SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 21
14. ágúst 2011 21
Skar og skarkali | 1
Þ
rátt fyrir að vera aðeins 17 ára
er Þorgrímur Kári Snævarr
þegar orðinn þekktur teikni-
myndahöfundur og birtir nú í
annað skipti teiknimyndaseríu í Morg-
unblaðinu og nefnist hún Skar og
skarkali. Spurður hversu gamall hann
hafi verið þegar hann gerði sína fyrstu
teiknimyndasögu segist hann ekki hafa
fullgert langa sögu í myndum fyrr en
um 15 ára.
Valdalaus drottning
„Ég var á námskeiði hjá Myndlist-
arskóla Reykjavíkur og teiknaði hjá
þeim langa sögu, bara fyrir skólann,“
segir Þorgrímur Kári. „Það var ekki
mín hugmynd að fara með hana upp á
Morgunblaðið. Kennarinn kom því
eiginlega í kring. Hann heitir Bjarni
Hinriksson og hann bara fór með hana
uppeftir og þeir hjá Morgunblaðinu
samþykktu hana. Hún fjallaði um sam-
særi í landi sem heitir Bórisfrísan gegn
drottningu sem er hundur; ekki tal-
andi hundur heldur bara venjulegur
hundur. Hugmyndin var að drottn-
ingin væri bara valdatákn, hefði í
rauninni engin alvöruvöld, en að-
alpersónan í sögunni er rotta.
Það er síðan sama aðalpersónan í
þessari nýju sögu. Annars er þetta að
mestu leyti óskyld saga, að einhverju
leyti gerð á undan hinni sögunni, en ég
breytti henni mikið eftir að ég var bú-
inn með hina. Þetta er hálfgerð sam-
suða úr gömlum hugmyndum sem ég
teiknaði þegar ég var lítill. Þótt þetta
sé mestallt dýr sem eru í sögunum eru
öll dýrin staðgenglar fyrir manneskjur
og manngerðir,“ segir Þorgrímur Kári.
Sögur og stuttmyndir
Þorgrímur Kári er í 5. bekk í Mennta-
skólanum í Reykjavík en stefnir á list-
nám eftir útskrift úr menntaskólanum.
„Ég hugsa að ég fari út í eitthvert list-
nám eða í bókmenntafræði,“ segir
Þorgrímur. „Ég vil ekki einskorða mig
of mikið og taka bara myndlist eða
eitthvað þess háttar. Ég stefni á að
komast í skapandi nám með mörgum
möguleikum á miðlum eins og vídeó og
þess háttar. Mér finnst gaman að
teikna þessar sögur og gæti alveg
hugsað mér að leggja þetta fyrir mig en
myndi líka langa til að skrifa sögur og
gera stuttmyndir,“ segir Þorgrímur.
Aðspurður hverjir séu mestu áhrifa-
valdarnir nefnir hann til dæmis belg-
ísku teiknimyndasöguhöfundana.
„Belgarnir eru góðir, sögurnar um
Tinna og Ástrík eru alltaf góðar. En ég
hef líklegast orðið fyrir mestum áhrif-
um af Andrésblöðunum, í það minnsta
í teiknistíl,“ segir Þorgrímur Kári.
Næstu mánuðibirtast teiknimyndasög-
ur eftir hann í Sunnudagsmogganum.
Það sem meira er, hann segist þegar
vera með fleiri hugmyndir að sögum í
huganum og nú sé það bara spurning
um að fara að teikna.
Þorgrímur Kári er þeg-
ar búinn að fá birtar
nokkrar teiknimynda-
sögur eftir sig.
Teiknaði sig inn
á Morgunblaðið
Einn af teiknimyndasöguhöfundum Morgunblaðs-
ins er aðeins 17 ára. Hans helsti áhrifavaldur er
Andrés önd, en aðalpersónan í sögunum er rotta.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is