SunnudagsMogginn - 14.08.2011, Blaðsíða 15
14. ágúst 2011 15
Björn Þór Vilhjálmsson, bókmennta- og kvikmyndafræðingur og
stundakennari við HÍ, hefur lesið handrit að fyrstu bók Elís.
Sunnudagsmogginn fékk hann til að fjalla um Elí og fantasíuna.
Löng saga og stutt
Fantasían á sér bæði langa og stutta sögu sem bókmenntagrein;
langa sagan lítur til áhrifavalda og þess bókmenntaarfs sem nútíma-
fantasían sækir í, auk þess sem hægt er að nefna tiltekin verk frá
nítjándu öld sem eiginlegar fantasíur (John Ruskin, Sara Coleridge,
George McDonald). Áhrifavaldarnir eru svo miðaldarómönsur, eng-
ilsaxnesk söguljóð á borð við Bjólfskviðu, ævintýri, þjóðsögur, ferða-
sögur 18. og 19. aldar þar sem sjómenn lýsa sérkennilegum löndum og skepnum, got-
neska skáldsagan, og svo síðast en alls ekki síst norræn og germönsk goðafræði og
Snorra-Edda er t.d. lykilrit í þessu samhengi.
Stutta sagan nær hins vegar aðeins aftur til miðbiks 20. aldarinnar, eða þegar breski
fræðimaðurinn og rithöfundurinn J.R.R. Tolkien gefur út fyrst Hobbitann og svo Hringa-
dróttinssögu. Það er ekki hægt að orða nægilega sterkt hversu mikil tímamótaverk þess-
ar skáldsögur hafa reynst; hin nútímalega fantasía sækir sitt genetíska mengi í heilu lagi
til þeirra, og fantasíuskáldsögurnar sem fylla hillur bókabúða í dag eru meira eða minna
afsprengi og sporgönguverk Tolkiens. Hér mætti einnig nefna samlanda Tolkiens, C.S.
Lewis, og Narníubækur hans, en þær voru afar vinsælar. Þær hafa hins vegar á sér barna-
bókastimpilinn, sem lengi vildi loða við fantasíur. Einnig mætti nefna bandaríska rithöf-
undinn Robert Howard og Conan-bækur hans frá fjórða áratugnum. En þessir höfundar eru
allir neðanmálsgreinar í sögu fantasíunnar miðað við Tolkien. Hann skapaði veröld sem
byggð var ólíkum tegundum og „kynþáttum“ þar sem eðlisheimurinn laut öðrum lög-
málum en okkar eigin, það var miðaldalegur bragur yfir heiminum, en sú heimsmynd hefur
í kjölfarið fest sig í sessi sem ríkjandi söguumgjörð fantasíunnar; fantasían á sér alla jafna
stað í yfirfærðri lénsveröld frá því fyrir daga iðnbyltingarinnar þar sem tröll lifa í fjöllum,
dvergar í iðrum jarðar og álfar í skógum, og riddarar ríða yfir lautir og lyng.
Fantasían í dag
Það er heilmikill gangur á fantasíuforminu í dag og er það ekki síst þremur hlutum að
þakka. Fyrst ber að nefna kvikmyndaaðlaganir Peters Jacksons á Hringadróttinssögu,
svo Harry Potter-seríuna og svo núna sjónvarpsaðlögun HBO-kapalstöðvarinnar á bókaröð
George R.R. Martins, A Song of Ice and Fire. Fyrsti hluti hennar var sýndur í vor og sumar
og nefnist Game of Thrones og hefur notið fádæma vinsælda, líkt og skáldsögur Martins
reyndar líka. Ég held að fantasían sé núna að koma sér fyrir í meginstraumnum á máta
sem hún hefur ekki gert síðan á sjöunda áratugnum þegar bandarískir stúdentar voru að
uppgötva Tolkien.
Um Elí og fantasíuna
Ég get ekki betur séð en að Elí Freysson sé að ríða á vaðið með fantasíuformið í sinni nú-
tímalegu mynd hér á landi, og Meistari hinna blindu sé bókstaflega fyrsta skáldsaga sinn-
ar tegundar í íslenskum bókmenntaheimi. Það er náttúrlega merkilegt og hægt er að
setja það í samhengi við þær breytingar sem hafa verið að eiga sér stað í íslenskri bók-
menningu síðustu árin, en þá hefur bókaheimurinn verið að opnast fyrir svokölluðum
geirabókmenntum. Þar er náttúrlega augljósust reyfarabyltingin, en glæpasagnaformið
hefur hreiðrað kirfilega um sig. En einnig hefur borið á öðrum klassískum geirabók-
menntum. Jökull Valsson skrifaði t.d. hryllingssögu eftir kúnstarinnar reglum þegar hann
gaf út Börnin í Húmdölum árið 2004, vísindaskáldsögur hafa gert vart við sig allnokkrar,
og það er reyndar ágæt hefð fyrir þeim hér, skvísubókmenntirnar hafa sömuleiðis dúkkað
upp, en Elí er eins og áður segir sá fyrsti til að skrifa og gefa út harðkjarna póst-
tolkíeníska fantasíuskáldsögu sem er meðvituð um „lögmál“ og hefðir formsins, og vink-
ar til þeirra á vingjarnlegan hátt. Elí er líka úr kynslóðinni sem ólst upp með hlutverkaspil
sem eðlilegan hluta af afþreyingarflórunni, og þess eru merki í skáldsögunni. Hún ber með
sér að höfundur hefur lifað og hrærst í þessum heimi lengi, bæði lesið og spilað.
