SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 24
24 14. ágúst 2011 H lutabréfamarkaður styrktist við bann á svokallaðri „skortsölu“ í nokkrum Evrópulöndum og hvatningu frá þýsk- um yfirvöldum um að slíkt bann verði látið ná til allra landa í Evrópu. „Skortsala“ er heldur ógeðfellt hugtak og ekki beint lýsandi um þann verknað sem það stendur fyrir. Skortur er svo sem nógu ömurlegur, hugsa menn með sér, þótt ekki bætist við hann braskarar sem hagnist stórum við sölu hans. Hvað selja þeir næst: „Mat- areitrun eða sortuæxli,“ maður bara spyr. Hvað er þessi skrítna skortsala? En „skortsalan“ er ekki af þessum toga, þegar bet- ur er að gáð. Hún er í eðli sínu veðmál eins og svo margt annað í tilverunni. Stundum vinna menn í slíku og stundum tapa þeir. Og veðmálin snúast reyndar ekki alltaf um peningalegan ávinning við- komandi. Þeir sem veðjuðu í síðustu kosningum á að VG myndi tryggja mesta andstöðu við aðild- arbrölt að ESB eftir þær virtust ekki hætta neinu með sinni „stöðutöku“ en þeir töpuðu þó óvænt mjög stórt. Forysta VG sýndi óvenjulegan skort á heilindum, mikinn skort á trúfestu og tryggð og algeran skort á pólitískri staðfestu. Þeir sem keyptu loforð VG fyrir kosningar eru þau fórn- arlömb skortsölu sem hafa farið verst út úr því á síðustu tímum. En svo vikið sé frá þeim útúrdúr og aftur að „skortsölu á markaði“ þá hefur einkennt hana að hún tengist sérstakri aðferð. Sá sem veðjar á hluta- bréfamarkaði hann er ekki endilega að nota eigin bréf við „skortsöluna“. Hann fær bréfin „lánuð“ frá einhverjum þeim sem vill hafa allt sitt á þurru og ekki taka þátt í áhættusamri stöðutöku. Hinn varkári fær greitt fyrir lánið. Lántakinn á ekki að skila sömu bréfunum aftur heldur samkynja bréf- um. Hann selur því bréfin strax eftir að hann hefur fengið þau lánuð. Af hverju gerir hann það? Jú, vegna þess að hann þykist sjá í hendi sér að að- stæður sé slíkar á markaði að bréfin séu líkleg til að lækka mjög í verði á lántökutímanum. Þegar það gerist kaupir hann bréfin aftur, t.d. við 15 prósenta lægra verði en hann seldi þau bréf á sem hann hafði að láni, afhendir lánveitandanum bréfin aftur og heldur „milligjöfinni“ fyrir sig, að frádregnu því sem hann borgaði fyrir lántökuna. Á þessu virðast allir hafa grætt. Lánveitandinn, sem vildi ekki eða mátti ekki braska með bréfin sjálfur, fékk sitt og braskarinn, sem lagði ekkert af mörkum, hefur heldur betur hagnast á þessum snúningi. Hann hafði af innsæi sínu séð hvað verða vildi og nýtti sér næmi sitt og hugkvæmni. Bréfin lækkuðu, en það var ekki fyrir tilverknað brask- arans, fremur en það væri sök regnhlífainnflytj- anda að flytja inn regnhlífar í stórum stíl af því að hann þættist sjá rigningarsumar fyrir sér. Ekki hefði rigningin aukist við það innsæi hans, en hann væri orðinn stórauðugur maður á meðan þeir sem höndluðu með bikiní það sumarið ættu ekki bót fyrir boruna. En segir þessi skýring alla sögu? En það vilja ekki allir skrifa upp á skýringu af þessu tagi á skortsölu. Þeir telja að þegar margir brask- arar fái sömu hugmyndina um að lækkun sé í vændum og taki bréf að láni til að selja þau í hrönnum bæði hraði þeir falli bréfanna og dýpki fallið að mun. Það geti jafnvel riðið fyrirtæki að fullu, sem vissulega hafi ekki staðið traustum fót- um, en hefði átt góða möguleika á að komast í gegnum tímabundnar þrengingar, ef hákarlar hefðu ekki fundið blóðlykt úr litlu sári og sótt þangað allir sem einn. Og ekki sé útilokað að braskararnir sjálfir hafi, viðþolslausir af græðgi, blóðgað bráðina sjálfir til að tryggja æskilega at- burðarás fyrir ábatasama stöðutöku. Það hafi þeir gert með því að koma á framfæri kviksögum, en þó stundum aðeins með því að draga athygli að veik- leikum viðkomandi fyrirtækis, ýkja þá dálítið og ýta undir þá. En hér á við hið sama sem í svo mörgu öðru. Ólögmæt hegðun og ósiðleg er ekki endilega gild rök fyrir því að tiltekna viðskiptahætti skuli banna. Þótt fólk farist í ferjusiglingum á Filipps- eyjum vegna þess að einhver sem rekur ferju þar freistist til að selja helmingi fleirum ferð en örygg- isreglur leyfa, þá eru það ekki rök fyrir því að banna ferjusiglingar. „Stöðutaka“ gegn krónunni hljómar dálítið eins og landráðabragðefni. En „stöðutaka“ gegn krónunni verður því aðeins vond og fordæmanleg að hún sé gerð af þeim sem getur tryggt sér hagfellda skráningu með ósið- legum og/eða ólögmætum aðgerðum, eins og menn töldu hafa verið dæmi um fyrir fáeinum ár- um á Íslandi. Góð skammtímalausn en skaðleg ella? Kauphallir hafa heimildir til að stöðva viðskipti með ákveðin bréf við tilteknar óvenjulegar að- stæður. Það hefur gerst nokkrum sinnum í vest- rænum ríkjum á síðustu mánuðum. Ekki verður annað séð en að slík neyðarhemlun hafi ekki verið misnotuð og hafi stundum náð að slá á „tauga- veiklun“ á markaði sem engin efni stóðu til. En það má væntanlega öllum vera augljóst að það getur aldrei verið aðgerð til að bjarga veikluðum hluta- bréfamarkaði að banna viðskipti með öll bréf var- anlega. Það skyldi þó ekki vera að sama mætti einnig segja um þau viðskipti sem bera það ólán- lega heiti „skortsala“. Taka þarf hart á misnotkun slíkra viðskipta eins og annarra. En aðgerð sem beinist að slíkum þætti gæti einnig haft öfug áhrif. Hún gæti ýtt undir taugaveiklun á markaði, einmitt þær aðstæður sem Reykjavíkurbréf 12.08.11 Skortur á skynsemi til sölu

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.