
á eigin skinni að börn eru þrautseig og þurfa ekki
mikla umönnun til að lifa góðu lífi. Hefði þetta
samtal átt sér stað 8 árum fyrr hefði heimssýn
þeirra verið sú sama. Það sem aðskilur þau er að
Vanda er þremur börnum ríkari. Reynsla hennar
af því að hugsa um Týndu drengina gerir það að
verkum að hún gerir sér betur grein fyrir því nú
en áður hvílík ábyrgð það er að verja þá og byggja
upp fyrir framtíðina. Hún vonar að Týndu dreng-
irnir hennar geti um tíma fylgt Pétri Pan áhyggju-
lausir, barist við kaptein Krók, frelsað Tígrislilju
og elt flögrandi Skellibjöllu. Það geta þeir þar sem
Vanda passar uppá þá og segir þeim sögur fyrir
svefninn.
Spjall um
ferðalög
og fjöl-
skyldulíf
’
Pétur Pan
hefur séð og
reynt á eig-
in skinni að börn
eru þrautseig og
þurfa ekki mikla
umönnun til að
lifa góðu lífi.
Móður-
hlutverkið
Agnes Ósk Sigmundardóttir