Elí og fantasían
Björn Þór
Vilhjálmsson
vel að ég geti lifað á því. Tómas ætlar einmitt að sýna kafla úr bókinni á ensku á bók-
aráðstefnunni í Frankfurt í október. Ég er að vinna í því að þýða hana á ensku.“
Upphaflegi draumurinn um að gefa söguna út erlendis rætist því ef til vill.
Ímyndunarafl og mikill laus tími
Elí er Akureyringur. Foreldrar hans, Freyr Aðalsteinsson og Aðalheiður Kjart-
ansdóttir, fluttu til Noregs þegar hann var tveggja ára en þremur árum síðar fluttu
mæðginin aftur heim.
Þegar spurt er um hann sjálfan svarar Elí fyrst: „Ég er Akureyringur með mikið
ímyndunarafl og mikinn lausan tíma.“
Fyrir utan að skrifa segist Elí hafa gaman af göngutúrum, bíómyndum og tölvu-
leikjum. Og svo stundar hann lyftingar. Faðir hans var kunnur keppnismaður í lyft-
ingum en Elí gerir það einungis sér til heilsubótar, þrisvar í viku að staðaldri. „Ef ég
lyfti ekki veslast ég upp í einhvers konar mennska gúmmíteygju. Ég verð að mæta í
salinn.“
Erfitt að eignast vini
Elí greindist með Asperger-heilkenni þegar hann var unglingur.
„Í stuttu máli má lýsa því sem vægri útgáfu af einhverfu. Einkennin eru ýmiskon-
ar en aðalatriðið er að Asperger heftir félagskunnáttu. Mitt dæmi er frekar vægt og
ég hef lært á það í gegnum tíðina, með aðstoð. Aspergerbörn læra ekki sjálfkrafa að
lesa í fólk eða eiga við það samskipti. Þau eiga erfitt með að skilja heiminn í kringum
sig og að eignast vini. Við erum mikið rútínufólk; viljum hafa allt fyrirsjáanlegt.“
Elí nefnir að margir hafi mjög þröngt afmarkað áhugasvið. „Sumir eru mjög
hrifnir af strætóleiðum, en ég hef áhuga á aðeins eðlilegri hlutum eins og tölvu-
leikjum.“
Hefur þetta háð þér í gegnum tíðina?
„Já. Ég hef aldrei verið fær í að eignast vini. Skólaárin voru erfið eins og eiginlega
alltaf er fyrir Aspergerkrakka. Í raun vissi maður ekki að eitthvað væri öðruvísi við
mig en aðra nema að ég kunni ekki hegða mér rétt en með greiningunni breyttist
það. Ég hef reynt að læra á þetta, farið til sálfræðings og þeir sem þekktu þetta gátu
sagt mér til.“
Breytingin hefur því verið mikil eftir að þú fékkst greininguna, ekki satt?
„Jú, og ég hef braggast vel með tíð og tíma. Ég hef lært inn á fólk og mér líður vel í
dag.“
Hvernig ertu félagslega í dag? Áttu vini?
„Já, þá sem ég kynntist í VMA. Við hittumst þar út af sameiginlegum áhuga-
málum. En ég fer ekki niður í bæ á djammið eða svoleiðis því ég kann ekki að kynn-
ast nýju fólki. En ég á vini og það er nóg.“
Heldurðu að Asperger hafi að einhverju leyti áhrif á skrifin, jákvæð eða nei-
kvæð?
„Ég veit ekki hvað skal segja. Stundum er Asperger tengt við fólk sem skarar fram
úr á einhverju sviði og fólk sem hefur mjög þröngt áhugasvið, einblínir á eitthvað
eitt og er mjög gott í því. Ég er ekki viss um að það eigi við um mig, en efast þó um að
ég væri að skrifa ef ég væri ekki svona sérvitur! Ég hangi að minnsta kosti heima við
að skrifa í stað þess að gera eitthvað félagslegra og það hefur virkað mér í hag.“
Elí í vinnunni, í
verslun Nettó á
Glerártorgi. Hér
nær hann í kassa
inn í kæli.
Samdi barnabók átta ára
Elí samdi sína fyrstu bók þegar hann var átta ára.
Það var um miðjan desember 1990. Móðir hans var undirbúa jólin þegar Elí sagði við
hana að sig langaði að skrifa bók.
Ókei, elskan. Þá gerirðu það, sagði Aðalheiður móðir hans.
Nokkrum dögum síðar kom Elí til móður sinnar og tilkynnti tíðindin: Ég er búinn.
Bókina, Lóa á sjó, byggði Elí á sögum sem mamma hans spann og sagði honum á kvöld-
in, um mús sem bjó í inniskó.
Auk þess að skrásetja sögu um Lóu teiknaði Elí myndir við. Þetta var ljósritað í nokkr-
um tugum eintaka í janúar og stutt samtal birtist við höfundinn í Akureyrarblaðinu Degi.
„Það seldist upp, líkega mest til ættingja,“ segir hann. „Það má því segja ég hafi gefið
út bók áður. Ég get samt því miður ekki sagt að ég sé einn af þessum gaurum sem voru
alltaf að búa sig undir að verða rithöfundar. Ég var ekki eins og leikstjóri sem hljóp alltaf
um með myndavél sem krakki.“